Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 25

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 25
í nógrenni minja fornaldar: Cannavota -Séð frá hœðinni Capitolum yfir Forum Romanum. Colosseum sést aftast til Þetta er veitingastofan Cannavota, sem sagt er frá í greininni. (Ljósm. KH). vinstri. Cannavota heitir „verdure”, en viðast hvar annars staðar „contorni”. Svo koma ostarnir „formaggi”, isarnir og terturnar „dolci" og ávextirnir „frutti". ítalir borða mikið. Þeim finnst ekkert mál að borða forrétt, hveitidrull, aðal- rétt með grænmeti, eftirrétt og heilflösku af víni, bæði í hádegi og aði kvöldi. Stundum sleppa þeir forrétt- inum, stundum aðalréttinum, jafnvel hvoru tveggja, en sjaldnast sleppa þeir hveitiástinni sinni. Cannavota er talið hafa eitt öruggasta eldhúsið i klassiskum, rómverskum stil. Á matseðlinum eru sérstaklega raktir einkennisréttir staðarins. Þar er „Rigatoni alla Rigore” eða stórgert macheroni með skinku og tómatsósu. Ennfremur „Bucatini alla Cannavota" eða þykkt spaghetti með fiski. Þá „Risotto alla capricciosa" eða hrísgrjón meðfiski. Einnig „Spiedino di vitella alla Parisié" eða kálfakjötssneiðar með skinku, osti, hvítvínssósu og ristuðu brauði. Loks fiskar eftir afla dagsins. Aðrir kunnir réttir i Cannavota eru „Lasagne all'ammiraglia”, eins konar eggja- og fiskikássa, svo og „Scaloppe alla verbena", kálfakótiletta með sveppum og mozzarella-osti. Eitt hinna tíu bestu Við fengum okkur Ijómandi gott en nokkuð ilmdauft — Frascati hvítvin hússins, borið fram í leirkönnu. Frascati er eitt helsta einkennisvín Rómar, ræktað skammt sunnan við borgina, mjúkt. gullið og stundum fullt af vínberjaangan. Besti árgangur þess er 1975. Lítrinn kostaði 4.000 lirur i Cannavota. Við fengum i forrétt sérstaklega mjúka og milda hráskinku, „Prosciutto S. Daniele", eina hina bestu, sem við höfum fengið. Daníelsskinkan þykir ganga næst Parmaskinku að gæðum. Verðið var 2.900 lírur. Hinn forrétturinn var „Insalata di mare", blandaðir sjávaréttir. Mest bar þar á smokkfiski, en dálitið var af rækjum og seljurót. Þetta var mildilega kryddað með hvítlauk, graslauk og papriku, vætt með blöndu af olífuoliu og smjöri, mjög gott á bragðið. Verðið var 2.300 lirur. Annar aðalréttur okkar var „Scampi", grillaður humar með sitrónu, tæpast eins góður og á bestu veingahúsum Reykjavíkur. Þessi réttur var ekki á matseðlinum, en var í tilboði dagsins og kostaði 5.900 lírur. Hinn aðalrétturinn var „Mazzancolle alla Cannavota”, stórar rækjur í skelinni, soðnar í hvítvíni og bornar fram með soðinu. Þetta var mjög gott, mun betra en humarinn, og kostaði 3.900 lírur. Á eftir fengum við hinn fræga, ítalska gráðaost „Gorgonzola”, mjög sterkan og góðan, á 1.500 lírur. Ennfremur fersk jarðarber á 1.800 lírur, enda var komið fram í mai og jarðarberjatíminn i fullum gangi. Kaffið á eftir var gott eins og nærri allt kaffi á Italíu, 500 lírur. Með 1.400 líra fastagjaldi og 15% þjónustugjaldi kostaði þessi máltið 28.300 lírur fyrir tvo eða rúmlega 7.000 krónur á mann. Er það nokkurn veginn meðalverðslíkra máltíða í Cannavota og má það teljast mjög hagstætt i einu af tíu bestu veitingahúsum Rómar. Þetta hliðarspor tók okkur hálfan þriðja tíma, en þá vorum við lika vel búin undir langan göngutúr um Fori Imperiali, Feneyjatorg, Panþeon og Nýjatorg. Skeggjaður Svissari Ef þið gefist upp á miðri leið frá Colosseum til Cannavota, er ekki um annað að ræða en að læða sér inn á Charlys Sauciere, sem áður er nefnt. Þar ræður ríkjum Svisslendingurinn Carl Zika, kallaður Charly, skeggjaður karl, sem oft er i góðu skapi. Hann er alvöru- maður í matreiðslu. Leyndardómur Charly's er stuttur matseðill, góð hráefni og einföld matreiðsla. I forrétt er best að fá sér lauksúpu eða kæfu dagsins, í aðalrétt hryggvöðva (filet) og i eftirrétt Alaskais eða danskar pönnukökur. Ágætt er vin hússins frá Piemont og ekki siður peru- brennivinið með kaffinu. Charly’s Sauciere er næstum eins gott veitingahús og Cannavota. En það er líka 50% dýrara. Og það er kostnaðurinn við að gefast upp á miðri leið. Jónas Kristjánsson (Cannavota. Piazza San Giovanni in Laterano 20, simi 77 50 07, lokað miðvikudaga og i ágúst). (Charly’s Sauciere, Via San Giovanni in Laterano 268, sími 73 66 66, lokað sunnudaga og í ágúst). í næstu Viku: Papa Giovanni 33. tbl. Vikan 2S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.