Vikan


Vikan - 13.03.1980, Side 30

Vikan - 13.03.1980, Side 30
Draumar Gladlegur vinnuveitandi Kæri draumráðandi! Mig dreymdi fyrir nokkru að vinnuveitandi minn kœmi til mtn glaðlegur og brosandi og Skop segði eillhvað sem allir skemmtu sér vel yfir. Hann lók utan um mig og mér fannsl eins og hann væri að reyna að koma einhverjum boðum til mín. Tilfinningin var mjög einkennileg og mér fannsl sem ekkert væri óeðlilegl við það að hann væri svona óskaplega vinalegur við mig. Þennan draum hefur mig drevmi þrisvar áður. að vísu í nokkuð mismunandi útgáfum. og leikur mjögforvitni á að fræðasl um hvað það þýðir að dreyma einhvern alh að því faðma dreymandann að sér. Einnig langar mig að vita hvað bleikur lilur táknar í draumi. Með kærri kveðju og þökk. P.Á.S. Gættu þín á að láta ekki glepjast af loforðum, sem þessi vinnuveitandi gefur þér, því ekki er víst að efndirnar verði eins og best verður á kosið. Vandaðu val þitt á kunningjum og endur- skoðaðu afstöðu þína til atvinnu þinnar og þess sem henni fylgir. Venjulega boðar faðmlag svik einhvers og að faðma óvin í draumi getur boðað veikindi eða einhvers konar erfiðleika. Bleikur litur er ekki ævinlega slæmur í draumi, þótt margir telji að svo sé, og fer merkingin eftir atburðarásinni í hverjum einstökum draumi. Smokkaát og barnsvon Kœri draumráðandi. Mig dreymdi þennan hræðilega draum: Ég og systir mín vorum hérna heima og nokkrir karlar (sem ég veit ekkert hverjir voru) og einn karlinn fór allt í einu að éta smokka og þegar hann var búinn meö þrjá urðum við ég og systir mín ófrískar og mamma sagði mér að hringja í bróður hans pabba en ég fann aldrei símanúmerið hans. Kæri draumráðandi. Þessi draumur veldur mér svo miklum áhyggjum að ég þori varla að soj'na aftur. Ein áhyggjufull Vonandi hefur þér tekist að festa svefn eftir þessa martröð sem er ekki ýkja merkileg þegar að er gáð. Það væri helst að vara þig við að vera í nánum tengslum við þessi tvö aðaltákn í draumnum — karlmenn og smokka. Ef þú gætir þess þarftu ekki að hafa áhyggjur af því að draumurinn um barnsvon ykkar systranna rætist á næstunni. Sýningarstjórinn skellihló alla mynd- ina út Kæri draumráðandi! Viltu ráðafyrir mig tvo drauma. Eyrri draumurinn er á þessa leið: Það var í bíói og átti að fara að sýna mynd en það komu svo fáir af því að sagt var að myndin vœri svo hundleiðinleg. Húsvörðurinn og sýningar- stjórinn spurðu okkur hvort við vildum ekki bara horfa á sjónvarpið, Dýrlinginn. og það á sama skerminum og bíómyndirnar eru sýndar á. Ég var svolítið hissa en okkur var svo sem sama. Ég ællaði að setjasl við hliðina á slelpu, sem ég þekki. en sýningarstjórinn sellist þá við hliðina á henni. Ég settist þá fyrir framan slelpuna. Sýningarstjórinn skellihló alla myndina út. ég var svo hissa. Þella var alls ekki gamanmynd. Sá síðari var svona: Ég og vinkona mín, sem við skulum kalla X, vorum að veggfóðra heima hjá mér, inni í stofunni. En allt I einu vorum við farnar að veggfóðra í félagsheimilinu. Það er íþrótta- völlur við hliðina á félags- heimilinu og hann var orðinn að kirkjugarði. Það var verið að jarða mann þar og það var margl fólk við jarðarförina og við X líka. Svo fer einn strákur úr hópnum og hann er alltaf að staglasl á gælunafninu mínu. Ég veil ekki hvaða nafn það var og ég þekki hann ekki. Og ég elti hann en þá stoppaði hann mig og sagði mér að hann væri mjög hrifinn af mér. Við löbbuðum ífjörunni og það var girðing þar til þess að maður kæmist ekki upp á veginn aftur. Við reyndum að komast yfir hana og honum lókst það en ekki mér. Svo var slrákur sem ég þekki. Hann kom ti! mín og hjálpaði mér yfir girðing- una. Við fórum heim lil hans. Ein að norðan. Fyrri draumurinn er þér fyrir ástarævintýri, sem veldur þér bæði sorg og leiðindum, og þú ættir að fara varlega í allar ákvarðanir varðandi framtíðina á næstunni. Síðari draumurinn er undirstrikun þess sent fyrr segir en þó eru þar einnig ákveðin tákn um að hindrunum verði um síðir rutt úr vegi og. þú lítir atburði og framtíð öðrum augum en áður. 30 Vikan 11. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.