Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 13

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 13
1/2 tsk. af salti I tsk. sinnepsduft ögn af pipar lcayenne! yfir Setjiö allt saman i skál og þeytið vel. þar til blandan fer að þykkna. Geymt á köldum stað, þetta getur geymst tals- vert lengi. Kryddið þann hluta majón- esins sem nota skal hverju sinni rt.eð jöfnum skammti af Worchesterhire-sósu og tómatsósu. Silungur á flöskum Hvað gera Nýsjálendingar við allan þann silung sem þeir veiða? Þeir frysta hann. þeir reykja hann. þeir setja hann á flöskur. Setja hann á flöskur!? Já. og hér er leiðarvísirinn: Notið fryst flök úr pakka og setjið á gamlar mjólkurflöskur eða hvers konar flöskur eða krukkur af hentugri stærð. Beinin munu mýkjast og jafnvel leysast upp. Hellið yfir flökin þessum legi: 1 msk. edik 1 tsk. ólifuolía 1/2 tsk. salt. 1/2 tsk. púðursykur lnnsiglið hverja flösku um sig. Setjið I ofn við 150—I60°C hita. i ofnskúff- una, og hitið i tvær stundi. 5 punda silungur dugar í u.þ.b. 4 flöskur eða krukkur. Grillað, fyllt lambalæri Úrbeinið lambalærið og nuddið salti og pipar utan og innan I það. Búið til fyll- ingu úr: 2 bollum af brauðntylsnu 1/2 tsk. selleri 1/2 tsk. af þurrkuðu jurtakryddi Imixed herbsl. I litlum lauk. söxuðum 1 eggi 3/4 bolla af mörðurn ananas (crushed pineappie, fæst í dósuml Fyllið lærið með þessum massa, lokið fyrir. Penslið með bráðnu smjöri og dreypið yfir 1/2 tsk af engifer og 1 msk sítrónusafa (blandað samanl. Til að gera steikina fallegri má rista i lærið og setja hvítlauksbáta í. Þetta er grillað I ofni i 3 stundir. á rist yfir ofnskúffu. Búið til sósu úr soðinu. Þessi réttur er ekki siður góður kaldur. og best er að bera hann fram með fersku grænmetissalati. - Himneskar skonsur Grunnuppskrift: 1 bolli af hveiti 1 kúfuð tsk. af lyftidufti 1/2 tsk. salt mjólk til iblöndunar. deigið verður að vera mjög þykkt. 2 tsk. smjör Iþví er varlega nuddað inn I deigið.) Fletjið deigið jafnt út; mótið í kökur. með glasi eða öðru hentugu formi. Bakist við 250-260°C hita I u.þ.b. 10 minútur. Borið fram með sultu og þeyttur rjómi ofan á. Tilbrigði með döðlum, kúrennum eða rúsínum. Bætið við ofangreint: 2 tsk. af sykri 1/2 bolla af döðlum, kúrennum eða rúsinum. Ostaskonsur Notið grunnuppskriftina en sleppið smjörinu. og bætið við í þess stað: 1 bolla af gráðaosti smávegis af pipar (cayenne) smáttsneiddum graslauk, ef óskað er. Ár trésins 1 Vikunni 20 ÁRUM SÍÐAR ..Það tekur því ekki að vera að fara þarna úteftir," sagði eigandi landsins norðaustan við Hafravatn við Sverri Sigurðsson fyrir 20 árum, „ég hef farið með marga þangað og engum list á þetta land, þetta er ekkert fyrir þig.” Fitthvað á þessa leið var sagt þá. fyrir 20 árum, en Sverrir og kona hans Ingi- björg létu sér ekki segjast, og nú á ári trésins er skemmtilegt að rifja þessa sögu upp. Sem betur fer hefur Ingibjörg skráð þróunarsögu þessa sumarbústaðalands á aðgengilegan hátt, hún hefur nefnilega verið ötul við að taka myndir, sem sýna það ævintýri, sem gerst hefur við vatnið. Og nú stendur sumarbústaður þeirra hjóna i fallegu umhverfi, girtur trjám á alla vegu. Mest er um islenska birkið. og það er farið að sá sér sjálft. svo mikil gróska er þarna nú, sem áður var eingöngu melur. Myndirnar tala kannski skýrustu máli þar um. Margt hefur auðvitað gerst á þetta löngum tima, og sumarbústaðalandið hefur orðið fyrir nokkrum áföllum. í vorhretinu fræga. 1963, féllu t.d. 800 greniplöntur. aðeins fáar einar lifðu af, og eru nú á þriðja metra á hæð. En aftur var plantað. og megnið af þeim gróðri hefur hafst vel við, þótt yfir hafi flætt allrækilega, mest líklega i mai 1968. Nú hefur Sverrir hamið ána og á ekki á slíku von. Þarna er allt sem sumarbústaðaland má prýða. á, foss. vatn og siðast en ekki síst þessi mikla gróska, sem hefur skapað skjól og hlýju kringum bústaðinn sjálfan. Dæmi sem þessi sanna. Iivaö hægt er aðgera með natni ogbjartsýniað vopni, skemmtileg áminning nú á ári trésins. Kannski er einhvers staðar óræktar- legt land, sem einmitt nú er talið ótækt l'yrir sumarbústað. Biðum við. eftir 20 ár segir kannski einhver eins og gestir þcirra Sverris og Ingibjargar í Brekku koti við Hafravatn. „Þetta er bara eins og að koma í Paradís.” Og þá er Sverrir reyndar vanur aö svara: „Nú, hefurðu verið þaðáður?" aób. 33. tbl. Vikan 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.