Vikan


Vikan - 28.08.1980, Qupperneq 5

Vikan - 28.08.1980, Qupperneq 5
Texti og Ijósm.: Jón Ásgeir KVEN- RÉTTINDI María Luise Eðvarðsdóttir er húsfreyja að Hrís- dal í Miklholtshreppi á Snœfellsnesi. Hún er formaður kvenfélagsins Liljunnar í Miklholts- hreppi, formaður Kvenfélagasambands Snœfells- og Hnappadalssýslna og var nýlega annar fulltrúi Kvenfélagasambands íslands á þingi alþjóðlegra samtaka sveitakvenna í Hamborg. María kennir einnig fulla kennslu við Laugargerðisskóla í Hnappadalssýslu og leikur á orgel í Fáskrúðarbakkakirkju og Miklholts- kirkju. Hún gaf sér góðan tíma til að ræða við blaðamann sunnudag einn í júlíbyrjun þótt hún ætti eftir að leggja síðustu hönd á undirbúning aðalfundar kvenfélagsins Liljunnar sem halda átti kvöldið eftir. I Hrísdal eru 7 kýr í fjósi og um 320 kindur. Ræktað tún nemur nær 40 hekturum. María við píanóið sem hún keypti árið 1965. — María. þú erl einn af stofnendum samtaka áhugamanna um gregorískan söng Isleifsreglunnar og þú kennir tónmennt i Laugargerðisskóla i Hnappa- dalssýslu. Hvernig hófst þinn tónlistar- . ferill? — Ég er fædd og uppalin i Bergheim i ‘ Þýskalandi. Í foreldrahúsum ólst ég hreint og beint upp við tónlist. Faðir minn var tónlistarkennari við mennta- skólann í Bergheim. stjórnaði einnig [ blönduðum kór þar og var organisti í tugi ára. Satt best að segja man ég ekki hvenær ég lærði að lesa nótur. Eitt af þvi fyrsta sem ég man i þeim efnum er frá afmælis- degi pabba. Kollegar hans komu í heimsókn um morguninn, og þeir sátu allir og léku saman á ýmis hljóðfæri og dreyptu á léttvini. Pabbi spilaði á pianóið — en ég fletti nótnaheftinu fyrir hann. Ég var ekki stærri en svo að ég þurfti að standa uppi á skammeli til að ná upp i nótnaheftið. En þá þegar var ég orðin glögg við nótnalestur vegna þess að ég vissi án til- sagnar hvenær átti að fletta. Tónlistarnám niitt í Þýskalandi snerist einkum um kórstjórn. Ég lærði hjá hinum þekkta Fritz Jöde á námskeiðum í borginni Vlotho en þar var miðstöð æskulýðsstarfsemi Vestur Þýskalands. Þessari miðstöð stjórnaði Klaus von Bismarck sem nú veitir útvarps- og sjónvarpsstöðinni Norddeutscher Rundfunk (NDR| í Köln forstöðu. Ég vann mikið við æskulýðsstarf kaþólsku kirkjunnar og við kórstarf og ég var i unglingakór NDR. Kórstjórn lærði ég lengstum hjá Egon Kraus í Köln en hann kennir þar enn. Mér finnst kórstjórn Þorgerðar lngólfs- dóttur minna mjög á hinar fingerðu hreyfingar sem Egon Kraus beitir. Ég stundaði einnig nám í tónlistar- deildinni við háskólann I Köln, hjá prófessor Karl Kahl. Undirstöðuatriðin i orgelleik lærði ég hjá ungum manni, sem við kölluðum ..Mozart” i gríni, en hann hét í rauninni F. J. Langen. Ég var ekki nema I5 ára þegar ég byrjaði árið I940 að leika á orgel í þorpinu Paffendorf en kirkjuna þar vantaði organista. Ég lék einnig á orgelið i skólamessum í Bergheim, heimaborg minni. Ég hafði ekki snert á nótnaborði í I6 ár þegar ég keypti mér pianó árið 1965. Svo að ég er hreint enginn snillingur i orgelleik, mér finnst ég raunar fremur leiðinlegur orgelleikari. — Hver urðu tildrög þess ad þú tókst aftur til rið tánlistariðkun að einhverju ráði? — Rósa Björk Þorbjarnardóttir, kona séra Árna Pálssonar, kom til mín og bað mig að syngja með krökkum i Laugar- gerðisskóla. Og ég byrjaði á þvi í janúar árið 1966. Píanóið keypti ég fyrir arfahlut minn eftir móður mina. Ég fékk á þeim tima 15.000 krónur i arf og sú upphæð dugði til að kaupa notað pianó. Séra Eniil Björnsson átti lengi píanóið sem ég keypti. Hann seldi það Pálmari Isólfs- syni, bróður Páls Isólfssonar, þegar hann flutti af landi brott, og Pálmar seldi mér pianóið sem þá var nýuppgert. Yngsta barnið okkar var 4 ára þegar ég byrjaði að kenna i Laugargerðisskóla. Ég ól átta börn á níu árum og sex þeirra lifðu. Þegar maður lítur til baka var þetta mikið basl en á meðan það stóð yfir fannst mér svoekki vera. Ég byrjaði að kenna 8 bekkjum i Laugargerðisskóla, hverjum um sig I kennslustund I viku. Meðfram kennslunni lærði ég öll íslensku lögin sem ég kann núna. Kennslan er orðin svo gott sem fullt starf, ég kenni bæði tónmennt og ensku, milli 25 og 28 kennslustundir í viku. Hvers vegna Jiuttirðu til Islands og hvenær kynntistu eiginmanni þinum. Kristjáni Sigurðssyni bónda? — Ég kom til Reykjavíkur með togaranum Karlsefni þann 22. október árið 1949. Ég hafði ráðið mig til eins árs i vist hjá íslenskum hjónum, Geir R. Tómassyni og Elfriede, konu hans. Geir hafði lokið tannlæknisnámi í Þýskalandi og þau hjón höfðu beðið prest nokkurn i Köln að svipast um eftir stúlku sem vildi koma til Islands i vist 35. tbl. Vikan 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.