Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 12
Nýja-Sjáland
Gullinn silungur
Búið til holu í 1/3 bolla af hveili.
Skiljið tvö egg.
Setjið rauðurnar í holuna i hveitinu.
hrærið varlega.
Bætið i: 1/3 bolla af mjólk. hrærið þar
til blandan er orðin mjúk og þykk.
Látið standa i u.þ.b. 10 minútur.
Stifþeytið eggjahviturnar.
Hrærið eftirtöldu saman og blandið út
i hveitiþykknið:
I tsk. sítrónusafa
1 tsk. salti
2 tsk. bræddu smjöri
Blandið stifþeyttum hvitunum varlega
santan við blönduna. Hitið oliu á
pönnu It.d. sólblómaolíul. Gætið þess
að segja ekki of mikla oliu á pönnuna.
þvi þá er hætt við að fiskurinn verði of
feitur.
Flakið fiskinn og þerrið flökin. Veltið
honum upp úr blöndunni og stcikið
Ijósbrúnt. Gætið þess að sieikja fiskinn
jafnt á öllum hliðum.
Fiskur matreiddur á þennan hátt er
hentugur i ferðalög, þvi hann þolir vel
að vera borinn fram kaldur.
Pottréttur
úr lambakjöti
! þennan rétt er gott að nota afganginn
af sunnudagslærinu eða hryggnum.
Bitið afgangskjötið niður. Setjið i eld-
fast mót með loki. Blandið saman i
skál eftirtöldu:
2 bollum af vatni
I tsk. sykri
1 msk. Worchcstershire sósu
1/2 tsk. sinnepi
2 msk. borðediki
I msk. soyasósu
Salt og pipar eflir smekk
2 msk. hveiti.
Hellið þessum legi yfir kjötið. Bætið í
söxuðum lauk, gulrótum. næpum og
grænum baunum. Setjið lokið á skálina
og bakið við vægan hita i ofni ca
I80°C i tvær til þrjár stundir.
Til tilbreytingar má bæta i réttinn 1
dós af ananas. eöa 2 msk. af karrí.
Silungur á þrjá vegu:
Silungur með
lárviðarlaufi og
fleski
Hreinsið silunginn en hreistrið hann
ekki. Gott er að nota fimm punda sil-
ung. Setjið 12 lárviðarlauf eftir endi-
löngum fiskinum. Kryddið meðsalti og
pipar. Smyrjið fiskinn og laufin vel
með smjöri. Vefjið beikonsneiðum
utan um fiskinn. Vefjið fiskinn siðan i
álpappir.
Hellið einum og hálfum bolla af hvit-
víni i eldfast mót. Bakist í einn og hálf
an tima við 180—200°C. Vínið gufar
sjálfkrafa upp.
Silungskokkteill
Turangi
Hreinsið og gufusjóðið silunginn.
Skerið hann I sniáa bita. Leggið bitana
á salatblað. Yfir þetta á að hella Tur
angi silungssósu, en það er nokkurs
konar heimagert kr.yddað majónes:
200 g af sætri dósamjólk Ifæst handa
ungbörnum)
1/2 bolli af bræddu smjöri (eða salat-
oliul
1/2 bolli af sitrónusafa leða edikil
2 eggjarauður
Uppskrrftirnar hér é opnunnl eru allar teknar úr bók bandariskra hjóna, sem
ferðast hafa mjög víða, og eru nú búsett i Honululu á Hawaii. Þau heita
Bobbye Lee (það er frúin) og John McDermott,. Það er ekki visttað menn geri
sér grein fyrir að Hawaii-eyjar eru alls ekki svo langt frá Nýja Sjálandi, og þvi
fullkomlega rökrétt af þeim að skrifa ferðabók með hagnýtum leiðbeining-
um um matsölustaði og góðar ferðaleiðir, á Nýja-Sjálandi, fyrir Hawaiibúa.
Hins vegar er það nokkuð undariegt fyrir norðurhjarabúa að lesa ferðabók
fulla af ráðleggingum um heppilegar ferjur og misgóða akvegi til fallegustu
staða Nýja-Sjálands. Mataruppskriftir eru hins vegar alþjóðlegar og gaman
er að sjá hvað þessum hjónum hefur þótt markverðast af matargerð á
ferðum sinum. En fyrst og fremst er það nú náttúra landsins sem heillar þau
hjón til að koma aftur og aftur til Nýja-Sjálands. Og hér sjáum við einmitt þau
hjónin með dæmigert nýsjálenskt landslag í baksýn, hrikaleg fjöll og snævi
þakin. Kannski nokkuð kunnugleg, en munum að þetta er hinum megin á
hnettinum. Að visu er margt likt með löndunum tveim, þeir státa af hverum
rétt eins og við, og fagurri fjallasýn eins og við, en ekki má þó gleyma því að
gróskan er miklu meiri i þessu fjarlæga landi en hér við norðurheim-
skautsbaug. En það er undarlegt hvað mataruppskriftirnar eru kunnuglegar .
Hvemig elda
andfætlingar?
Einhvers staðar hinum megin á hnettinum er land sem nefn-
ist Nýja-Sjáland. Þið hafið kannski heyrt það nefnt? Eigið
kannski ættingja þar. Nokkrir íslendingar eru reyndar
búsettir þar og hafa margir sest þar að.
Flestir ibúar Nýja-Sjálands em af evrópskum uppruna og
því er þar áreiðanlega að finna matargerð frá ýmsum
Evrópu-löndum og eflaust mest byggt á evrópskri hefð. í
ferðabók frá Nýja-Sjálandi, sem hjón af amerískum ættum
hafa skrifað, er að finna nokkrar uppskriftir sem þau hjón
ætla að séu sérstaklega nýsjálenskar. Og nú ættu ís-
lendingar að spreyta sig á nýsjálenskri matargerð. Kannski
ekki svo ýkja frábmgðin því sem við eigum að venjast en
þó slæðist e.t.v. með einhver nýr fróðleikur.
12 Vikan 33. tbl.