Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 6

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 6
í London árið 1888 JACK THE RIPPER skaut mönnum skelk í bringu Fimm morð á einu sumri Fimm smnum rölti hartn út i dimma L.undtinahorg og jafnoft gaf liann sig á tal við kontir i hliðarstrætum. Allar létu þær lífið á sama hátt. handbragðið var þaö sama. Jack the Ripper hafði komið sér upp vörumerki. Fjöldinn allur af leynilögreglu mönnum. visindamönnum og svo hinn almenni borgari höfðu skoðanir á þvi hver þessi voðalegi maður væri en í dag er rnálið jafnóupplýst og það var dagana sem morðin voru framin. Siðan eru 92 ár. Á Viktoriutímanum var austurhiuti L.undúnarborgar ekki besti bæjarhlutinn i Englandi. Litil húsin slóðu i röð með- fram skítugum götunum. Þegar dimma tók var hvergi Ijós að sjá nema innan dyra. allar hliðargötur. port og bak- garðar voru koldimm. Húsnæði var af skornum skammli. allt of margt fólk hirðist i of litlum vistarverum þar sem hver og einn þurfti að berjast fyrir oln bogarými. Þeir sem ekki héldu sig innan dyra flæktust um strælin og glæpir voru daglegt brauð. Margar konur sáu sig tilneyddar að stunda vændi til að hafa i sig og á- og helsta huggun ibúanna i þessu hverfi var i liki ginflösku sem kaupa mátti fyrir nokkur penny. Vorið 1888 lét Jack the Ripper til sin taka i þessu borgarhverfi og i kjölfarið fylgdi óttiogskelfing. Hann hafði komist aftan að henni, gripið fyrir vit hennar og skorið hana á háls. Mary Ann Nicholls var komin af besta skeiði. Hún var ekki lengur eftír sótt af þeini karlmönnum sem kaupa blíðu kvenna fyrir aura. Hún var ekki lengur samkeppnisfær og hafði þvi engin töká því að hækka verðið fyrir nóttina sem var þó ekki nema 4 penny en það skipti ekki öllu máli, því allir peningar sem benni áskotnuðust fóru beint í ginið. Þegar menn nálguðust Mary i dimmum strætunum vakti ekkert annað fyrir henni en að verða sér úti um nætur stað og skikkanlegan svefn á betri stað en síðast. Þegar þessi ókunnugi maður dró hana inn i hliðarsund fann hún ekki fyrir neinni hræðslu. Það var fjöldinn allur af fólki á götunum aðeins i nokkurra metra fjarlægð. Þegar henni loks varð Ijóst að ekki væri allt með felldu var það því miður of seint. Jack the Ripper hafði komist aftan að henni. gripið fyrir vit hennar og skorið hana á háls. Hún fannst hræði- lega á sig komin föstudagsmorguninn 31. ágúst 1888. Illvirkinn var aftur á móti á bak og burt. Hann lét nákvæmlega 7 daga líða og þá hélt hann áfram leik sinum. Sem fyrr var fórnarlambið gleðikona, en það voru þau reyndar öll. Annie C'hapman. 47 ára. fannst i bakgarði, öll sundurskorin. handbragðið var auðþekkjanlegt. Nokkrir aurar sem hún hafði verið með á sér svo og hringir hennar lágu snyrti- lega uppraðaðir við fætur hennar en likaminn var hræðilega útleikinn. Skelfing greip um sig í borginni og margar sögur voru á kreiki um hver morðinginn gæti verið. Ein sagan var á þá leiö að Jack the Ripper bæri hnif sinn i litilli svartri skjóðu og þannig mætti þekkja hann og varast. Urðu uppþot þar sem sást til slikra manna og áttu þeir fótum sínum fjör að launa. Fólk bast samtökum gegn þessum vágesti og lögreglan handtók tugi grunaðra. En Jack the Ripper skildi ekki eftir sig neina slóð. Læknar og lögreglumenn höfðu komist að þeirri sameiginlegu niAirstóðu að likast til væri maðurinn örvhentur og hefðí nuniið læknisfræði i einhverjum mæli. „Morðin eru ákaflega snyrtilega og fagmannlega framin." sagði læknir sem með rannsókn málsins hafði að gera. „þetta er engin viðvaningur." Nóttina 30. september drap Jack tvær konur og lét í leiðinni eftir sig einu vis bendinguna sem frani kom i máli þessu. Lis Stride fannst meðan blóðið lak enn úr hálsi hennar og Kate Eddowes. sem fékk verstu útreiðina al' öllum finnn fórnarlömbunum. lá þar örskammt frá i andarslitrunum. Frá liki hennar mátti rekja blóðuga slóð heim að húsi einu en á það hafði verið krotað með krit: — Ekki er rétt að kenna gyðingum um allt sem aflaga fer. — Átti að draga þá ályktun af þessu að Jack the Ripper væri gyðingur sem væri að hefna harma þjóðar sinnar? Eöa var þetta brjálaður dómari sem gerst hafði sinn eigin böðull? Aldrei fékkst botn i þetta krot enda lét lögregiustjórinn i hvcrfinu má , skriftina af nær samstundis. Öll London stóð nú á óndinni og sögurnar flugu á milli manna. Jack the Ripper átti að vera brjálaður læknir. óður Pólverji. keisarasinni frá Rússlandi scm var að gera lögreglunni í London 6 Vtkan 33- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.