Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 62

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 62
Pósturinn Að velja nöfn Kæri Póstur! Hvað á ég að vera þung ef ég er 154 cm á hæð og frekar grönn? Hvernig velur þú þau nöfn og bréf sem þú birtir? Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Ein há og grönn. P.S. Helga má eiga afganginn af blaðinu. Hæfileg þyngd fyrir þig er á bilinu 47 kíló og jafnvel upp í 50. Nöfn eru alls ekki valin til birtingar en bréfin er reynt að velja eftir efninu þannig að stærri vandamálin gangi fyrir öðrum. Helga er í sumarfríi og er væntanleg aftur í lok ágúst. Enskunámskeið í London Kæri Póstur. Við erum hér tvær sem vonum að Helga sé södd. Okkur langar til að spyrja þig um enskunámskeið í London. Við vitum að það er þrjá mánuði á sumrin en við höfum áhuga á að fara að vetri til. Eru námskeið á veturna. og þá hvenær? ... ... Joka og Lmda Ferðaskrifstofurnar hafa verið með málanámskeið og Ferða- skrifstofan Útsýn er með ensku- námskeið allt árið. Allar nánari upplýsingar fáið þið í síma henn- ar á ferðaskrifstofunni sem er 26611. Mitt vandamál er stórt Kæri Póstur! Þú verður að hjálpa mér því mitt vandamál er mjög stórt. Þannig er mál með vexti að ég er frekar myndarleg stelpa, eða svo er mér sagt, og strákarnir segja að ég sé ofsa skvísa. Eg klæði mig alltaf eftir nýjustu tísku. Ég er einnig byrjuð að mála mig að staðaldri og ég hef alveg efni á þessu því ég fæ vasapeninga reglulega einu sinni í viku. Eg er líka byrjuð að reykja og svo hef ég dottið nokkrum sinnum í það. Og þá er komið að vandamálinu. Þannig er að þrátt fyrir þetta allt líta strákarnir ekki við mér. Ég á marga stráka fyrir vini en enn er það ekkert meira en það. Allar vinkonur mínar hafa einhvern tímann verið með strákum og hafa lýst því fyrir mér. Og ég bara hreinlega skil ekki af hverju þeir líta ekki við mér. Dettur þér nokkuð í hug hvað það er við migsem strákunum líst ekki á? Ef svo er svaraðu þessu bréfi því annars veit ég ekki hvað ég geri. Ef þú svarar ekki bréfinu enda ég líklega sem götumella eða eitthvað álíka. í von um svar með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Ein af Skaganum sem er í skærgrænum buxum, bleikum bol, fjólubláum skóm með gult veski og stendur alltaf í Huldarskotinu. P.S.: Heldurðu að það gæti verið út af því að ég er svo ofsalega hjólbeinótt? Flest milji himins og jarðar 777 hr. Póstsins. Ég vil taka fram að ég tel Póstinn vera karlkynsorð en það er ekki þar með sagt að Pósturinn sé karlkyns. Ég vil biðja þig eindregið um að svara eftirfarandi spurningum: 1. Hvar get ég keypt fyrsta flokk (þ.e. 25 bækur) úr bókunum Sígildar skemmtisögur, öðru nafni Sögusafn heim- ilanna, og hvað mun það kosta? 2. Hvar get ég keypt alla bókaseríuna um Percy hinn ósigrandi og hvað mun hún kosta? 3. Eru til einhverjar sérstakar kalktöfur sem maður tekur inn til að neglurnar klofni ekki? 4. Er Ijóshœrt fólk lengur að verða hörundsdökkt en dökkhært fólk? 5. Gagnar eitthvað að fara í háfjallasól (lampa) bæði til að verða brúnn . . . og minnka bólurnar? P.S. Ég les þetta blað alltaf þegar ég kemst í tæri við það og fmnst það mjög gott. Meðfyrirfram þökk, Póstursæll. Ungfrú lestrarhestur. í Bókabúð Máls og menningar á Laugaveginum fást bækur í bókaflokknum Sígildar skemmtisögur. Þær eru ekki allar tjl — en fáanlegar bækur þar kosta á bilinu 4.000-7.000 krónur. Á fornbókasölum má oft fá þær sem vantar hjá bóksölunum. Gamla útgáfan af Percy hinum ósigrandi mun uppseld hjá bóksölum en fáanleg í fornbókaverslunum af og til. Það væri til dæmis athugandi að hafa samband við Fornbókaverslun Kr. Kristjánssonar, Hverfisgötu 26 i Reykjavík, sími 14179. Þar skaltu hafa samband við Egil Bjarnason. Ef þú hefur frekar áhuga á nýjum eintökum er vænlegast að hafa samband við Bókamiðstöðina, Laugavegi 29, Reykjavík, sími 26050. Þar á Heimir Jóhannsson að vita allt um hugsanlega endurútgáfu. Kalktöflur til hjálpar klofnum nöglum færðu í næstu lyfja- búð og lyfseðill er ekki nauðsynlegur. Ljóshærðir verða yfir- leitt síður mjög dökkir á hörund en þeir sem dökkhærðir eru. Það kemur til af litarhættinum sem oftast er talsvert ljósari hjá þeim ljóshærðu. Einnig vill húðin verða gulbrúnni við mikla sóldýrkun. Háfjallasól er holl húðinni og þeir sem slíkt stunda taka betur lit en aðrir. Að auki er talið að bæði gufu- böð og ljósanotkun veiti mikla hjálp í baráttunni við bólurnar. Pósturinn þakkar hlý orð í garð blaðsins og honum stendur nákvæmlega á sama um hvort hann er ávarpaður herra, frú eða eitthvað allt annað, svo framarlega sem kurteislega er að orði komist. 6zVikan33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.