Vikan


Vikan - 13.03.1980, Page 39

Vikan - 13.03.1980, Page 39
Erlent I heimi kvenréttindabaráttu nutímans þykir það tiðindum sæta ef karlmanna- fasismi á sér meðmælendur. En þá virð- ist hann eiga, a.m.k. i Japan. Yfirráðum karlmannsins yfir konunni er nú sunginn lofsöngur á metsöluplötu þar í landi — og þótt furðu megi gegna á lagið hvað mestum vinsældum að fagna meðal kvenmanna. í texta lagsins, sem ber heitið Vilji drottnandi eiginmanns, segir ungur maður verðandi bruði sinni hvernig hlutirnir muni verða á þeirra heimili: „Það er nokkuð sem ég þarf að segja þér áður en ég tek þig mér fyrir konu. Ég ætla að tala hreint út um málið og hlustaðu því vel." „Þú átt að taka á þig náðir eftir að ég hef gengið til hvílu og alltaf áttu að vera komin á fætur þegar ég vakna: Eldaðu góðan mat og vertu alltaf snyrtileg . . . þú verður að láta þér vel lika þó ég líti á aðrar konur...” Hljómplatan kom i verslanir á miðju sl. sumri og var komin í efsta sæti sölu- lista eftir mánuð. Engan þarf að undra að kvenréttindahreyfingar þar í landi risu öndverðar gegn þessari þróun og kölluðu lagið „móðgun viðallar konur”. En svo virðist sem þar hafi ekki verið talað fyrir munn allra kvenna í Japan. Dagblað eitt í Tókyó fékk hundruð lesendabréfa daglega þar sem málið var til umræðu. en mikill meirihluti þeirra kvenna lýstu sig samþykka þeim skoðunum sem fram kæmu i texta söngvarans Masashi Sada. Konur, allt frá húsmæðrum og ógiftum skrifstofu- stúlkum til skólastelpna. virtust nánast allar vera á þeirri skoðun að það væri meginskylda konunnar að þjóna eiginmanninum. sem væri fyrirvinna fjölskyldunnar. Þrátt fyrir nafnið á laginu fannst fáum að Sada væri órétt- látur i skoðunum. Satt að segja sögðu sumar að með þessu væri hann aðeins að tjá verðandi eiginkonu sinni ást sina. Gamaldags viðhorf á þessum tímum frjálsræðis virðast enn vera við lýði í Japan. Þegar rætt er við ungar stúlkur þar i landi blunda skoðanir ömmu og mömmu á þessum málum enn I brjósti þeirra. þrátt fyrir allt. Samkvæmt ströngustu siðareglum Búddatrúar virðast sumar kvenna þar i landi telja það skyldu sina að þjóna eiginmanninum þegar hann kemur heim blindfullur um miðnætti. Sumar telja það nánast fjarstæðu að eiginmaðurinn fari að setja á sig svuntu og hjápa til við uppþvottinn eftir matinn. Um leið hafa rannsóknir leitt i ljós að æ fleiri japanskir karlar taka róleg kvöld i faðmi fjölskyldunnar fram yfir viðskipta„fundi" fram á rauöa nou. KARLMANNA- FASISMI NÝTUR VINSÆLDA í JAPAN Lag Sada endurspeglar á margan hátt sært karlmannastolt japanskra karla. Nýleg könnun leiddi i Ijós að minna en helmingur kvæntra karlmanna á aldrinum 20 til 50 ára trúir því i hreinskilni að þeir ráði einhverju á heimilinu. Það er konan sem leikstýrir þeirri sýningu um leið og hún lætur karlmanninn telja sér trú um að hann ráði einhverju. En þar með er ekki sagt að jafnrétti riki i Japan. Þrátt fyrir mikla baráttu á það langt í land. Sérstaklega endurspeglast það í menntakerfinu. Þá hafa kvenréttinda- konur þar i landi kvartað mikið yfir innrætingu skólabarna þar sem reynt er að viðhalda „gamla” kerfinu. í einni skólabókanna. sem kennd er i barnaskóla, er þvi haldið blákalt fram að börn á heimili, þar sem móðirin virmur uti, nár ekkr jatnmiklum þroska og önnur börn og langt i frá að fjölskyldulíf dafni þar á við heimili þar sem móðirin er heima. Þetta ástand, segir í bókinni, verður til þess að börnin fyllast lifsleiða og samband hjónanna verður ekki sem skyldi. Allt leiðir þetta svo til flótta frá heimilinu og skilnaðar hjónanna. Þar i landi hefur ekkert jafnréttisráð verið sett á laggirnar — „og það stendur ekki til að gera það," sagði einn ráða- manna í blaðaviðtali nýlega. Hinir vaxandi fordómar í garð konunnar hafa einnig komið fram á lesendasíðum dagblaðanna. Kona nokkur. 35 ára tveggja barna móðir. æskti ráðlegginga vegna þess að maður hennar væri nú hlaupinn að heiman með miðaldra ekkju sem hann hefði haft samband við í nokkur ár. Þegar fór að bera á því að maðurinn kom ekki heim um nætur tok eigin- konan til sinna ráða. Þegar viðræður við ástföngnu hjúin báru engan árangur hóf hún að segja bæði nágrönnum sinum og ekkjunnar frá sambandinu I smá- atriðum. Brátt bárust sögurnar til atvinnurekanda ekkjunnar og kennara hennar eigin barna. Ekkjan varð um siðir að flytja úr hverfinu en eiginmaðurinn lét sér ekki segjast heldur krafðist skilnaðar og neitaði aðgreiða meðlög meðbörnunum Islíkt er ekki lögbundið í Japanl. Vestrænir heilræðaskribentar hefðu án efa sagt konunni að „sparka rónanum á dyr”. En japanska eiginkonan fékk önnur svör í blaðinu sinu. „Heimska kona," sagði i svarinu við bréfinu (skrifað af karlmannil — „bréf þitt kemur upp um eðli þitt. Þú hraktir mann þinn á brott þegar þú hefðir með timanum getað lagfært samband ykkar. Þú eyðilagðir hjónaband ykkar með heimskulegum aðgerðum eins og simtölum í allar áttir og að grenja út af þessu á almannafæri. Svo þú verður sjálf að taka afleiðingum gerða þinna.” Og til þess að ekki sé hallað á neinn, þá kemur fram, ef litið er yfir heilræðadálka i japönskum dagblöðum undanfarin tíu ár, að þetta svar hefði eins getað verið skrifað af konu. -H P. (ByggtáC.S. Monitor) I II. tbl. Víkati39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.