Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 31

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 31
Bakstur Hér á Vikunni höfum við haft þann ágæta sið að gefa út eitt svokallað köku- blað. Það hefur komið út í desember og hefur frætt lesendur um ýmislegt sem viðkemur hinum árlega jólabakstri. Hér áður fyrr þótti vafasamt að halda jól án jjess að hafa að minnsta kosti allt að tuttugu smákökutegundir tilbúnar fyrir hátíðina og allar sómakærar húsmæður höfðu þann sið að baka alls kyns stríðs- tertur fyrir önnur tækifæri. svo sem afmæli, fermingar, brúðkaup og skirnir. En flest heimili höfðu svo til hvers- dagsnota alls kyns brauð og kökur til að gripa i fyrir heimilis- fólkið. Með aukinni þekkingu á næringargildi hinna ýmsu fæðutegunda hafa viðhorfin breyst og striðstertumar eru á hröðu undanhaldi. Aukin útivinna kvenna hefur svo dregið úr öllum þessum bakstri og nú eru margir sem baka aðeins einu sinni á ári og jafnvel ekki einu sinni það. En baksturinn þarf ekki að taka svo langan tima ef rétt er að staðið og þarfagripurinn frystikista getur einmitt geynú ómældan hlaða af Ijúf fengu heimabökuðu brauði til að nota síðar. Síðari hluta sumars eða á haustin er tilvalið að baka brauðhlaða i kistuna samhliða sláturgerð og sultun ýmiss konar og gevma til vetrarins. Vikufólk bretti upp ermarnar á dögunum og hófst handa við brauð- bakstur mikinn til að sannreyna fyrir lesendur hvað þarf til slíkra hluta. Þar höfðum við ekki sist i huga að reyna hinn varasama gerbakstur, sem margir forðast eins og heitan eldinn. Orðið eitt hræðir marga frá því að reyna og svo sorgarsögur af misheppnuðum tilraun- um til gerbaksturs. Þar er margs að gæta, en galdurinn er talsvert auðveldari þegar hafist er handa en virðist i upphafi. Gerbaksturinn reyndist ekki meira vandamál en svo að tveir blaðamenn með enga reynslu i slikum málum (eða bakstri almenntl komust klakklaust i gegnum flestar hindranir og úr varð heilmikill hlaði af glæstum brauðum. Tilraunin tók reyndar einn heilan vinnudag frá átta til fimm en afraksturinn ætti að nægja meðalheimili talsvert lengi. Uppistaðan i gerbakstrinum var raun- verulega ekki nema þrjú aðaldeig. sem síðan var unnið úr á ýmsa vegu. Gerdeig er býsna skemmtilegt hráefni, sem móta má á ýmsa vegu. minnir um margt á Barbapapafjölskylduna vinsælu, og þar er óhætt að láta hugarflugið ráða ferðinni. Deigið má flétta eins og mannshár. binda á það rembihnúta og svo móta i alls kyns glæsibrauð. Og ekki má gleyma VIKUUMSLÖGUNUM. sem reyndust sérlega bragðgóð og eru einmitt hentug þegar von er á gestum að kvöldi. Deigið má útbúa fyrr um daginn, setja i það fyllinguna og baka síðan þegar gestirnir birtast í dyrunum. Með þessu bökuðum við tvær uppskriftir, þar sem ekki er notað lifandi ger heldur lyftiduft og það er ágætt að hafa slíkt brauð til þess að setja i ofninn milli þess sem deigið er að lyfta sér. Bananabrauðið og döðlubrauðið notuð- um við í þeim tilgangi og benda má á að bananar, sem eru að byrja að skemmast eru ágætir í bananabrauð. Ef mikið er til af skemmdum banönum má setja hlaðann beint i frystinn. Banana- birgðirnar er sent sagt lika hægt' að gjörnýta! Uppskriftir að brauðunum, ásamt hollráðum við gerbakstur er að finna á næstu opnum og með fljóta uppskriftir úr ýmsum áttum, sem eru ekki siðri en þær sem við reyndum i þetta sinnið. Kryddbrauðið er til dæmis fljótlegt og gott þegar óvænt birtast gestir og „ekkert er til með kaffinu” og soðna brauðið. sem ættað er úr Þingeyjar- sýslum, er steikt með hinum venjulega kleinubakstri. Það er skemmtileg tílbreyting og er ýmist snætt á sama máta og kleinur, smurt með smjöri eða haft með ýmsu áleggi. En hér kennir ýmissa grasa og nú er það ykkar, ágætu lesendur, að bretta upp ermarnar og taka til óspilltra málanna! baj og H.S. Hollráð frá hinum og þessum: EIGINLEIKAR PRESSUGERSINS: Pressuger er svipað kitti að sjá, rakt og hefur mjög sórstæða lykt, næstum súra. Gerið má geyma i nokkra mánuði i vel köidum isskáp og það geymist lika vel i frysti. Þurrger er hins vegar annaðhvort pressað i töfluform eða líkt og grjón og nefnist þá perluger. Ef bakað er úr perlugeri þarf talsvert minna magn en af pressugeri. Súr- deig er svo rúgmjöl og vatn, sem er iátið súrna og það er aðeins notað í rúgbrauð. LYFTING Allar fyrrnefndar gertegundir lyfta sér lifrænt og lyftast af kolsýrulofti, sem gerjunarsveppir gersins mynda. Bæði getur verið um kalda lyftingu að ræða, þá er notaður kaldur vökvi til að væta í deiginu og lyftingin tekur um það bil tólf tima og svo heit lyfting, sem tekur um hálftíma og upp i klukku- stund. Hér í uppskriftunum er miðað við heita lyftingu og þá verður vökvinn, sem vætt er i með að vera volgur, 37-40°. Ef vökvinn er of heitur drepur það gerilinn og baksturinn misheppnast. Handar- bakið eða púlsinn er nokkuð öruggt mælitæki, látið dropa af vökvanum falla á og ef enginn hitamunur finnst er réttu hitastigi náð. Deigið hefur lyft sér þegar það er orðið helmingi stærra en i upphafi.Einnig má gera litla holu i deigið og stinga inn brennandi eld- spýtu. Slokkni á eldspýtunni er deigið tilbúið. Eftir að deigið hefur lyfst um helming þarf gerillinn að fá nýtt ferskt loft til að geta haldið áfram að þrifast. Þvi þarf að hnoða deigið aftur eða slá saman svo það verði jafnt og loftið endurnýist. Ef deigið gerjast of lengi getur það fallið saman og því þarf að hnoða það upp með ákveðnu millibili, má gerjast tvisvar til þrisvar sinnum. Látið 30 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.