Vikan


Vikan - 13.03.1980, Page 51

Vikan - 13.03.1980, Page 51
Myndskreyting: Bjarni Daði Jónsson veit ég það fyrir víst, en það hygg ég að Jón Austmann sé kominn til helvítis!” Spurði Ragnheiður hann þá ekki frekar. En það sagði Jón öðrum að sér hefði þótt undarlega við bregða, að hann sæi þá bræður Halldórssonu, Bjarna og Einar, sitja allvesæla i herbergi því, sem Djáknastúka var kallað, og víst myndu þeir eigi heilir. En ekki gat hann þess við Ragnheiði. Og árin liðu. Er sagt að Halldór á Reynistað bæri sig miklu hörmulegar Ragnheiði. En engu að siður var hún full örvæntingar og sorgar, þótt hún bæri sig betur en maður hennar, því henni lá við að örvinglast svo iðraði hana þess að hafa sent Einar litla frá sér þótt hann hefði beðið hana, svona innilega um að vera hlift við ferð þessari. En vitanlega gat hana ekki grunað hvernig fara mundi. Það var nær aldamótum að Halldór Vidalin lést á Reynistað. Ragnheiður ekkja hans fékk þegar klausturumboðið og hélt það til dauðadags. Löngu síðar spurðist það að grasa- kona að sunnan fyndi lik Staðarbræðra. Og siðar varð það að Jón prestur Eiriksson að Brekku við Víðimýri reið suður til fylgdar Helga prófasti i Odda, sem siðar varð biskup. í för þessari fann Jón Eggert prest Bjarnason, sem þá sagði honum að beinin væru fundin og kvaðst mega á visa. En áður en Jón prestur, sem var mægður við Staðar- bræður, vitjaði beinanna, fann maður sá sem Brynjólfur hét frá Bjarnastaðahlíð i Skagafjarðardölum bein á grjótmel einum. Setti Brynjólfur þar upp merki og gat þess. Þá bjó að Sveinsstöðum í Tungusveit Jóhannes bóndi Jónsson frá Balaskarði. Hann lét þau Einar umboðsmann á Reynistað og Ragnheiði konu hans vita um beinafundinn, en þau báðu hann hljótt með að fara. Jóhannes reið síðan fjöllin og fann beinin að tilvisan Brynjólfs. Hutti hann þau í skinnbelgjum norður til Reynistaðar. Þau Einar sendu eftir Jósep lækni Skaptasyni vestur til Hnausa. Hann tom að skoða beinin og taldi þau af manni um tvítugsaldur og unglingi. Þóttust menn þá víst vita að þau myndu bein Staðarbræðra. Þau Einar létu smiða beinunum litla kistu og buðu til erfis nokkrum mönnum, eins og getið var í upphafi þessa máls, en fengu Halldór prófast í Glaumbæ til aðsyngja yfir þeim. Að bón Einars kvað einn erfisgesta um þessi atvik og er þar þessi visa: Eftirsextíuárogsex yfir þeim jarðarhaddur vex. Dálegt var þeirra aðdykja hel. dysjaðir fyrri á eyðimel. Mælt er að Bjarni hafi i þessu fræga ferðalagi verið klæddur grænum fötum og riðið bleikum hesti. Fólk af Reyni- staðarætt hefur tjáð mér að það hafi lengstum verið talið ólánsmerki að nokkur af ættinni væri skírður Bjarni, riði bleikum hesti eða klæddist grænum fötum. Þetta kemur glöggt i Ijós i frásögninni um Einar skáld Benediktsson, sem var þessarar ættar, í æviminningum séra Árna Þórarinssonar, en þar kemst höfundur m.a. svo að orði um Einar: ,.Það var um hann sagt til dæmis að hann hefði aldrei þorað að ganga í grænum fötum, sökum þess að við því hefði legið bann i ættinni síðan Bjarni Reynistaðarbróðir varð úti græn- klæddur á Kili. Indriði Einarsson sagði þá sögu að hann hefði eitt sinn hitt Einar á götu í nýjum fötum grænum. Kvaðst þá Indriði hafa sagt: „Heyrðu frændi. þú ert kominn i græn föt!" — „Nei, hver andskotinn!” svaraði Einar og flýtti sér heim. fleygði þar af sér fötunum og fór aldrei í þau framar. Þessir voveiflegu atburðir, sem hér hefur aðeins verið lauslega lýst, hafa löngum síðan orkað á ímyndunarafl skáldanna íslensku. En enginn þeirra hefur þó komist betur að orði en Jón prófessor Helgason þegar hann skrifaði: Liðið er hátt á aðra öld, enn mun þóreimtá Kili, þar sem i snjónum bræðra beið beisklegur aldurtili; skuggar lyftast og líða um hjarn líkteinsog mynd á þili; hleypur svo einn með hærusekk, hverfur i dimmu gili. * XX.tbl. Vikan Sl

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.