Vikan - 13.03.1980, Page 63
Pennavinir
Mari Holtct, Lyngaas, 2074 Eidsvoll
Verk, Norgc, er 30 ára gömul, gift og 3
barna móðir, Hún óskar eftir íslenskum
pennavinum og áhugamál hennar eru
m.a. börn, handavinna, bréfaskriftir og
margt fleira.
Jón Ragnarsson, Stckkjargötu 7, 410
Hnifsdal, óskar eftir að skrifast á við
stráka á aldrinum 11-13 ára. Áhugamál
hans eru ýmisleg og hann svarar öllum
bréfum.
Karl R. Womarck, 15310 La Jolla Lane,
Houston, Tcxas, USA 77060 er 38 ára
og hefur mikinn áhuga á að eignast
islenska pennavini. Áhugamál hans eru
m.a. bréfaskriftir.
Jóhanna Sigríður Rögnvaldsdóttir,
Hlíðargötu 22, 750 Fáskrúðsfirði, hefur
áhuga á að skrifast á við stelpur og
stráka á aldrinum 13-15 ára. Hún er sjálf
13 ára. Áhugamál hennar eru ýmisleg.
Elsa Opsahlscter, N-2270, Flisa, Norge,
er gift og 3 barna móðir. Hún hefur
mikinn áhuga á að eignast islenska
pennavini á öilum aidri. Áhugamál
hennar eru m.a. bréfaskriftir, handa-
vinna, bækur. tónlist. garðyrkja og póst-
kort.
Torbjörg Pedersen, Grunnvaag, 9072
Birtavarre, Norge, er tæplega 16 ára og
óskar eftir að komast i bréfasamband við
íslenska stráka og stelpur frá 15 ára
aldri. Áhugamál hennar eru popp. dans,
dýrogmargt fleira.
Sigríður Björnsdóttir, Stokkhólma,
Akrahreppi, Skag., 560 Varmahlíð,
óskar eftir að skrifast á við stelpur og
stráka á aldrinum 16-18 ára. Hún er sjálf
17 ára. Áhugamál eru dýr, bækur og
margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef
hægt er og hún svarar öllum bréfum.
Torunn Rudberg, Kirkeveien, 9080
Storslett, Norge, er 13 ára og óskar eftir
að eignast islenska pennavini.
Áhugamál hennar eru tónlist. íþróttir.
hestar, lestur o.m.fl.
Britt Pedersen, Grunnvaag, 9072
Birtavarre, Norge, er 12 ára og hefur
áhuga á að eignast íslenskar penna
vinkonur á aldrinum 12-14 ára.
Áhugamál hennar eru popp. iþróttir. dýr
og margt fleira.
Ævar Ólafsson, Hamraborg 8, 200
Kópavogi, hefur áhuga á að skrifast á
við stulkur, 18 ára og eldri. með kynni I
huga.
Maria Lovise Risnes-Fotland, N-4389
Vikesaa, Norge, er 24 ára gömul og
hefur áhuga á að komast i bréfasamband
við Íslendinga á aldrinum 20-25 ára.
Áhugamál hennar eru tungumál. bréfa-
skriftir. handavinna. ferðalög. kristin
fræði. matartilbúningur og margt fleira.
Guðrún Bennv Finnbogadóttir,
Holtabrún 21, 415 Bolungarvík,
óskar eftir pennavinum á aldrinum 9-11
ára. Hún er sjálf 9 ára. Áhugamál
hennar eru iþróttir, hestar og margt
fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Hún svarar öllum bréfum.
Frla Alfreðsdóttir, Garðshrún 4, 780
llöfn, Hornafirði, óskar eftir að skrifast
á við stelpur og stráka á aldrinum 13-15
ára. Hún er 14 ára. Áhugamál hennar
eru margvisleg og hún svarar öllum
bréfum. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt
er.
Knut G. Nomeland, Nordbö, N-4690
Valle, Norge, er 30 ára gamall sjúkra-
þjálfari og óskar eftir að eignast íslenska
pennavini sem hafa áhuga á frímerkjum.
May Hélen Findahl, Jutulvn. 90, 2074
Eidsvoll Verk, Norge, er 35 ára gömul
og óskar eftir að eignast íslenska penna
vini. Áhugamál hennareru börn, tungu
mál, sálfræði, lestur. tónlist og margt
fleira.
Ingunn Sand, St. Daalsgt. 6, 6000
Álesund, Norge, er 31 árs gömul bg
óskar eftir aðeignast íslenska pennavini.
Áhugamál hennar eru rósamálun.
postulínsmálun, krossgátur, dýr, leikhús
og margt fleira.
... hann bað mig svo að kalla sig pabba!
