Vikan


Vikan - 13.03.1980, Side 25

Vikan - 13.03.1980, Side 25
Eftir þrjátíu ára fjarveru kom faðir Susan aftur. Hún hafði aldrei á ævi sinni hitt hann eri var ákveðin að taka ekki á móti honum. minnsta spurningartón að finna i rödd hans. Susan var orðlaus. „Áfall fyrir hann!” stundi hún loks. „Hvað með mig? Hann hafði ekki hitt mömmu í þrjátiu ár! Hann hefur aldrei litið mig augum! 1 öll þessi ár hefur hann aldrei hugsað til okkar!” „Hann sendi kort á afmælisdegi mömmu þinnar, Susan,” áminnti hann hana. „Og litla gjöf á hverju ári, undantekningarlaust i öll þessi þrjátíu ár.” Susan þagði. Það þurfti ekki að ntinna hana á gjafirnar. Hún mundi vel hve hamingjusöm móðir hennar var i hvert sinn sem hún fékk þær — og hve ánægð hún var í marga dagaáeftir. En allt frá þvi hún var nógu gömul til þess að vita sannleikann hafði hún hatað þessar litlu ómerkilegu gjafir. Því Greg Bates hafði aldrei eytt nema smáræði í móður hennar — hann sendi henni vasa, armband. brjóstnælu, alltaf eitthvað sem ekki hafði kostað hann meira en nokkur pund! „Það er sama hvað hann hefur gert," sagði Ron blíðlega, „eða öllu heldur hvað hann hefur ekki gert — þú mátt ekki gleyma hver hann er.” Ég man það, hugsaði Susan. Ég gleymi því ekki. Og þó hún hefði aldrei fyrr sagt þáu orð, ekki einu sinni við sjálfa sig, þá sagði hún þau núna. „Hann er faðir minn." Orðin færðu henni engan létti á innibyrgðum lilfinningum. þau komu henni ekki í neina geðshræringu. Þau höfðu ósköp lítið að segja fyrir hana. Susan hafði aldrei hugsað sem svo að hún ætti föður. Hann var einfaldlega hr. Bates, bandariski hermaðurinn sem hafði gert móður hennar rangt til á meira en einn hátt — og haldið að hann gæti bætt það upp með því að senda henni eina gjöf á ári! Hún gekk yfir stofuna og leit út I garðinn. Hún horfði á hvítar liljurnar sem voru i blóma fyrir utan glugga móður hennar. Þær minntu Susan á uppáhaldslag móður hennar. Það -var eitt af þessum lögum sem voru vinsæl á stríðsárunum. „Viðsöfnum liljum þegar vorar á ný . . .” Það virtist hafa haft eitthvert sérstakt gildi fyrir hana. Jafnvel sem táningur hafði Susan dáðst að því sem hún taldi vera einfald- leik móður sinnar. Hún sneri sér nú frá glugganum og leit á eiginmann sinn. „Veistu það,” sagði hún hljóðlega, „að mamma trúði því statt og stöðugt að hann kæmi aftur einhvern daginn! Jafnvel þegar mörg ár voru liðin og aðrar konur hefðu verið búnar að gefa upp alla von, þá trúði hún þvi raunverulega að einn góðan veðurdag myndi hann birtast i dyrunum með blómvönd og — og þau ættu svo eftir að leiðast hamingjusöm eftir enskuin sveitavegum að eilífu eftir það!” Hún gat ekki komið i veg fyrir beiskju i rödd sinni. Móðir hennar hafði alltaf lagt svo mikið traust á þennan mann — algjörlega óverðskuldað traust að áliti Susan. En Ron var kominn með sama þolinmæðisvipinn og hann setti alltaf upp þegar börnin voru hvað barna- legust. Brátt, hugsaði Susan, fer hann að nota einföld tveggja atkvæða orð. Henni fannst hann vera ósanngjarn. „Það sem þú virðist gleynta. Susan,” sagði hann, „er að hann er að koma aftur. Það er ekki honum að kenna að móðir þín er ekki hérna lengur þegar hann kemur.” Þetta var rétt hjá honum. hún gat ekki mótmælt þessú. „Nú, jæja, það eina sem ég get sagt er að ég vona að hann búist ekki við hlýjum fagnaðarviðtökum hjá dóttur sinni — því hann fær þær ekki.” Hún var I sama skapinu þegar hún vaknaði daginn eftir. Ron leit hugsandi á hana þegar hann var að fara. „Sue,” sagði hann rólega, „ég hef verið