Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 22
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal
Neysla eiturlyfja
Ymiss konar eiturlyf hafa verið notuð
sem vímugjafar víðsvegar um heim i
aldaraðir. Ópium hefur t.d. verið notað i
Egyptalandi fyrir fjögur þúsund árum
og í Kina hefur ópium verið notað frá
því um 1600. Hass og marihuana
(cannabis) hefur verið notað í þúsundir
ára í Indlandi og Kina og hefur einnig
náð mikilli útbreiðslu I Asíu. Afríku.
Suður- og Mið-Ameriku.
Mörg vímugefandi efni hafa fyrst í
stað verið notuð sem læknislyf. Á
Vesturlöndum hefur t.d. verið algengt
að nota ýmis eiturlyf i þeim tilgangi að
deyfa sársauka, örva eða róa fólk. vinna
bug á kvíða og hræðslu og hafa áhrif á
svefn. Morfín, sem er unnið úr ópíum, er
fiiikið notaðefni innan læknisfræðinnar.
Á Islandi eins og I fjöldamörgum
öðrum löndum hefuráfengi verið langal
gengasti vímugjafinn. Eiturlyf hafa liins
l’að er erfitt að fá fiðluleikara nú
orðið.
Varadekkið? Ég tók það úr til að
koma nestinu fyrir.
Þetta er Beggi —
hann réttir úr bréfklemmum hérna!
Hverjir verða
eiturlyfja-
neytendur?
vegar aldrei náð neinni verulegri út-
breiðslu á íslandi og er Island nijög t'rá-
brugðið nágrannalöndunum I þvi efni.
Það er að visu vitað að alltaf er eitthvert
fólk sem neytir sterkra eiturlyfja en það
er langt frá því að vera nokkuð í likingu
við það sem yfirleitt tiðkast með öðrum
þjóðum.
Það er hins vegar engin ástæða til að
ætla að Islendingar „féllu" ekki fyrir
eiturlyfjum eins og aðrar þjóðir ef auð-
veldara væri að ná í þau. En lega lands-
ins hefur eflaust haft það i för með sér
að erfitt hefur verið fyrir alræmda eitur-
lyfjahringi að vinna sér markaði á ís-
landi og einstaklingar. sem kunna að
hafa eiturlyf I fórum sinum, þurfa meira
og minna að sækja birgðirnar til út-
landa. Það getur verið erfitt ef venja á
fólk á þessi lyf svo að einhverju nemur.
þar sem likaminn verður að fá efnið á
stundinni ef hann hefur einu sinni verið
vaninn á það.
Hverjir verða
eiturlyfjaneytendur?
Margt fólk prófar eiturlyf einu sinni
og síðan ekki söguna meir. Margt ungt
fólk, sem býðst eiturlyf, neitar þeim
strax og reynir aldrei efnið enda þótt völ
liafi verið á því. Fámennur hópur
rnanna sem prófar eiturlyf verður þeim
hins vegar að bráð og verður eiturlyfja-
neytendur. Menn hafa velt því fyrir sér
hvers vegna sumir verða eiturlyfjaneyt-
endur og aðrir ekki. Þeir sem vinna að
eiturlyfjamálum og með eiturlyfjaneyt-
endur telja mjög mikilvægt að reyna að
komast að orsökunum fyrir því að suntir
verða eiturlyfjum að bráð og aðrir ekki.
ef liægt er að finna einhverjar af þessum
orsökum eru meiri möguleikar á að hægt
sé að reyna að varna þvi að fólk verði
eiturlyfjaneytendur og það vilja margar
þjóðir gera, bæði til þess að konia í veg
fyrir mannlegar hörmungar og spara
þær geysiháu upphæðir sem fara I að
reyna að koma þessu fólki á réttan kjöl
aftur, oft með litlum árangri.
Yfirvöld félagsmála í Sviþjóð hafa
gefið út litla bók sem nefnist Staðreyndir
um eiturlyf og misnotkun eiturlyfja. 1
henni er m.a. að finna ýmsar niður-
stöður rannsókna á bakgrunni eiturlyfja-
nevtenda. Það sem er sameiginlegt fyrir
eiturlyfjaneytendur og þá sem hafa til-
hneigingu til að falla fyrir eiturlyfjum er
að aðstæður þeirra og uppvöxtur hefur
verið slæmur áður en þeir falla fyrir
eiturlyfjunum.
í sænska bæklingnum má finna
nokkur atriði sem greina eiturlyfjaneyt-
endur frá öðrum. Nokkur þeirra eru:
1) Hjónaband foreldra þeirra hefur ver-
ið óhamingjusamt eða foreldrarnir
skilið.
2) Margir hafa alist upp hjá öðrum en
kynforeldrum.
31 Drykkjusýki, geðveila og sjálfsmorð
eru ekki óalgeng hjá systkinum. for-
eldrum eða öðrurn ættingjum eitur-
lyfjasjúklinga.
4) Margir eiturlyfjaneytendur hafa
sjálfir átt við geðræn vandkvæði að
striða, verið þunglyndir og reynt að
fremja sjálfsmorð.
5) Margir hafa gerst brotlegir við lög og
verið i tengslum við barnaverndar-
nefnd og lögreglu.
6) Ýmiss konar einkenni geðræns eðlis
hafa komið i Ijós þegar i bernsku,
eins og árásargirni i rikum mæli.
mikið eirðarleysi, stam. börn væta
rúm o.fl. o.fl.
71 Margir eiturlyfjaneytendur hafa
nijög óreglulega skólagöngu, hætta
snemma í skóla. fá slæmar einkunn-
ir. Einnig vantar marga starfsmennt-
un og þeir hafa verið mjög óstöðugir
við vinnu og oft á tíðum ekkert unn-
ið.
Þessi atriði gefa augljóslega til kynna
að eiturlyfjaneytendur hafa erfiðari bak-
grunn en gengur og gerist um fólk.
Flótta þessa fólks til eiturlyfja er því oft
hægt að líta á sem afleiðingu sálrænna
og félagslegra érfiðleika sem viðkomandi
er að reyna að vinna bugá.
Að vinna bug á eiturlyfja-
vandamálinu
Margar þjóðir veita miklu fé til þess
að koma í veg fyrir misnotkun eiturlyfja.
í þessu sambandi hefur fræðsla og ýmiss
konar upplýsingastarfsemi verið mikið
notuð. Upplýsingastarfsemin hefur m.a.
miðaðað því:
al að auka þekkingu á eiturlyfjavanda-
málum.
b) að hafa áhrif á almenningsálit gagn-
varteiturlyfjum.
c) að hafa áhrif á framferði fólks gagn-
varteiturlyfjaneyslu.
Í þessu sambandi er álitið mikilvægt
að sýna fram á að það eru tengsl á milli
22 Vikan 33. tbl.