Vikan


Vikan - 28.08.1980, Page 10

Vikan - 28.08.1980, Page 10
Draumar Uggur í okkur bádum Ágæti draumráðandi. Mig dreymdi í morgun draum sem ég býst svo sem við að rætist á einhvern hátt í dag (eins og hálfpartinn fyrir daglátum). Samt voru viss atriði sem mig langar að fá skýringu á sem mér fundust skrýtin, jafnvel þótt svarið komi of seint. Af hverju koma svörin annars svona seint? Ég hef skrifað þér áður en þótt það svar kœmi of seint eru sumir draumar þannig að mér finnst að þeir segi meira en bara fyrir daginn í dag. En hérna er draumurinn, hann er einfaldur en var svakalega sterkur og ég vaknaði svolítið < hissa. Hann var ekki mjög skýr. Mér fannst ég vera að fara að hitta mann sem skipti dálítið miklu málifyrir það sem ég er að gera I vinnunni, ekki svoleiðis samt að það hafi nein úrslitaáhrif. Ég hef samt verið svolítið spennt út af þessu en ekki sérstaklega kvíðin. Syo þegar ég hitti hann þá var eins og hann væri eitthvað óánœgður ogjafnvel hræddur við mig. Ég var voðalega vinsamleg en samt var eins og ekki gengi nógu vel að skilja hann. Það kom sér heldur illa fyrir mig. Svo uppgötvaði ég líka að ég hafði ekki náð því sem hann var að segja, nema því seinasta. Hann var samt ofsalega indœll og það endaði með því að mér fannst hann vera mjög skilningsríkur og hlýlegur, þrátt fyrir einhvern ugg I okkur báðum. Og ég var að hugsa um að það sem hann hefði sagt seinast skipti miklu meira máli en það sem ég hafði misst af og allt í einu fann ég svo að það sem hann ætti eftir að segja skipti mestu máli. Ég held ég hafi sagl honum það, alla vega var hann glaður. Er eitthvað í þessum draumi, ég er ekki viss? Ein óörugg Að einhverju leyti er hérna um að ræða afleiðingu hugsana í vökunni. Kvíði þinn fær útrás í draumi og sjaldnast eru slíkir draumar mjög marktækir. Þó er ýmislegt sem bendir til erfið- leika samfara þessari fyrir- huguðu samvinnu og líklega verður þú sjálf ekki sem ánægðust með atburðarásina. Forðastu samt að taka of mikið mark á draumnum því langsennilegast er að áhyggjur í vökunni stjórni þar draumnum og rugli því merkinguna. Vikan er unnin margar vikur fram í tímann og þvi er lágmarksbið eftir ráðningu um fjórar vikur. Flestir draumar eru þess eðlis að ráðningin gildir um langtíma og því kemur það í fæstum tilvikum að sök þótt einhver bið verði eftir birtingu draumsins. Kjötkássa fyrir Guðlaug Þorvaldsson Kæri draumráðandi. Mig dreymdi fyrir nokkru furðulegan draum, viltu ráða hann fyrir mig? Mér fannst ég vera á vinnustað mínum og þar var margt manna. Þar þekkti ég og man sérstaklega eftir einum og það var Helgi sem er fréttamaður á Sjónvarpinu. Hann var heilmikið að segja en ekki man ég hvað. Allt I einu var ekki á hreinu hvar ég og allt þetta fólk var, það var eins og við værum öll komin eða að fara heim til mín. Og þá þekkti ég meðal annarra Guðlaug Þorvaldsson, fyrrverandi forsetaframbjóðanda. Hann var kominn með svo undarlegt sítt hár, eins og það hefði verið svart en var nú grásprengt og frekar gróft. Svo heyrði ég að einhver var að tala um að allt þetta fólk vœri orðið svo svangt og þá fannst mér að ég yrði að búa til eitthvað handa mannskapnum en ég átti ekkert nema fullan pott af hýðishrís- grjónum, sem voru soðin, og einhverja kjötafganga ísósu. Svo hugsaði ég mér að blanda þessu öllu saman fyrir fólkið og setja ferskt grænmeti, tómata og gúrkur með. Mér fannst ég líka eiga lauk sem éggæti saxað út I. Út úr þessu gæti sem sagt orðið sæmilegur pott- réttur og hlyti að verða skárra en ekkert fyrirfólkið. Eitthvað fleira gerðist víst en þetta er það sem ég man. Hvað á þetta að tákna? Ein hissa. Fremur ólíklegt er að draumurinn boði áðurnefndu fólki eitthvað sérstakt, miklu líklegra að þarna sé um að ræða tákndraum sem hafi tals- verða þýðingu fyrir dreymandann í framtíðinni. Flest táknin eru jákvæð og boða þér bættari hag en áður en þó væri þér hollast að minnast þess að engin rós er án þyrna. Miklar kröfur eru gerðar til þín einmitt þetta tímabil ævinnar og það er ekki síst að þú gerir miklar kröfur til sjálfrar þín. Með seiglu og þrautseigju mun þér takast að sigla milli þeirra skerja sem á vegi verða og standa talsvert styrkari eftir en áður. Þér hættir ef til vill til þess að treysta öðrum um of, þótt öllum sé hollt að hafa jákvætt viðhorf til samferðamannanna er sjálfsagt að hafa augun opin fyrir hugsanlegum svikum. Margir eru því marki brenndir að hugsa einungis um eigin hag og ekki er ósennilegt að þú munir eiga eftir að kynnast óvenjumörgum af því sauða- húsi í tengslum við framtíðar- störf þín. Þú mátt eiga von á að lenda í miklum gleðskap næstu daga, ef til vill á vinnu- staðnum, og þar munu þér verða ljósari en áður bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar á samferðamönnunum. Að lokum: mörg táknanna gefa í skyn að fjármálin verði þér auðleystari en áður þegar fram líða stundir. Einmitt núna stendur yfir erfiðleikatímabil sem varla verður langvinnt og verður furðu fljótt að hverfa í minninguna sem svo margt annað. Tveir stuttir draumar Kæri draumráðandi! Mig langar að fá ráðna tvo stutta drauma, sem mig dreymdi: Sáfyrri er svona: Mér fannst ég standa á tún- bletti við bæ sem frændi minn á og horfa upp á fjall. Ég sá marga fallega hesta en ég tók þó sérstaklega eftir einum sem pabbi minn átti. hann var hvítur og ég horfði á hann fara úr hárum en þegar hárin fóru af honum þá var hann jarpur undir. Svo er það hinn: Mérflnnst ég standa inni í baðherbergi og horfa í spegil. ég var stokkbólgin vinstra megin I andlitinu og hafði mikla verki i því. Og ég horfði á sjálfa mig en mér fannst önnur manneskja standa við hliðina á mér gjörólík mér en samt fannst mér það vera ég. 8589-4609 Fyrri draumurinn er tákn veðra- brigða um það leyti sem þig dreymir drauminn. Hvíti hesturinn er fyrirboði snjó- komu, hvernig þú horfir á hann fara úr hárum merkir hlákuna og rauður eða jarpur hestur táknar yfirleitt úrkomu. Siðari draumurinn er þér að líkindum fyrir óvæntum hagnaði og velgengni því samfara. Draumurinn er ekki nægilega skýr til þess að hægt sé að fullyrða á hvern máta þennan hagnað ber að höndum, hvort þarna er um að ræða arf eða einhvers konar annan ávinning. loVikan 35. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.