Vikan


Vikan - 13.03.1980, Page 41

Vikan - 13.03.1980, Page 41
 tv® 09 aö' Vos íos oO oss te' pots G- ÖtOa'' V.eOs — Að þeim hefur fremur verið staðið af stórhug en efnum. Listaskáli alþýðu er hlutafélag. stofnað lö.desember 1976 af 25 verkalýðsfélögum ASl og Lista- safni alþýðu. Nú eru hluthafafélögin orðin rúmlega 40. Tala verkalýðsfélaga í landinuer um 240 og við erum að vona að fleiri taki sig til og gerist hluthafar. Hvernig náið þið til alþýðunnar úti á landi? — Við höfum staðið fyrir fjölda sýninga úti á landi, bæði í félags- heimilunt og á vinnustöðum. Og með þessu nýja húsnæði okkar er málverka- geymslan komin i mjög gott horf og auðvelt að undirbúa sýningar til útsendingar. — Hvernig dreifist kostnaðurinn í þessu sambandi? — Safnið hefur greitt flutnings- kostnað myndanna á áfangastað og oftast sent mann til aðsetja upp sýning- una. Siðan stendur viðkomandi verka- lýðsfélag fyrir sýningunni, sér um fyggingar og greiðir flutningskostnað til baka. — Hvenær er áætlað að opna safnið almenningi? — Það verður vonandi á næstu vikum, en við erum ekki búnir að fast- setja daginn. Það hefur lengi staðið til að fyrsta sýningin hérna verði á verkum alþýðumálarans Gísla Jónssonar frá Hafnarfirði. :6'Oa8^VO^U — Hvernig hafið þið hugsað ykkur starfsemina í framtíðinni? Hvað myndlist snertir höfum við hugsað okkur að stefna að heildaryfir- litssýningu á verkum safnsins árlega eða svo en nota svo aftur myndir úr eigu safnsins til að fylla í temasýningar eða kynna einstaka málara í safninu. Við höfum nýlega eignast litskyggnukassa með segulbandi sem gefur stóraukna möguleika á kynningu og fræðslu. Einnig höfum við verið að gæla við þá hugmynd að skálinn verði rekinn i gallerisformi þannig að við getum boðið listamönnum upp á að sýna verk sin hér. En fyrst og fremst er stefnan að Lista- skálinn verði ekki eingöngu bundinn við Ragnar Jónsson ðsamt eiginkonu sinni, Björgu Ellingsen. Þorsteinn Jónsson forstöðumaður við Þingvailamynd eftir Kjarval sem Ragnar Jónsson fœrði safninu að gjöf á vigsludaginn. myndlist heldur fái hér og aðrar list- greinar inni, eins og t.d. leiklist. tónlist svo og Ijósmyndun, auk ýmiss konar fræðslustarfsemi. Við höfum ágæta kaffistofu sem ætti að lífga upp á staðinn. Við höfum hugsað okkur að Listaskálinn og Sögusafn verkalýðs- hreyfingarinnar. sem einnig er hér til húsa, geti staðið sameiginlega að ýmsum þáttum menningar- og fræðslustarfsemi og að ráðstefnur og fundir verkalýðs- félaganna geti farið hér fram. — Eru einhverjar áætlanir um eflingu safnsins? — Hingað til hefur það að mestu leyti byggst upp á gjöfum, þó höfum við reynt að standa nokkuð að listaverka- kaupum. Listaverkakaupasjóður hefur verið til i safninu um nokkurt skeið og við erum að reyna að efla hann þannig að það geti orðið fastur liður i starf seminni að kaupa nokkuð reglulega verk af Iistamönnum. — Er þetta safn eingöngu bundið við innlenda listamenn? — Nei, við höfum lika fengið að gjöf verk eftir erlenda listamenn og að sjálf- sögðu þiggjum við með þökkum allan þann stuðning sem við getum fengið til að gera safnið sem veglegast. En eins og ég minntist á áðan lítum við ekki eingöngu á Listaskálann sem mynd- listarsafn. heldur er stefnan að byggja i hann almennt upp sem vöggu menningar og fræðslu. Og við vonum að þessi menningarmiðstöð okkar geti orðið virk eign allra verkalýðsfélaga á landinu. JÞ Ljósm. Jim Smart 11. tbl. Víkan 41

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.