Vikan


Vikan - 28.08.1980, Page 16

Vikan - 28.08.1980, Page 16
Smásaga__________________________ IVIairi lét frá sér kálfaföturnar og lokaði stráþektu steinfjósinu á eftir sér. Hún stóð kyrr andartak og stór grá augu hennar horfðu á breitt flóamynnið opnast út á hafið. Sólin, sem nú var að setjast, varpaði gylltum bjarma á kyrran hafflötinn. En meðan hún horfði á þetta byrjaði vindurinn að gára vatnið og kyrrð dagsins vék fyrir óróa kvöldsins. Augnaráð hennar beindist nú að ströndinni þar sem ungur maður var að taka skorður frá litlum báti sem dreginn hafði verið upp fyrir þangið. Hún horfði á hann, tók upp föturnar og hljóp heim í húsið. „Þið Sandy róið til fiskjar núna, er það ekki, því það er svo kyrrt?” sagði móðir hennar þegar hún kom inn, uni leið og hún lét heitar flatkökur renna úr svuntunni á dúk. „Það er rétt,” sagði Mairi. „Sandy er nú þegar kominn niður að bátnum svo að ég verð að flýta mér að fá mér að drekka.” Hún horfði á móður sína láta smjörklípu á flatköku áður en hún lét hana fá hana. Mairi tók við kökunni, braut hana og lét smjörið renna yfir heita kökuna áður en hún beit í hana. „HvarerCassy?"spurði hún. „Hún er í herberginu að búa sig," sagði móðir hennar og kinkaði litillega kolli í átt til svefnherbergisdyranna. Cassy var frænka Mairi sem bjó i borg og þetta var í fyrsta sinn sem hún kom til eyjarinnar. Hún hafði orðið völd að þöglu gamni meðal fólksins i þorpinu, vegna þess að hún vildi alltaf skipta um föt á kvöldin þó ekkert væri hægt að fara, nema þá i kirkju á sunnudögum eða í heimsókn til nágrannanna, og þá sýndu konurnar að verkum dagsins væri lokið með því einu að taka af sér svuntuna. „Undir hvað er hún að búa sig núna?" spurði Mairi. „Nú, auðvitað að fara með ykkur Sandy til fiskjar,” sagði móðir hennar. Mairi leit undrandi upp. „Cassy ætlar þó ekki að koma með okkur?” Rödd hennar lýsti vantrú og örvæntingu. „Þú sagðir henni sjálf að hún gæti komið með, var það ekki?" „En ég var bara að stríða henni." mótmælti Mairi. „Hún vill þóekki koma meðialvöru.erþað?" „Hún er alveg ákveðin," sagði móðir hennar. „Þó Guð einn viti hvort hún verður eins áköf þegar hún sér stærðina á bát Sandys," bætti hún við hlæjandi. Mairi brosti dauflega og móðir hennar leit stríðnislega á hana. „Veit Sandy að hún kemur með?" Mairi hristi höfuðið og hnyklaði litil- lega brýrnar á fíngerðu enninu. Sandy vissi svo sannarlega ekki að hún kæmi og hún gerði sér i hugarlund skelfingu hans þegar hann sæi aðCassy væri með henni. Cassy var skemmtileg en hún var fín með sig og léttúðug og myndi gera sama gagn og pappirsár. Mairi ávítaði sjálfa sig fyrir að hafa talið frænku sinni trú um að hún væri velkomin með þeim á veiðar. Það var ekki sanngjamt gagnvart Sandy því fyrir hann var róðurinn ekki nein fristunda- vinna heldur krefjandi starf. Það var ekki aðeins að hann sæi öllum eyjar- skeggjum fyrir nýjum fiski heldur þurfti hann einnig að veiða nóg til þess að auka birgðir sínar af saltfiski, sem var ómiss- andi sem beita i humargildrurnar. En ef Cassy hafði misskilið stríðni hennar sem boð þá vissi Mairi að hin meðfædda kurteisi allra eyjarskeggja kom i veg fyrir að þau Sandy gætu sýnt nokkra vanþóknun á félagsskap Cassyar. Hún lauk hugrenningum sínum með þvi að vona að frænka sin skipti um skoðun þegar hún