Vikan - 13.03.1980, Qupperneq 46
Framhaldssaga
hann og hann fann heitar varir hennar
þrýstastaðsínum.
Hann sneri sér einu sinni við, þar sem
hann stóð efst í stiganum uppi i flug-
vélina, og veifaði. þau veifuðu bæði á
móti.
Af öllum í heiminum voru þetta þær
tvær manneskjur sem skiptu hann
mestu máli.
Flugvélin hóf sig á loft og flaug i
hringi yfir Waverley. Það var undarlega
sársaukafullt að lita niður á fjöllin og
bæinn og hugsa til þess að á þessum
tima dagsins ætti hann að vera á leiðinni
í vinnuna.
En hann var ekki á leiðinni á skrif-
stofuna í þetta skiptið og kannski myndi
hann aldrei fara þangað aftur.
Hann var að fara til London; eina
staðarins sem hann hafði svarið að sjá
aldrei aftur.
Minningar hans um London voru
líkastar martröð. Það voru minningar
sem hann hafði reynt af fremsta megni
að grafa i gleymsku fyrir fullt og allt. En
stundum höfðu þær þó gert vart við sig
aftur og það var eins og martröð þar sem
honum fannst hann vera í óskaplegri
hættu.
Fyrir átta árum hafi hann dvalið
nokkrar vikur i London. Og þá hafði
hann verið heppinn. Hann gat ekki búist
við að heppnin myndi ætíð vera honum
hliðholl. í þetta skiptið gæti hann ekki
falið sig. í þetta skiptið varð hann aðeins
að taka því sem að höndum bar.
Þetta var langt, langt ferðalag. Peter
hafði blundað og millilent hafði verið i
Afríku og Róm. Að lokum var þó lent á
Heathrow-flugvelli.
Hann fann til óöryggis þar sem hann
elti hina farþegana i gegnum tollinn og
inn í komusalinn.
Einhvers staðar til hægri við sig sá
hann blossa bregða fyrir. Einhver fræg
persóna hlaut að hafa verið með vélinni,
hugsaði hann meðsjálfum sér.
Hann leit um öxl, en farþegarnir
streymdu fram hjá honum og heilsuðu
fólkinu sem komið var til að taka á móti
þeim. Enginn þeirra virtist vekja neina
sérstaka athygli.
En honum var nær að leita uppi dr.
Muir sem hafði lofað að taka á móti
honum, hugsaði Peter með sjálfum sér.
Það var ekki hlaupið að þvi fyrir ókunn-
uga menn að bera kennsl hvor á annan í
þessum mannfjölda.
Hann sneri sér við og gekk áfram.
„Hr. Peter Blake?” kallaði einhver
sem stóð til vinstri við hann. Um leið og
hann leit i áttina til hans kom einn
blossinn enn og þá skildi hann hvað var
á seyði.
Það var hann sem Ijósmyndararnir
voru aðelta!
Hann náði ekki lengra i hugsunum
sínum fyrr en hann var umkringdur
fréttamönnum.
„Hefur þú hitt Karen litlu áður?”
spurði Ijóshærð kona.
„Hvernig tilfinning er það að vera eini
maðurinn af sextíu þúsund sem getur
i leit að
liföjafa
hjálpað barninu?" spurði maður í regn-
kápu.
„Er þetta i fyrsta skipti sem þú ert í
London?”
Nú komu enn fleiri blossar.
Örvæntingin náði tökum á honum.
Hann vildi helst af öllu snúa við og
hlaupa. Honum skildist þó einhvern
veginn að það var hið eina sem hann
mátti ekki gera. Hann stóð því
hreyfingarlaus og leit af einu andlitinu á
annað.
Allt í einu var hann ekki lengur einn.
Roskinn maður í tvídfötum stóð við hlið
hans. Hann var með þykkt, grátt hár.
Hann lét sem hann sæi ekki Peter í
augnablikinu en sneri sér að fréttamönn-
unum.
„Góðan daginn. herrar minir og frúr.”
Hreimurinn var örlítið skoskur. „Við
kunnum vel að meta áhuga ykkar á
þessu máli. Já, þetta er hr. Blake frá
Astraliu. . . maðurinn sem mun bjarga
Karen. Við vitum ekki hve fljótt hann
mun hitta hana, sennilega eftir þrjá til
fjóra daga, en það þarf margt að gera
áður en það getur orðið."
Þau spurðu fleiri spurninga. Hann
svaraði þeim ánægjulega og glaðlega.
Nýkomin ensk húsgögn
mn
Hverfisqötu 76 — Sími 15102
Það var næstum eins og hann hefði
gaman af þessu, hugsaði Peter með
sjálfum sér.
Karen hafði það gott, sagði hann
þeim. Og á sjúkrahúsinu var vonast til
að aðgerðina mætti framkvæma eftir
u.þ.b. viku. Jú, það vantaði alltaf
gefendur á skrána þeirra á spitalanum.
„Og nú er ég viss um að þið munið
hafa okkur afsakaða. Hr. Blake mun
koma með mér beint á sjúkrahúsið. Við
eigum annasaman morgun fyrir
höndum.”
Peter til mikils léttis virtist þetta vera
afstaðið um leið og dr. Muir leiddi hann
út úr mannþrönginni. Enginn elti þá.
Eftir að þeir höfðu gengið stutta stund
nam roskni maðurinn staðar og tók þétt
i hönd Peters.
„Þú hefur sjálfsagt getið þér þess til
að ég er dr. Muir," sagði hann. „Og ég er
ánægður, mjög ánægður að hitta þig.
Varferðin þreytandi?”'
„Það var ekki sem verst. En ég er ekki
vanur að verða umkringdur af frétta-
mönnum.” Peter var meira brugðið en
hann vildi viðurkenna.
„Jæja, en þeir hafa starf sitt að rækja.
Og við getum heldur ekki komist af án
þeirra. Það eru blaðagreinarnar sem
útvega okkur flesta gefendurna á skrá."
Gáfuleg blá augu læknisins virtust
afla sér heilmikilla upplýsinga um Peter
aðeins með þvi að horfa á hann. „En þú
virðist vera þreyttur,” hélt hann áfram.
„Bíllinn minn er hérna inni í næstu
46 Vikan 11. ttol.