Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 4
i
Vikan kynnir
Smáfólkið vill oft gleymast
þegar tíska líðandi stundar er í
brennideplinum, en barnaföt
breytast nokkuð ört líkt og
annað sem tískunni tengist. Nú
þykir ekki lengur við hæfi að
klœða börn í viðhafnarmikinn
fatnað, sem heftir athafnir
þeirra í leik og starfi. A/lt á að
vera sem allra þœgilegast,
ekkert má þrengja að eða
stinga viðkvœmt hörund.
Flestir framleiðendur reyna að
hafa heill forsjármanna barn-
anna einnig í huga og því eru
flest efni þannig úr garði gerð
að þau þola þvottavélar og
þurrkara án nokkurra breyt-
inga.
Verslunin Bangsi á Klappar-
stígnum (reyndar númeruð við
Laugaveginn) sýnir okkur fram-
leiðslu sœnska fyrirtœkisins
Fix. Öll fötin eru úr hómull og
aðaláherslan lögð á að börn-
unum líði sem allra best í þeim.
Allt má þvo í þvottavél og
hverri einustu flík fylgja
nák vœmar þ vottaleiðbeiningar.
Yfirleitt er straujárnið ekki
notað á fötin eftir þvott.
Litirnir eru skœrir og léttir,
sniðin fiölbreytt og stœrðirnar
henta smáfólki frá fœðingu og
allt að tólf ára aldri. Fyrir-
sæturnar heita að þessu sinni
Birna Rut Jóhannsdóttir, Haf
steinn Þór Harðarson, Ólafur
Egill Egilsson, Gunnlaugur
Egilsson, Jóna Halldórsdóttir,
Iðunn Ómarsdóttir og Bríet
Ósk Birgisdóttir.
haj og H.S.
4 Vikan 33. tbl.
Samvinnan gangur fyrir.
Hann ar i buxum sam
kosta 6.600, Jakka á 11.200
og i payau á 7.700.
Hún ar f smakkbuxum,
varSU ar frá 12.600 og
upp i 14.600, bol
á 3.000 og mafl
húfu sam kostar 3.900
krónur.
Fremstur stendur litill maflur
f buxum sem kosta 8.000
og i bol á 3.500. Tiskudrós-
irnar eru svo í kjól á 11.600
og i peysu ó 6.900 og
buxum sem kosta 14.100
krónur.