sæi hve bátur Sandys var litill og hve hann lak fyrst þegar hann kom I sjóinn. „Sandy verður ekki ánægður," sagði móðir hennar. Mairi leit upp. „Kannski er honum sama ef hún tefur ekki of mikið fyrir." Hún stóð upp, dró undan bekknum þykka og mikið notaða peysu og tróð sér i hana. Þar yfir klæddi hún sig í þunga, gamla ullarúlpu, sem náði alveg niður að stigvélunum hennar, og að síðustu batt hún dökkan ullartrefil yfir hnetubrúnt hárið. „Ég vona að þú hafir áminnt Cassy um að fara í viðeigandi föt," sagði Mairi viðmóðursína. „Það gerði ég svo sannarlega. En hvort hún tekur nokkurt tillit til þess veit ég ekki. Við verðum bara að sjá hvaðsetur.” Mairi stóð við borðið og var að Ijúka við aðra flatkökuna þegar Cassy kom út úr svefnherberginu. Hún var I þunnum skærlitum jakka, þröngum gallabuxum og sandölum sem sýndu vel rauðlakk- aðar táneglur. Á höfðinu var hún með þunna slæðu sem varla huldi Ijóst hárið. Mairi leit hornauga á klæðnað frænku sinnar og móðir hennar hló ánægju- hlátri. „Ég held, stúlka min, að þú ætlir frekar að veiða þér milljónara en makríl i kvöld," sagði hún ertnislega við systur- dóttur sina. „Hvað er að mér núna?" spurði Cassy með uppgerðar örvæntingu. „Þú sagðir mér að fara I eitthvað vatnshelt og það gerði ég. Þó ég geti ekki skilið hvers vegna,” bætti hún við og beygði sig til þess að lita út um gluggann. „Ekki rignir hann." Mairi brosti til frænku sinnar. „Það þarf ekki rigningu til þess að þú bleytir þig," útskýrði hún. „Sjórinn mun áreiðanlega sjá til þess. En þér verður ekki aðeins kalt I þessum fötum heldur er mjög liklegt að þú eyðileggir þau." Hún beygði sig niður og dró gúmmístíg- vél undan bekknum. „Hérna, þér er best að vera I þessum," sagði hún við frænku sina. „Og hér er gömul oliukápa af pabba sem ætti að hlífa þér." En nú var það Cassy sem hló. „Nei. þakka þér fyrir,” sagði hún ákveðin. „Ég er ekki vön að líta út eins og kolapoki," hélt hún áfram. Hún virti fyrir sér með fyrirlitningu grá og víð föt Mairi. „Ég held frekar að þú hræðir burt fiskana i þessum klæðum, Mairi," sagði hún stríðnislega. „Alla vega koma fötin mín í veg fyrir kulda og bleytu,”svaraði Mairi rólega. „Það verður nógu hlýtt." fullyrti Cassy. Mairi yppti öxlum. „Ef svo er þá er okkur best að halda af stað." Niðri við ströndina var Sandy að eiga við bátinn sinn og ef Cassy brá nokkuð við að sjá stærðina á bátnum þá lét hún ótta sinn ekki I Ijós. „Coo-ee, Sandy!" kallaði hún. Sandy reis upp og starði furðu lostinn á hana. „Coo-ee!” kallaði hún aftur. „Ég ætla að fara að fiska með ykkur. Mairi sagði að það væri i lagi.” Sandy sendi Mairi hræðilegt augnaráð og leit svo aftur á Cassy. „Ekki þó i þessum fötum?” sagði hann og brosti stirðlega. Augu hans hvörfluðu áskærlitan jakkann og sandalana og stönsuðu augnablik við lakkaðar táneglurnar. Þegar hann leit upp aftur var vottur af feimnislegri aðdáun á rjóðu andliti hans. „Það gagnrýna allir fötin mín," kvartaði Cassy og lét sem hún væri móðguð. „Mér þætti gaman að vita hvað er athugavert við þau.” Sandy ræskti sig. „Það er svo sannarlega ekkert að þeim,” sagði hann óöruggur. „Það er bara það að þau eru of fin til þess að þú getir verið i þeim i svona gömlum bát eins og mínum. Þú gætir fengið á þig tjöru og eyðilagt þau." Cassy brosti ertnislega. „Ég tek