Vikan


Vikan - 29.05.1980, Page 28

Vikan - 29.05.1980, Page 28
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Aiuistyggilegustu matstofur landsins eru við þjóðveginn. Viðast hvar er þar hægt að fá ótrúlega vondan mat fyrir ótrúlega hátt verð. Tilvera þeirra virðist byggjast á glorsoltnum ferðamönnum, sem eiga ekki i annað hús að venda. Af þjóðvegarstöðum hefur Staðar- skáli i Hrútafirði einna best orð á sér. Hann er sagður eina matreiðsluvinin frá Akranesi til Akureyrar. Hann er líka opinn árið um kring og sleikir ekki bara rjómann af hávertíðinni. Staðarskáli er rúmgóður og snyrti- legur. Hann er ekki óþægilega annríkis- legur. Teppi á gólfi dregur úr hávaða. Borð og stólar eru skemmtileg og laus við að vera þreytuleg. Reynt er að hýrga staðinn með blómum og misheppnuðu rauðu og grænu veggfóðri. Ferðamenn geta þvi hvílt sig í Staðar skála I sæmilega rólegu umhverfi. Hitt er undarlegra, að svona fjölsóttur staður með mikla bensínsölu skyldi ekki geta útvegað loft í bíldekk. Enn fráleitara er. að sælgætissölustúlka þurfi að hafa sigurhrós í röddinni, þegar hún lilkynnir bensinkaupanda, að ekki sé hægt að fá þetta loft. Einkenni matreiðslunnar í Staðar- skála var skipulögð eyðilegging alls matar með fruntalegri ofnotkun á salti. Annað einkenni er, að enginn matur Boröað salt á nor Einkunnir nokkurra veitingahúsa Marg Loft- Stillholt Staðarskáli feldi Saga leiðir Holt Naust Hornið Laugaás Versalir (Akranesi) Hótel KEA (Hrútafirðil Matur X5 8 6 9 4 6 7 7 7 7 4 Þjónusta X2 9 6 7 9 8 6 8 6 7 X Vinlisti XI 6 6 6 4 X X 7 X 3 X Umhverfi X2 7 7 7 9 8 7 8 8 7 6 Samtals XIO 78 62 79 60 62 61 74 63 66 32 Vegin meðaleinkunn Meðalverðaðal- oo 6 oo 6 6 6 7 6 7 3 rétta I krónum: 8.500 8.300 8.100 8.000 3.600 3.600 6.900 4.100 6.600 4.900 ' Viö emm heppnir, sitjum hór þrátt fyrir allt og veiöuml 28 Vlkan 22. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.