Vikan


Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 15

Vikan - 14.08.1980, Blaðsíða 15
Gullkorn úr erlendum blöðum og tilkynningum hér og þar Þetta er allt og sumt, sem ég lók t'rá fr. Cox. Atburðurinn er talinn hafa átt sér stað í janúar þetta ár. Fr. Cox sagðist hafa uppgötvað hvarf þessara hluta, þegar hún var að leita að áttundu, níundu og tíundu Mósebók. Úrskýrslu lögfræðings á Barbados Jafnvel flóa-sirkusarnir hafa breyst með timanum. Ég ræddi við flóaþjálfarann Alfred Testo og hann sagði: Áður fyrr fengum við flærnar úr sokkum lyftara- stjóranna i stálverksmiðjunum i Hartlepool. En nú orðið, eftir að öll þessi sótthreinsunarefni komu á markaðinn, verðum við að auglýsa eftir þeim i blöðunum. Evening Standard Starfsferill séra Charles Brown hefur verið alveg einstakur. Hann hóf líf sitt átta ára aðaldri... Úr blaði í Oxford Starfsferill séra Charles Brown het’ur verið alveg einstakur. Hann hóf lif sitt átta ára aðaldri... Úr blaði i Oxford Fr. Bates, þekktur listrænn ljósmyndari, hefur þegið margvíslega viðurkenningu fyrir list sína, og árið 1956 var henni færð rifleg máltíð að launum fyrir störf sin. Úr blaði IShanghai Broken Hill, Ástralíu, fimmtudag. Allan Charmichael, 49 ára bóndi, var í dag sektaður hér í bæ fyrir að aka vélknúnu ökutæki — flugvél — undir áhrifum áfengis, eftir þjóðveginum. W. Starchen lögregluþjónn sagði réttinum að hann hefði séð Charmichael fljúga Cessna-flugvél sinni svo lágt yfir Ivanhoebæ, að hann hefði getað séð hvernig hann var klæddur. Hann ók til flugvallarins til að yfirheyra flug- manninn, en á leiðinni mætti hann Charmichael. sem enn var um borð i flugvélinni, akandi eftir þjóðveginum. Hann reyndi að sveigja undan, en þrátt fyrir það rakst hægri vængbroddurinn i lögreglubilinn. Charmichael hélt áfram til Ivanhoe og lagði flugvélinni fyrir utan lögreglustöðina. Hann sást hrasa og gripa i flugvélina, þegar hann klöngraðist út úr henni. Hr. Charmichael sagði réttinum að hann hefði rekist á naut þegar hann ók eftir veginum og hann hefði farið inn i bæinn til að tilkynna slysið. Hann var sviptur flugleyfi i 7 daga og hlaut sekt uppá 50 áströlsk pund. Fréttastofufregn Atvinna í boði: Karlkyns þjónustustúlka óskast. Þeir sem ekki uppfylla skilyrðin geri svo vel aðsvara ekki auglýsingunni. A uglýsing i Dallas News Kæri Póstur. Þakka ágætan leiðara frá 17. mars, um pöntun á 10 milljón Bítlaplötum, búnum til úr karmellum. Hann leiðir hugann að því að ætar hljómplötur eru ekkert nýtt. Þegar árið 1903 var samþykkt einkaleyfi nr. 1992 vegna þess konar framleiðslu sem reyndar var sett á markaðinn. Síðar hafa verið búnar til súkkulaðihljómplötur. Og vissulega þekki ég til margra hljómplatna sem ég vildi fremur borða en spila. Yðareinlægur, Donald Aldous. tæknilegur ritstjóri. A UDIO A ND RECORD RE VIEIV. B-hótel. Ágætt heimili fyrir gift fólk til lengri eða skemmri tíma. Auglýsingí blaði i Liverpool 20 ÁRA VINÁTTA ENDAR VIÐ ALTARIÐ I KIRKJU 1 NASHVILLE. Úr blaði í Nashville. Maður sem skorinn var upp í Darlington-sjúkrahúsinu var með eftir- talda hluti i maganum: Hey. málmbúta. postulínsbrot, rakvélarblað, steina, nælu, 4 og 1/2 penny, fótbolta, spjald, hár- spennu, lykil, pennahnif, vasahníf og dóminó-spil. Maðurinn er á batavegi. Daily Express Veggurinn varð að vikja. Þess vegna brutu Pierre og vinir hans hann niður. Þeir brutu niður viðarklæðninguna. Að lokum tókst þeim að brjóta lengsta brauðhleif veraldar leið. Hann er 8 metrar á lengd og 58 kg. Sex menn báru þetta ferliki — sem var bakað vegna veðmáls — út úr kaffi húsi Pierre Bouchera í St. Aygulf. Suður-Frakklandi. Pierre stóð á santa um skemmdirnar. Hann vann veðmálið og það var allt og sumt sem máli skipti. Daily Mirror Gjörið svo vel að gefa Jóni leyfi úr skólanum i dag. Faðir lians er veikur og það þarf að fóðra svinið. L ’r bréji til skólastjóra. TIL SÖLU hús i Douglas. Skilntálar: staðgreiðsla. Öllum sanngjörnum hoðum hafnáð. Úr hlaði i Michigan Ég vænti þess að margir hafi áhuga á því að sjá þessa mynd i annað sinn ef þeir hafa verið svo óheppnir að missa af henni í fyrsta skiptið. Film Weekly Bit óðra hunda eru sérstaklega hættuleg ef þau eru í andlitið. hálsinn, hendurnar eða einhvern annan likamshluta. New Canaan tConnecticutl Adverliser Hvað. eruð þér hér i dag. hr . . . . Lomax? Alice hnaut um þetta torkennilega nafn. Mark rétti henni höndina til að standa upp aftur. Woman’s World Charlie Smith. 54 ára gamall, ók hægt og að þvi er virtist örugglega eftir vegi i Oklahoma þegar lögreglan stöðvaði hann vegna þess að hann var með hest i aftursætinu. Hann gat skýrt málið: „Vesalings greyinu virtist leiðast svo þarna uppi i sveit að mér fannst ég verða að fara með hann í bæinn." Ilann var kærður fyrir ölvun við akstur og hcstaþjófnað. Weekend Það sem ég hef sýnt frani á með máli minu er að það er mjög erfitt að finna svarið við þessari spurningu. en ef ég yrði að gefa svar við henni þá myndi ég segja að að svo miklu leyti sem hægt er að ræða það mál. með því að taka fyrir litinn hluta í einu. með því að fylgja þvi frá degi til dags og með því að taka meðaltal af vægi þess sem fram hefur komið i hinum ýmsu deildum. þá er mögulegt að hvor aðili um sig hafi nokkuðtil sins máls. I dálknum: 'l'il umhugsunar. í erindisbréjiJýrir opinhera slarfsmenn Grundvallaratriðið. þegar verið cr að undirbúa pinnamat. er að velja aðeins þess konar mat sem tollir vel á kokkteil- pinnum. Á veturna. þégar kalt er í veðri, getur verið gott að bæta kjötsoði eða tærri súpu við. í 'r sunnudagsblaði Maður sem ég þckki læsir vekjaraklukkuna inni í sjúkrakassa á hverju kvöldi (til að heyrist hærra i henni). Til að ná lyklinum að kassantim og stöðva klukkuna verður hann að fara með höndina í stóra könnu meó isvatni sem hann- fleygir lyklinum i kvóldið áður. Á þennan hátt einan telur hann sig öruggan að vakna á morgnana. Tilvitnun úrSunday Graphic. sem tekin var upp í dákinn .. liiis Engtand"i New Statesman 33. tbl. Vikan 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.