áhættuna,”sagði hún. Það var eitthvað i svip Cassyar sem fékk Mairi einnig til þess að líta á Sandy. Það var eins og hún sæi hann með augum frænku sinnar og tók nú eftir breiðum herðum hans, hörkunni i munnsvipnum og hökunni, himneskum blámanum í augum hans og hlýjum koparlitnum á úfnu hári hans. Skyndilega fann hún að hún fylltist stolti hans vegna. Það var ekki fyrr en núna sem hún sá hann sem annað en Sandy, leikfélaga hennar í æsku, samherja i vinnu og leik og, vegna þess að þau voru einu jafnaldrarnir á eyjunni, sem verðandi eiginmann sinn. Eins og allir aðrir höfðu Mairi og Sandy tekið þessu verðandi sambandi sínu eins sjálfsögðu og regni og vindi, sáningu og uppskeru. Til þess var ekki enn kominn timi en sá timi kæmi örugglega. Þetta vissu þau og þangað til myndi tryggð þeirra vera ónefnd nema hvað þau skildu þarfir hvort annars eins og fólk sem veit að það tilheyrir hvort öðru. Rödd Sandys truflaði hugsanir hennar. „Ertu tilbúin, Mairi?" Hlýðin greip hún í borðstokkinn á móti honum og saman ýttu þau bátnum út á sjó. „Þið eruð svo sannarlega sterk," hrópaði Cassy og trítlaði varlega yfir steinana. Sindrandi augu hennar hvíldu á Sandy. Sandy svaraði með þvi að horfa á fætur hennar. „Þú eyðileggur þessa skó,” sagði hann við hana. „Hún á það skilið,” greip Mairi fram í og brosti. „Hún tók hvorki mark á mér né mömmu þegar við sögðum henni að fara í stígvél." Sandy þaggaði niður í henni með reiðilegu augnaráði. „Ég býst ekki við að frænka þín hafi nokkurn tima á ævinni farið í stígvél.” Cassy brosti bliðlega til hans. „Það er best að þú farir úr þeim,” sagði Mairi. „Þú átt hvort eð er eftir að blotna i fæturna.” Cassy leit niður á fætur sér og síðan á Sandy. „Þú getur borið mig,” stakk hún upp á. „Þú ert nógu sterkur til þess, er þaðekki?" Sandy blóðroðnaði. Mairi fann bæði til aðdáunar og öfundar á léttúð frænku sinnar. Hún, velti þvi fyrir sér hvað Sandy myndi gera. Þau gátu sést frá næstum hverju húsi í þorpinu og hún var viss um að hann tæki ekki þá áhættu að verða aðhlátursefni fólksins ef hann sæist gera þaðsem Cassy stakk uppá. En i stað þess að neita brosandi, sem Mairi bjóst við, leit Sandy snöggt og rannsakandi til húsanna áður en hann lyfti grannvöxnum líkama Cassyar upp I bátinn. Mairi duldi undrún sína. Nú, jæja, hún afsakaði hann fyrir sjálfri sér og hugsaði að hann hefði ekki viljað tefja frekar frá veiðunum. „Hamingjan sanna! Þú ert svei mér sterkur,” sagði Cassy. „Ah, þú vegur ekki meira en smá- fugl,” tautaði Sandy stamandi og sneri sér undan aðdáunarfullu augnaráði hennar. Hann ýtti bátnum frá með annarri árinni. „Upp í með þig, Mairi!” skipaði hann stuttur i spuna. Hún flýtti sér um borð og settist hjá Cassy. Sandy tók báðar árarnar og reri með sterk- legum og ákveðnum tökum út úr firðinum. „Nú tekur þú við, Mairi,” sagði hann. „Stefndu út á miðin." Eins og vanalegt var. þegar þau reru saman, gerði hún eins og hann sagði henni. Hún settist á stafnþóftuna þar sem hann hafði setið en hann fór aftur i skut. Það var þegar hann lyfti hlemmn- um í skutnum til þess að ná I fiskilínuna sem Cassy æpti. „Það kemur vatn i gegnum botninn á bátnum!” veinaði hún. Sandy sendi henni glott sem átti að vera traustvekjandi. Mairi sagði róandi: 16 Vikan 35. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.