Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 26

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 26
Draumar Ad geyma kjól Kæri clraumráðandi! Mig dreymdi nokkuð sem ég er forvitin að vita hvort hefur einhverja meiningu. Mér fmnst ég vera að tala við strák sem ég þekki aðeins lítillega og bið hann að geyma fyrir mig kjól sem ég á (hann er dökkblár. Ijósblár og rjóma- litur). Ég segist bara sækja hann heim til hans seinna þar sem mér fannst eitthvað svo óþægilegt að vera að drattast með kjólinn um allt. Hann tók við kjólnum. Lengri var draumurinn ekki. Einforvitin Þarna vantar að vísu ákveðnari tákn til þess að eitthvað verði fullyrt um nierkingu draumsins en þó má telja fullvíst að um ein- hverja breytingu verður að ræða fljótlega, líklega ferðalag. í því sambandi verður þú að gera ráðstafanir til þess að annar komi í þinn stað. Það tekst ágæt- lega og þú losnar við áhyggjur af þeirri hlið málanna. Ferðalagið verður bæði skemmtilegt og þó frekar stutt og nafn drengsins og rjómaliturinn á kjólnum bendir til þess að þessar ráðstafanir standi í sambandi við eitthvað sem veitir þér peninga í aðra hönd, sennilega er þarna um launað starf að ræða. Blái liturinn táknar svo að af starfinu hafir þú mikla ánægju. Dreymdi ad ég væri ófrísk Kæri draumráðandi! Mig dreymdi að ég væri ófrísk og það var farið að sjást á mér. ég var kominn 3-4 mánuði á leið og ég var reglu- lega sár og reið í draumnum, ég grét og hló ég var svo hissa og ég man að mamma var mín stoð og stytta og mjög skilningsrík. Hvað getur þetta boðað . . . ég man allt mjög vel sem í draumnum gerðist þess vegna skrifa ég þér. Með þökk (fyrirfram). AJ Flest bendir til að þú eigir í vændum velgengni hvað varðar fjárhaginn, en þó ber þar ein- hvern skugga á. Þú þarft ekki að óttast að þetta sé berdreymi, því til þess eru táknin of óljós og ruglingsieg. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hvernig þetta breytir fjárhags- afkomunni, en líklega kemur þér mjög á óvart ýmislegt í þessu sambandi og átt bágt með að átta þig á atburðum um tima. Plús, prósent og ex Kæri draumráðandi! Eg sendi þér draum. sem mig langar sérstaklega til að fá ráðinn. Eg vona að þú sjáir þér fært að ráða hann sem fyrst fyrir mig. Mér fannst ég vera í Vaglaskógi og að ég væri með vinkonu minni. sem við skulum kalla X. og við vorum i hjólhýsi. Ég er hrifmn af strák og hann var líka þarna í skóginum. Hann var með % en þeir voru saman í hjólhýsi. Eg átti 4 glös og það var sama munstrið á þeim öllum. Eg, + X og % vorum að drekka úr glösunum. Þá brotnuðu tvö glös og það voru glösin sem + og % drukku úr. Ég og + áttum að drekka úr sama glasi og svo fórum ég og + að rífasl um, hvort ætti að drekka úr glasinu fyrst. Það skiptir mig verulegu máli að fá þennan draum ráðinn og vona því að hann hafni ekki í rusla- tunnunni. ,268-9489 Yfirleitt er talið að skógur sé fyrir farsæld, einkum ef dreym- anda finnst hann búa þar og hræðist ekki að villast I skóginum. Margt bendir til þess að varasamt væri fyrir þig að bindast einhverjum einum aðila af gagnstæða kyninu of sterkum böndum því hætt er við að slík reynsla yrði ekki að öllu leyti jákvæð. Þar yrði ungur aldur þér talsverður fjötur um fót og hætt við að þroskaleysi mótaðilans hefði þar einnig nokkuráhrif. Flest táknin í draumnum eru þó nokkuð góð og því likur á að þarna sé