Vikan - 13.03.1980, Síða 26
Smásaga
HULIN
FORTÍÐ
heyrði ritvélarhljóðið hinum megin við
vegginn. Hún hélt að hann ætlaði aldrei
að taka til máls.
„Ég er ekki viss hvernig ég á að fara
að því að segja þér þetta, Susan,” sagði
hann loks. „En þannig er mál með vexti
að þú fæddist ekki fyrr en eftir að Greg
var farinn. Hann vissi ekki að þú værir á
leiðinni. Og þegar móðir þín frétti um
bækluðu stúlkuna ákvað hún að
segja honunt ekki frá þér.
Móðir þín taldi að ef Greg hefði vitað
um þig þá hefði hann reynt að gera svo
mikið fyrir ykkur báðar *— og hann
hafði þegar nógu að sinna, nteð örkumla
konu."
Hr. Simpson leit bliðlega á hana. „Þú
skilur það þá kannski núna hvers vegna
faðir þinn kom aldrei heim og hvers
vegna hann spurði aldrei um þig."
Susan var rétt að byrja að skilja hvað
hann var að segja. Hún leit aftur til hans
og var næstum orðlaus.
„Hann hefur þá aldrei vitað neitt um
mig?” hvislaði hún.
Hr. Simpson kinkaði kolli. „Það er
rétt. Móðir þín sagði honum aldrei frá
þér. Susan — faðir þinn veit ekki að þú
ert til.”
Hún sat og starði á hann, Itugur
hennar var allur á reiki.
„Þaðer rétt,"endurtók hann. „Móðir
þín taidi að best væri að rjúfa öll tengsl,
frekar en að láta hann vita um eitthvað
sem kæmi i veg fyrir að hann gæti orðið
hamingjusamur meðeiginkonu sinni.
Og eins og þú veist tókst henni að lifa
hamingjusömu og nytsömu lifi. Það var
fátt sem hún sá eftir og hvað sem það
var, þá lét hún engan vila um það."
„Já," sagði Susan hægt. „Hún var
þannig manneskja ...”
Bara að ég hefði vitað þetta fyrr,
hugsaði hún. Hún Itefði ekki þurft að
hata föður sinn i öll þessi ár. Innst inni
vissi hún samt að þetta hafði allt saman
verið rétt hjá móður hennar.
Móðir hennar vissi að hún hefði reynt
að ná sambandi við föður sinn og að
henni hefði tekist það — og þá jafnvel
eyðilagt hamingju hans og konu hans.
„Þetta verður mikið áfall fyrir Greg,”
áminnti hr. Simpson hana. „Ekki bara
að komast að þvi að móðir þín er látin —
heldur einnig að hitta þig.”
Hann horfði áhyggjufullur á hana og
hún reyndi að hughreysta hann.
„Hafðu ekki áhyggjur, hr. Simpson,”
sagði hún rólega. „Og þakka þér fyrir.
Þakka þér fyrir að segja mér alla
sólarsöguna."
Hverjunt hefði dottið í hug að þessi
rólyndi litli maður ætti eftir að verða til
þess að vekja von í brjósti hennar,
hugsaði Susan með sér þegar hún yfirgaf
skrifstofu hr. Simpsons. Hún sá hvernig
sólin skein og fann hve svalur andvarinn
var frískandi i fyrsta sinn síðan móðir
hennardó.
Hún Itafði haldið að hvert einasta vor
ætti héðan í frá eftir að færa henni
sorgartilfinningu. En núna, á því fyrsta
vori, tók hún að hugsa sem svo að
þannig þyrfti það alls ekki að vera.
Hugsanir um föður hennar flugu í
gegnum huga hennar á leiðinni heini.
Þegar hún kom heim beið hennar
símskeyti sem sagði að hann kæmi fljót-
lega.
Hún velti þvi fyrir sér hvað hún ætti
að segja við hann. Hún hafði sagt margt
um hr. Bates á ævi sinni. ekkert af því
var rétt.
Hún sagði við sjálfa sig að hún gæti
að minnsta kosti hætt að hugsa um hann
sem hr. Bates. Hann var faðir hennar —
afi barnanna hennar. Hún stansaði
hissa. „Afi barnanna niinna,” hvislaði
hún.
Hún smurði nokkrar samlokur og
hellti upp á kaffi, hún íntyndaði sér
að hann langaði i snarl þegar hann
kæmi. Og kvöldmaturinn, hugsaði hún
með sér, yrði að vera sérstakur. Ron
gæti keypt kampavinsflösku á leiðinni
heim.
Þegar dyrabjallan hringdi fann hún
sér til undrunar að hún skalf. Hún leit
rétt aðeins út um gluggann og sá leigubíl
aka frá húsinu.
Hún opnaði dyrnar, án þess að vita
hvað hún myndi sjá, og sá um leið að
hann Itafði ekki vitað það heldur. Það
sem hún sá var spegilmynd af andliti
hennar, eins og hún gæti hugsað sér það
gamalt. Og hún gladdist yfir því að hún
var til staðar til þess að taka á móti
honum. Hún gladdist einnig yfir því að
hún yrði til þess að segja honum frá
dauða móður sinnar. Hún var því fegin
að vera þarna til þess að hugga föður
sinn.
„Komdu sæll," sagði hún andstutt.
Hún vissi hreinlega ekki hvað hún ætti
að segja annað. „Þú hlýtur að vera hr.
— hr. Bates. Ég heiti Susan. ég er dóttir
Dorothy.”
Hún rétti honum höndina til þess að
bjóða hann velkominn, en sá um leið að
hann gat ekki tekið i höndina á móti, því
hann var með fangið fullt af liljum. ★
Erlent:
1 Yvonne og Yvette eru samhentar I eldhúsinu, hafa sama matarsmekk og
góða matarlyst. Hér eru þær að búa til lummur, en það er uppáhaldsréttur
þeirra beggja.
Hvirfill
við hvirfil
Yvonne og Yvette McCarther, sem
nú eru 28 ára gamlar, búa i Kalifomíu
og eru einu núlifandi siamstvíburarrir
sem enn hafa ekki verið aðskildir. Fram
að þessu hefur enginn læknir treyst sér
til að framkvæma slíka aðgerð þó svo
heilar þeirra séu ekki samvaxnir. En
núna er það orðið of seint. Þær systur
eru ákaflega samrýndar. persónuleiki
þeirra er áþekkur, tilfinningalífið svipað
og skopskynið það sama. Auk þess hafa
þær sama matarsmekk og klæðast alltaf
eins. Móðir þeirra hefur aldrei upplifað
það að sjá aðra þeirra dapra á meðan hin
er glöð — þeim líður alltaf eins.
Sameiginlegt áhugamál þeirra systra er
að syngja saman i kirkjukórnum í
heimabæ sinum.
Yvonne og Yvette verða að hafa sig
allar við að neita tilboðum sem berast
frá fjölleikahúsum hvaðanæva sem
bjóða þeim gull og græna skóga fyrir það
eitt að sýna sig á fjölunum. Þær eru
staðráðnar i að reyna að lifa sem
eðlilegustu lífi þar til dauðinn aðskilur
þær.
vL« «st, «sL»
TY »]Y TY
BLOSSOM
Frábært shampoo
BLOSSOM shampoo freyölr vel, og er fáanlegt
I 4 geröum.
Hver og einn getur fengiö shampoo viö sitt hœfi.
Reyndu BLOSSOM shampoo, og þér mun vel lika.
Heildsölubirgðir.
KRISTJÁNSSON HF.
Ingollsstræti 12. simar: 12800 - 14878
26 Víkan 11. tbl.