Komdu sæll, elsku Póstur!
Mér finnst þú gefa ágœt svör. Ég er áskrifandi aö
Vikunni og finnsl hún gott blað. En snúum okkur nú að
erindinu:
Þannig er mál með vexti að ég var hriftn af manni sem er
orðinn ... gamall. Hann var líka hriftnn af mér og þótt
hann sé . . . árum eldri en ég þá skipli engu máli með aldur-
inn. Ég er . . . ára. Hann lílur mjög vel út, virðist 10 árum
yngri en hann er og er ekki kominn með neinn skalla
ennþá.
Fyrir ári kom ég með hann heim til mömmu sem sér ekki
sólina fyrir honum núna. Mamma er skilin og ég er einka-
barn. Þau eru saman núna og mamma á von á barni
bráðlega. Hann sagði mömmu að við hefðum aldrei verið
saman, bara góðir vinir. Ég reyndi að segja mömmu að
hann hefði verið með mér — en ég gat það ekki. Og ég
hugsaði með sjálfri mér, fyrst er hann með mér og svo
ræðst hann á móðurina og gerir hana ófríska.
Hann bað mig í guðanna bænum að segja engum frá því
að við hefðum verið saman og svo bað hann mig að kalla
sig bara pabba! En ég hélt nú síður. Þótl ég haft aldrei séð
pabba minn ætla ég ekki að kalla fyrirverandi elskhuga
minn pabba. Svo sagði hann að ég væri allt of ung og
óþroskuð fyrir hann og hann gæli verið pabbi minn.
Ég sagði honum að ég væri ekkerl barn lengur og að ég
væri hætl að þroskasl líkamlega. Hann segir að ég sé barn
núna en hér áður sagði hann að aldurinn skipti engu máli
ef fólk elskaði hvort annað og að ég væri ekkerl barn
lengur.
Hvað ftnnsl þér, Póstur kær? Heldurðu að hann segi
þella bara af því að hann er hálfgiftur mömmu? Hann er
mjög heiðarlegur og almennilegur maður.
Geturðu nokkuð hjálpað, Póstur minn? Á ég að gleyma
þessu, sem gerðist áður með okkur? Á ég kannski að segja
mömmu frá því að ég haft verið með honum og að hann
haft farið upp á mig? Á ég að vera svo óheiðarleg?
Ég vona bara að Helga sé búin að borða. Hérna, gefðu
henni eldspýtuna á meðan hún fer yftr bréftð mitt.
Takk fyrir birlinguna.
Ein heiðarleg
Það er varla um nema einn möguleika að ræða úr því sem
komið er — flyttu að heiman. Þú ert komin á þann aldur að
geta staðið á eigin fótum og ert á allan máta sjálfráð gerða
þinna. Það segir sig sjálft að þú getur ekki áfram búið með
móður þinni og þessum fyrrverandi „vini” þínum, slíkt yrði
hvorki þér né þeim til nokkurs góðs. Hins vegar er orðið
nokkuð seint fyrir þig að segja móður þinni sannleikann um
fyrra samband þitt við manninn, það gæti einungis orðið
ykkur báðum til tjóns. Farðu samt alls ekki að heiman í
vonsku, heldur útskýrðu fyrir móður þinni þörfina á því að þú
standir á eigin fótum í lífinu og þú getir eftir sem áður
heimsótt hana. Það er skiljanlegt að þér muni seint finnast
maðurinn „pabbi” þinn, en þú segir sjálf að hann sé heiðar-
legur'cig almennilegur maður og þótt hann hafi þarna ekki
valdið atburðarásinni er ekki þar með sagt að hann geti ekki
orðið móður þinni ágætis lífsförunautur. Þeirra hamingja er
að mestu leyti komin undir því sem þú aðhefst í þessu máli.
Gerðu allt sem þú getur til þess að valda henni ekki sárindum
því hún hefur eflaust um nóg að hugsa. Þú ert einkabarn
hennar í öli þessi ár og þar af leiðandi ber hún til þín sterkar
tilfinningar sem geta orðið fyrir miklum skakkaföllum þegar
um svona viðkvæmt mál er að ræða.
Tíminn læknar öll sár og svo verður einnig í þessu tilviki.
Þú ert ennþá ung og átt eftir að kynnast lífinu frá fleiri en
einni hlið. Þessi maður er ekki eini karlmaðurinn í heiminum
og þegar þú hefur losnað aðeins frá heimilinu líturðu liðna
atburði öðrum augum en áður. Að vísu er sannleikurinn yfir-
leitt sagna bestur en í ykkar tilviki á líklega betur við máltækið
gamla að oft má satt kyrrt liggja.
11 tbl. Vikan 63