frekar um tímabundna erfiðleika að ræða hvað þig sjálfa varðar. Fjórir draumar og þrír um X Kæri draumráðandi! Eg vona að þú getir ráðið þessa drauma fyrir mig en ég hef hugsað mikið um hvað þeir tákni. Fyrsta drauminn dreymdi mig í mars sl. Mér fannst ég vera á leið heim af vertíð, sem ég var á í vetur. Ég var i rútu og sat ein I sæti framarlega. Ég var að skoða eyrnalokka. sem mér fannst ég eiga. Þeir voru mjögfallegir úr gulli með bláum steini (svipaður mánaðarsteinum). Blái liturinn var frekar dökkur, en svo skœr að það lýsti af honum. Allt í einu fór rútan ofan i holu og við það missti ég annan lokkinn, en hinn stakkst í baugfingur hægri handar og festist þar. Ég reyndi að losa hann en gat samt ekki annað en dáðstað þvíhvað hann var fallegur, og hvað blái liturinn færi vel við gullið. Þegar ég var búin að bjástra við lokkinn um stund tókst ekki betur til en svo að hann stakkst á kaf í fmgurinn og sást ekki annað en lítið gat eins og eftir nál. Egfann ekkert til en þegar ég strauk fingurinn fann égfyrir lokknum undir húðinni. Draumur 2 Ég var að byrja að vinna í frystihúsi, sem ég vinn stundum í, og þar hitti ég X kunningja minn, sem var líka að fara að vinna. Stelpa, sem ég þekki, (X og hún þekkjast ekki) stóð við hliðina á honum og ég varð hálfsár yfir því að þau væru líklega farin að vera saman. Eg reyndi að láta á engu bera og spurði X, hvernig honum litist á staðinn. Hann sagði að sérþætti hálfsóðalegt. Ég gekk svo út en var dálítið miður mín en þá kom X á eftii mér og tók utan um mig og vii gengum saman eitthvað og ég var mjög ánægð. Draumur 3 Eg var að skoða bók eða bækling og hélt þá á Ijós- grœnu gljáandi spjaldi. Á það var grafið fullt nafn X og heimilisfang undir. Það var mjög ógreinilegt þ.e.a.s. heimilisfangið, en nafnið var vel skrifað. Draumur 4. Ég var að fara að eiga barn og var mjög kvíðin og einmana þvi enginn vildi vera hjá mér. Hríðirnar voru sársaukafullar og ég var alltaf að vonast til aö hafa einhvern hjá mér til að hughreysta mig. Þegar barnið varfœtt fór ég að gá hverjum það líktist og fann þá sterkan svip með því og X. Barnið var eins og ca 5 mánaða börn eru á stœrð. Með fyrirfram þökk fyrir ráðningu. 7218-0984 Þótt allir fjórir draumarnir séu ólíkir við fyrstu sýn tengjast þeir allir og í ráðningu hneigjast flest aðaltáknin í sömu átt. Þarna er um einhverja viðvörun að ræða og þér farsælast að fara að öllu með gát. Líklega tákna eyrna- lokkarnir þér einhverja tvo nána vini eða ættingja og annan muntu missa samband við en hinn veldur þér talsverðum vandræðum. Þér er vissara að fara mjög varlega í að trúa öllu, sem þér er sagt og margt bendir til þess að vandræði verði á fleiri en einn veg. 1 versta falli gætir þú eða þessi náni vinur eða ættingi lent í útistöðum við lögin. Varastu að láta ota þér fram til að framkvæma vafa- sama hluti fyrir aðra og bregstu hart við ef reynt er að nota þig sem skálkaskjól í slíkum efnum. Góð tákn eru einnig í þessum draumum, sem benda frekar til þess að erfiðleikana yfirstígir þú að lokum og þá reynslunni ríkari. X þarf hins vegar alls ekkert að tengjast þessum atburðum sem persóna í vökunni heldur er hann frekar tákn þess sem gerist síðar og hvort um samband milli ykkar tveggja verður að ræða síðar verður ekki ráðið af þessum draumum. 26 Vikan 33. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.