Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 8

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 8
Frósögn „SEX ÁR í SPILAVÍTUM" Eg var ósköp mikill græningi og granda- laus þegar ég ákvað árið 1972 að gerast innflytjandi til Ródesíu. Ég var aðeins 21 árs og vissi svo til ekkert um landið. Fjárráðin voru naum og ég lét meðal annars teljast til að freista gæfunnar vegna þess að ródesísk stjómvöld endur greiddu innflytjendum fargjaldið frá heintalandinu. Við fórum tvö saman, ég og islenskur strákur, og hann var ekki betur að sér en ég. Okkar leiðir skildu fljótlega en strax á flugvellinum i höfuðborginni, Salis- bury, komumst við að því hve litið við vissum um Ródesiu. Við vissum ekkert um boð og bönn i landinu. Á flugvellinum var farangurinn tekinn til skoðunar og við sýndum allt með glöðu geði, þar á meðal bandariska timaritið Playboy. Þaðhefðum viðhetur látiðógcrt. Mayboy ritið var tekið al' okkur og gert upptækt. Það þótti nefnilega allt ol' frjálslynt i kynferðismálum. miðað við smekk stjórnvalda I Ródesiu. Siðferðis- reglur þar I landi eiga meðal annars upptök i kalvínskri trú sem er kunn fyrir ofstæki ogeinstrenging. Ríkislögreglan í Ródesiu tók okkur á skrá þarna á flugvellinum, bara vegna þess að við höfðum Playboy með i farangrinum. Síðar meir komst ég smám saman að því hversu umfangsmikið lögregluríki Ródesia var i raun. Það var því ekki beint efnilegt að lenda strax á skrá hjá lögreglunni. Fyrst settist ég að i Victoria Falls sem er þorp á miðjum vesturlandamærum Ródesíu. Þar vann ég við gestamóttöku á hóteli i þorpinu. Ég átti erfitt með tungumálið I byrjun en tókst að bjarga mér með því að benda og sýna. Verstu hótelgestirnir voru búarnir frá Suður-Afriku. Þeir vildu til dæmis helst ekki skrifa nafnið sitt i gestabókina. Ég fékk skammir af ýmsu tagi fyrir að biðja um undirskriftina. Ég man eftir einum sem varð svo uppsigað við mig að hann hótaði að gefa mér einn vel útilátinn á hann fyrir að biðja hann að skrifa sig i gestabókina! En margir voru almennilegir og oft var ég spurð hvaðan ég væri. Fólk vissi skelfing lítið um lsland, nema að þar væri kalt I veðri. Ein kona hélt meira að segja að það væri einhvers staðar I Suður-Afriku. Fyrst i stað svaraði ég spurningum um uppruna minn samviskusamlega. En svo fór ég að skemmta mér við að snúa út úr. Einum sagði ég að ég hefði komið á kajak til Ródesíu, og hann trúði því. Og ef menn töldu að á tslandi byggju aðeins eskimóar þá játti ég þvi. Ég sagði að við byggjum I snjóhúsum og sjálf hefði ég alist upp i þriggja hæða snjóhúsi sent i var lyfta. Lærði að vinna í spilavítum t desember I972fórégað leita mérað nýrri atvinnu. Ég hafði séð auglýsingu I dagblaði þar sem óskað var eftir starfs- fólki í spilavjti. 1 boði voru laun á meðan þjálfun stæði yfir. auk ókeypis fæðis og húsnæðis. Mér leist ágætlega á þetta atvinnu- tilboð og ferðaðist þvi frá Victoria Falls til höfuðborgarinnar, Salisbury, en þangað áttu umsækjendur að koma til viðtals. En hjá fyrirtækinu Southern Sun komst ég að raun um að einungis var óskaðeftir hvítum Ródesiubúum. Ég gafst ekki upp við svo búið þvi að ég þekkti mann sem ég vissi að var vel kynntur hjá Southern Sun. Ég bað hann að skrifa þeim bréf, sem hann gerði. og ég var ráðin. Karriba-stöðuvatnið er inni í miðju landi i Ródesíu. Við þaðstcndur hótelið Lake View Inn og þangað var ég send i þjálfun. Ég bjó þar i sex vikur og lærði flest sem kvenkyns starfsmenn