að hugsa. Þú hefur komið sjálfri þér í uppnám, samt veistu ekki hætis- hót um Greg Bates.” „Ég veit allt sem ég þarf að vita!” greip hún fram í. „Þú veist EKKERT um hann" hélt hann ákveðinn áfram, „aðeins það að hann var hérna í bandaríska hernunt, að hann er faðir þinn og að hann sendi móður þinni gjöf á hverju ári. Þú ættir að fara og ræða við hann Bill gamla Simpson í bankanum. Hann er frá sama bæ og móðir þin var og hún minntist einu sinni á að þau hefðu öll leikið píluspil saman.” Ron leit á hana og andvarpaði. „Þetta er bara uppástunga,” sagði hann svo. Susan ætlaði að fara að svara honum með einhverju hárbeittu, en þá sá hún svipinn á andliti hans. Ron hafði verulegar áhyggjur af komu föður hennar. Hún ákvað að gera eins og hann sagði til þess að honum liði betur en fékk ekki séð hvaða gagn það gerði. Hún kyssti hann á kinnina. „Það er kannski rétt hjá þér,” sagði hún. „Ég skal fara og hitta hr. Simpson. Það er jtegar komið fram yfir þann fimmtánda — símskeytið ætti að koma þá og þegar.” Hr. Simpson hallaði sér aftur í stólnum. Hann var rólyndur gráhærður lítill maður, hann svaraði spurningu Susan ekki strax. í stað þess leit hann upp frá borðinu sinu og horfði. að henni fannst í langan tíma, á skýin svífa hjá. Að lokum sagði hann: „Ég var farinn að furða mig á því hvenær þú ætlaðir að koma og spyrja, mig um hann, Susan.” Hann brosti dauflega. „Meðan móðir þin lifði var það ekki milt að segja þér þetta.en nú ...” „Er eitthvað sem þú getur sagt mér?” greip Susan snöggt inn í. Hr. Simpson kinkaði kolli. „Mér liefur öft fuhdist að þú ættir að fá að heyra alla söguna. NÍi,,|^proihy og Greg voru stórkostleg saman. Þáu'V'ðrú.ljka góðir skemmtikraftar. Þausungu yfirleitt..." „Ég veit — „Við söfnum liljum",” sagði Susan. Hún hat'ði ekki vitað |rað — ekki fyrr en núna. Rödd hennar var ísköld. Hr. Simpson leit hvasst á hana. „JJjá þeim komu aldrei nein önnur til greina. i öll þessi ár sem hann var hérna, Susan.” sagði hann. „En hvers vegna fór hann þá í burtu?” „Greg hafði skilið unnustu eftir heima hjá sér," útskýrði hann rólega. „Það var stúlka i næsta húsi. Þau höfðu vaxið úr grasi saman og trúlofast rétt i þann niund sem hann fór að heiman. Þegar stríðinu lauk fór hann aftur til Bandarikjanna til þess að hitta fjölskyldu sina og segja unnustu sinni frá því að hann hefði hitt aðra stúlku. Sjáðu til, liann hafði aldrei hugsað séi annað en að kvænast móður þinni.” Susan gat ekki að því gert að hún var full efasemda. „En þegar Greg kom heim,” hélt hr. Simpson áfram, „þá komst harm að því að stúlkan hafði lent í bílslysi — hún var alvarlega bækluð til frambúðar. Urn tíma var henni varla hugað líf. Það var ekki fyrr en eftir að Greg kom sem hún fór að sýna batamerki. Hún treysti algerlega á harin ... Móðir þín skildi að eftir þetta gæti hann ekki farið fiá henni. Dorothy vildi ekki að hann gerði það.” Þetta er allt saman mjög göfugt, hugsaði Susan, en ... „En hvað með ntig?” hrópaði hún svo. „Meginskylda hans hefur vissulega verið að sjá um konuna og barnið sem hann skildi eftir hér.” Hr. Simpson var mjög hljóður. Susan + Viöhaldslitill RAFGEYMIR Sonnenschein minicare betri tenging milli sella meiri ræsikraftur minni sjálfsafhleðsla -k minni vatnsuppgufun Utanmál 260 mm x 170 mm x 220 mm 70 ampt og 315 amp við - 18°C GERI AÐRIR BETUR Allar nánari upplýsingar um þennan óvenju öfluga rafgeymi hjá okkur. SMYRILL H.E Ármúla 7 — Reykjavík — S. 84450 11. tbl. Vikan 2S

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.