Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 63
Það vefst nú satt að segja fyrir
Póstinum að svara þessu bréfi.
Er nú örugglega allt satt og rétt
sem í því stendur? Ef svo er þá
stendur þú frammi fyrir stór-
vanda og eru góð ráð dýr. Þú
gætir reynt að færa þig um set
(úr Huldarskotinu), skipt um
buxur og skilið veskið eftir
heima. Hvort það hjálpar þér
nokkuð til þess að ganga í augun
á mótaðilunum að reykja og
drekka er fremur vafasamt.
Miklu líklegra er að það fæli frá,
og því skaltu snúa þér að öðru
þess í stað. Peningana sem þú
eyðir núna í reykingar og
drykkju gætirðu síðan notað til
þess að fjárfesta í nýjum buxum
og skóm. Pósturinn þorir alls
ekki annað en að svara þér því
ekki vill hann hafa á
samviskunni að pennavinir endi
í strætinu við hin og þessi óæðri
störf. En var ekki annars
ægilega gaman að skrifa bréfið?
Sé alls ekki
eftir þessari
ákvörðun
Kæri Póstur!
Mig langar til að biðja þig
um að birta þetta bréf því það
er mjög áhugavert. Jæja, þegar
ég var átta ára fékk vinkona
min mig til þess að reykja og
við púuðum. Síðan komst allt
upp og við hættum. í tíu ára
bekk fór ég að vera með
stelpum þremur árum eldri en
ég og þær reyktu og þar af
leiðandi byrjaði ég að reykja.
Ég var byrjuð að þroskast og
hafði nokkuð stór brjóst af 10
ára stúlku að vera, en allt í
einu hœttu þau að þroskast.
Nú er ég orðin 14 ára og hætti
fyrir tveim mánuðum. Til þess
að geta hætt varð ég að hætta
að vera með vinum mínum
(þau reykja). Ég er strax byrjuð
að þroskast aftur og sé alls ekki
eftir þessari ákvörðun minni.
Tóta ■
Pósturinn þakkar Tótu bréfið og
vonar að einhverjir sem eiga
erfitt með að taka ákvörðun í
slíkum málum herði nú upp
hugann. Fyrsta skrefið er alltaf
erfiðast en flestum reynist eftir-
leikurinn ótrúlega auðveldur.
© Bvlls
Peöiiavinir
Kia Sólev Sigurrtardóttir Grænuhlírt 26,
105 Rvík, óskar eftir að skrifast á við
krakka á aldrinum 14-17 ára. Áhugamál
margvisleg. Mvnd fylgi fyrsta bréfi ef
hægt er. Svara öllunt bréfum.
Ragnhildur Billa Árnadóttir. Gilsbakka
34, 740 Bmðafirði, N-Múlasvslu, óskar
eftir pennavinum á aldrinum 12-13 ára
ler sjálf 12 ára). Áhugamál margvísleg.
Mynd fylgi fvrsta bréfi ef hægt er.
Sglveig Arnardóttir, Hantri, 765 Djúpa-
vngi, óskar eftir pennavinunt (helst
strákuml á aldrinum 15-18 ára.
Áhugamál margvisleg. Mynd fylgi
fyrsta bréfi ef hægt er.
Halla Svavarsdóttir, Hamrascli. 765
Djúpavogi, óskar eftir pennavinum
(helst strákuml á aldrinum 15-18 ára.
Áhugamál margvisleg. Mynd fylgi
fyrsta bréfi ef hægt er.
Ingabrá Vigfúsdóttir, Akraseli 11.
Rtfk, óskar eftir pennavinum frá
aldrinum 9-11 ára ler sjálf 9 áral.
Áhugamál hennar eru: Dýr. hjóla
skautar og niargt fleira.
Guðnv Aðalsteinsdóttir, Þverholti 12,
230 Keflavík, óskar eftir pennavinum á
aldrinum 13-14 ára. Áhugamál eru:
Frjálsar iþróttir. sund. diskótek og popp.
Svara ölluiji bréfum.
Þorsteinn Pálsson. Haga Holtum, 801
Selfossi. Ég óska eftir pennavini. Hef
áhuga á frimerkjum, skák o.fl.
Richard Ferguson, Racbum Meadow,
Selkirk Scotland. . TD74HN Great
Britain. Ég óska eftir pennavinum á
aldrinum 14-15 ára (er sjálfur 14 ára|.
Áhugamál: Karate, veiðar og tennis.
Ella Þóra Þorbergsdóttir, Heiöargerði
3. 300 Akranesi, óskar eftir pennavinum
(strákum) á aldrinum 14-15 ára. Mynd
fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Regina Unnur Indriðadóttir, Fálkagötu
6, 107 Rvlk, óskar eftir pennavinunt á
aldrinum 9-11 ára (er sjálf 11 ára|.
Áhugamál hennar eru margvísleg.
Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er.
Dagrún Guðlaugsdóttir, Reynihólum,
Mýrdal, Vestur-Skaftafellssýslu, óskar
eftir pennavinum á aldrinum 9-11 ára
(er sjálf 10 ára). Mynd fylgi fyrsta bréfi
ef hægter.
Bert R. Rose, P.O. Box 174, Round
Mountain, Nevada 89045, IISA, óskar
eftir að skrifast á við íslenska konu
seinna væri hægt að hugleiða giftingu.
Svara öllum bréfum þar sem mynd
fylgir.
Isaac Bismark Odoon, Box 1106, Cape
Coast, Chana, WIA, er 21 árs og óskar
eftir islenskum pennavini. Áhugamál
min eru tónlist. iþróttir. diskódans,
skipti á gjöfum og póstkortum og lesning
bréfa. Svara öllum bréfum.
Joseph Ben K. Avansujur, High Speed
Press, Box 60 Koriabu, Accra Chana,
er 19 ára og óskar eftir íslenskum penna-
vini. Áhugamál mín eru: Söfnun póst
korta, dans og skipti á gjöfum.
Mr. Nana Kawsi Esson, c/o Mrayansu,
High Speed Press, Koriabu Accra
Chana, er 20 ára og óskar eftir
íslenskum pennavini. Áhugamál mín
eru: sund, dans og skipti á gjöfum.
VIKUMENN rókust ó litta klausu í
blaði morguninn sam fróttin um
lót Peters Sellers barst og fannst
rótt afl lóta hana fljóta með, sem
dœmi um misvrtra spádóma . . .
Rafhlaðan (gangróðurinnl í hjarta
Peters Sellers veldur honum ekki
áhyggjum. Harm veit nefniega að
harm mun verða 75 óra og aö hom
deyr í svefni í eigin rúni. Þessu
spóði hjúkrvmarkona einhverju
sirmi, í teboHa, þegar Peter var 17
ára
Aðdáendum leikarans þykir
víst miður að þessi spódómur
rættist ekki.
33-tbl. Vikan63