spilavita mega læra. Frönsk rúlletta er samkvæmt hefð aðeins starfrækt af karlmönnum. Sama gildir um þá sem stjórna óaccaraí-spilinu (öðru nafni punto-banco) og ég hafði ekkert með póker-spil að gera. Ég lærði að stjórna ameriskri rúlletlu en hún er frábrugðin þeirri frönsku að þvi leyti að vinningsmöguleikar eru heldur nieiri vegna þess að núllið er eitt i stað tveggja i þeirri frönsku. Sú ameríska gengur líka hraðar fyrir sig. (einnig nefnt”21”) Auk þess lærði ég á Wack/acA'-spilið og chemin í/c/erspiliö. Fyrst og fremst var okkur kennt að sjá út svindltilraunir sem sumir gestir i spilavitum reyna og hefur margt verið upphugsað í þeim efnum. Oft reyna gestir að svindla með þvi að biða þar til rúllettukúlan hefur stöðvast á einhverri af tölunum 1 til 36. Þá reyna menn að lauma á borðið spiiapeningum á töluna sem upp er komin á þvi sekúndubroti sem stjórnandinn horfir á kúluna. Okkur var því kennt að leggja á minnið allt spilafé sem hafði verið lagt undir áður en við gáfum til kynna að hætt yrði að taka við veðmálum. Auðvitað áttum við að reyna til þrautar að koma á kurteislegan hátt i veg fyrir svindl. Ég þurfti i starfinu oft að benda fólki á að það hefði lagt peninga undir of seint, að þetta væri „late bet”. Reyndar fannst sumum ég gerast fullfrökk þegar ég danglaði á fingurna á þeim sem voru að reyna að lauma peningum á borðið. I Lake View Inn voru kvenfólkinu lagðar lífsreglur i sambandi við útlit og framkomu. Haldin voru sérstök nám- skeið um það hvernig við áttum að snyrta okkur, andlit, hendur, hár, og svo framvegis. Spilavítið lagði til fatnaðinn. flegna kjóla, sem ekki eru skemmtileg- ustu flíkur til aðganga i. Rík áhersla var lögð á að við sýndum spilamönnum fyllstu kurteisi. Viðáttum að brosa okkar bliðasta og segja til dæmis „gjörið svo vel herra minn, þessa upphæð hafið þér unnið.” Það má kannski orða þessar tilfæringar allar þannig að maður seldi sig, nema að það varborðá milli. Frú Coolson með gullbudduna Einstaka sinnum fengu yfirgangs- samir gestir spilavitisins makleg mála- gjöld. eins og „frú Coolson með gull- budduna” sem sótti spilavitið í Victoria Falls þar sem ég vann fyrst. 1 rúllettu kemur það stundum fyrir að kúlan lendir á tölu nálægt þeirri sem siðast kom upp. Liklega stafar þetta af þvi að maður notar alltaf sömu hand tökin. Rúllettuhjólinu er snúið í eina átt og svo spinnur maður kúlunni á móti snúningi hjólsins. Eitt sinn kom núllið upp með stuttum millibilum hjá mér. Frú Coolson var stödd þarna, hávær og leiðinleg eins og endranær. Buddan hennar virtist botnlaus, hún veðjaði hundruðum dollara, þess vegna kölluðum við liana „frú Coolson meðgullbudduna.” Hún veðjaði fyrst á núllið og tölurnar næstar því. Ekki vann hún neitt. svo að hún hætti að leggja undir á núllið og valdi aðrar tölur. Svo kom núllið upp og kerlingin varðspólvitlaus. Ég var orðin dálitið taugatrekkt á látunum í henni. Næst þegar ég sneri rúllettuhjólinu spann ég kúlunni óvart einum of kröftuglega á móti snúningi hjólsins. Kúlan hentist á loft og lenti beint i annað auga frú Coolson og datt þaðan beint ofan í glasið hennar. Hinir gestirnir skellihlógu en frú Coolson hótaði mér málsókn sem ekkert varð úr. En ekki spilaði hún meira það kvöldið. Strangar reglur gilda um hverja tegund af spili í spilavitinu. Bæði starfs- fólk og gestir verða að fara eftir þeim til að öruggt sé að enginn svindli. Til 8 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.