Vikan


Vikan - 13.03.1980, Page 47

Vikan - 13.03.1980, Page 47
byggingu og það bíður þægilegt herbergi eftir þér á sjúkrahúsinu." Þeir voru í þann veginn að halda áfram þegar dr. Muir lagði höndina á handlegg Peters. „Við erum ekki komnir i gegnum fréttamannahópinn ennþá." tautaði hann. „Þú ert dr. Muir, er það ekki?” Allt í einu stóð karlmaður fyrir framan þá. Hann var á svipuðum aldri og Peter, vel klæddur en kæruleysislegur og vingjarn- legur. „Ég er vinur Janet Collins, Chris Jennings frá PTV.” Hann brosti og tók i höndina á lækninum áður en hann sneri sér að Peter. „Velkominn til gamla Bretlands, hr. Blake!” Janet sagði mér hve þú kæmir langt að.” Peter tók I framrétta höndina. En hugur hans var víðsfjarri. Af illri nauðsyn byrjaði heili hans að vinna hraðar en nokkru sinni áður. Hann sá að kvikmyndatökumaðurinn var þama rétt hjá. Stór vélin hvíldi á öxl hans. Blaðaljósmyndarar voru nógu slæmir út af fyrir sig. En það var ekki líklegt að neinn myndi þekkja hann aftur af blaða- Ijósmyndum. Hann hafði breyst og sú breyting var ekki aðeins móður náttúru aðþakka. En um sjónvarpið gegndi öðru máli. Myndavélin myndi sýna hann. hreyf- ingar hans og kæki, göngulag og vaxtar- lag. Einhvers staðar langt í burtu myndi einhver sem einu sinni hafði þekkt hann sperra upp augun og segja: En. svei mér þá. ef þeila er ekki Michael Hodgson.' En hvað hann hafði hegðað sér kjána- lega! Hann hefði getað tekið það fram strax að hann vildi ekki koma fram opin- berlega á neinn hátt. Hann hefði getað sagt Janet Collins það strax í Waverley en honum hafði ekki dottið það í hug. Myndavélin var byrjuð að suða en sennilega hafði hún ekki verið í gangi nógu lengi til að neitt gagh væri að þvi fyrir þá. Ekki enn. Eftir að hann var búinn að heilsa Chris Jennings var hann búinn að taka ákvörðun. Hann gat ekki leyft þetta. „Okkur þætti vænt um að fá stutt viðtal, ef þú hefur ekkert á móti þvi,” sagði Jennings einmitt í þessu. „Aðeins örstutt viðtal?” Þeir vildu lika fá rödd hans. Það yrði til að koma alveg upp um hann. Hann var viss um að rödd hans hefði ekki breyst. Dr. Muir leit á Jennings og kinkaði kolli. „Við getum séð af tíu minútum. Hvaðfinnst þér, hr. Blake?” „Nei!" sagði Peter hörkulega. „Ég vil ekki taka þátt í neinum viðtölum. Ég vil ekki koma fram i sjónvarpinu." Hann hvorki afsakaði sig né útskýrði mál sitt nánar. Hann sá að mennirnir tveir litu hvor á annan. En það hafði engin áhrif á ákvörðun hans. Hann hefði átt að taka þetta fram fyrr, en það hafði hann ekki gert. Það var nógu slæmt svo að hann gerði þetta að skil- yrði frá og með þessari stundu. Rödd dr. Muir var róandi. „Hr. Blake," sagði hann, „við fáum ekki oft svona tækifæri. Þáttur hr. Jennings er mjög vinsæll. Hann gæti orðið til þess að við fengjum stóraukna hjálp í a.m.k. næstu sex mánuði." „Ég er kominn hingað til að hjálpa litlu stúlkunni." sagði Peter. Hann sagði þetta kæruleysislega, eins og þetta skipti hann ekki svo miklu máli þrátt fyrir allt. „Ég mun verða sjúkrahúsinu til ráðstöf- unar eins lengi og þörf krefur — með því skilyrði að ég þurfi ekki að koma fram i sjónvarpinu.” Það varð óþægileg þögn. Enginn hreyfði sig né taiaði. Að lokum andvarpaði dr. Muir. „Allt k í lagi, hr. Blake. Aðgerðin er það sem skiptir mestu máli.” Síðan sagði hann ákveðinn: „Þú verður að hafa okkur af- sakaða, hr. Jennings. Við verðum að koma okkur af stað til sjúkrahússins." Chris Jennings færði sig ekki um set. Hann starði á Peter. Peter mætti augnaráði hans. Hann hafði unnið og Chris Jennings frá PTV gat hoppað i Thames hans vegna. Ef einhverjum fannst hegðun hans undar- leg þá var ekkert við því að gera. Það var ekki um annað að ræða en að sætta sig við þá staðreynd að þessi Ástralíumaður væri ekki mikið fyrir að koma fram opinberlega. En hann vissi að hann myndi ekki gleyma þessum manni því að augnaráð Jennings gerði hann órólegan. Hann hafði búist við að maðurinn yrði ef til vill sár og reiður atvinnu sinnar vegna en hann sýndi þess engin merki. Peter gat aðeins séð örla fyrir áhuga í augum Jennings — og sá áhugi gat reynst honum hættulegur... Peter Blake elti dr. Muir og hann fann að hann hafði ákafan hjartslátt. Læknirinn stansaði fyrir utan. „Svo virðist sem þú hafir mikið á móti þvi að koma fram í sjónvarpi?” Rödd hans var vingjarnleg en neter vissi að hann hefði viljað getað nýtt þennan fjölmiði! vegna þess að það hefði getað hjálpað honum i starfi hans við að fá fólk til að bjóða fram hjálp sina. Hann þurfti á hjálp al- mennings að halda við þetta starf sitt. „Ég hata þess konar sýningar.” sagði Peter. Honum varð hugsað til sjónvarps fréttamannsins Chris Jennings og vingjamlegrar framkomu hans. Honum leið illa þegar hann minntist þess hve forvitinn fréttamaðurinn hafði orðið þegar hann hafði neitað. „Ég hefði sagt frá þvi fyrr ef ég hefði vitað um þetta." „Það er ekkert við því að gera.” Dr. Muir sneri sér við og benti á stóran bílskúr hinum megin við götuna. „Bíll- inn minn er þarna." sagði hann. Þeir gengu yfir götuna á milli bilanna og fimm mínútum seinna voru þeir á aðalbrautinni sem lá til London. Peter velti því fyrir sér hvort gamli maðurinn væri jafnundrandi yfir þessari hegðun hans. Hvað hugsaði dr. Muir? Hann gaf honum hornauga. Framhald í næsta blaði. II. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.