Vikan


Vikan - 28.08.1980, Side 18

Vikan - 28.08.1980, Side 18
Smésaga „Það gerir það til að byrja með en svo hættir það. Það er engin ástæða til þess að hræðast.” Svo bætti hún við: „Það er austurtrog undir þóftunni hjá þér-ef-þd vilt gera eitthvað í málinu.” Cassy fann austurtrogið og tók að ausa eins og lif þeirra lægi við. Sandy og Cassy sátu bæði á miðþóft- unni og sneru bökum i Mairi. Hún reri, ákveðin á stefnunni, og sá að Cassy var farin að striða Sandy, ákveðin í að draga hann upp úr hlédrægninni, og allt benti til þess að Sandy hefði gaman af félags- skapCassyar. Raddir þeirrá lækkuðu eftir þvi sem vinátta þeirra jókst, svo Mairi gat nú aðeins heyrt hlátur þeirra blandast saman við hljóðið sem myndaðist þegar báturinn klauf vatnið. Þá sá hún að Cassy var búin að taka hönd Sandys i sína og þóttist vera að lesa i lófa hans um leið og hún strauk sterka fingur han's. Mairi fannst eins og þau hefðu stein gleymt því að hún væri þarna og hún fann til gremju yfir því að Sandy virtist svo upptekinn af frænku hennar að hann tók ekkert eftir að það var tekið að hvessa og róðurinn var orðinn erfiður. Hún hvíldi sig aðeins. „Ah, Mairi! Við erum ekki nærri komin út á miðin. Þú ert þó ekki strax orðin þreytt?" Háðið i rödd hans særði stolt hennar yfir kröftum sínum. „Nei, ég er sko ekkert þreytt,” sagði hún og tók að róa af enn meiri krafti en áður. Við miðin, þar sem dökkir klettar risu þverhnýptir upp úr djúpum skugga- legunt sjónum, hægði Mairi á áratök unum og báturinn tók að velta á öldunum. Sandy bjó sig undir að setja út línuna. Cassy, sem hafði nú ekkert að fást við, greip fast um borðstokkinn og horfði óttaslegin á ógnvekjandi klettana þar sem öldurnar skullu inn i þröngar skorur og köstuðust aftur ut í sjóinn. Þarna ómaði allt af bermáli og þegar gargandi máfur flaug lágt yfir þau æpti C'assy. Sandy sneri baki í hana og hann var of upptekinn við linuna til þess að veita henni athygli. Hún sneri sér biðjandi að Mairi. „Ég er hrædd!" sagði hun. „Ég vildi að ég hefði ekki komið." Mairi ætlaði að fara að hughreysta hana þegar Sandy hrópaði æstur. „Þarna eru þeir, Mairi! Haltu bátnum kyrrum.” Hann tók að draga inn línuna og á hverjum hinna átta öngla spriklaði litrikur makríll. „Þeir eru stórir," hrópaði hann glaðlega og fór að taka þá af öngiunum og kasta þeim i báts- botninn. Cassy gaf frá sér hryllingshróp þegar fiskarnir sprikluðu kringum fætur hennar. Hún lyfti fótunum til þess að komast hjá því að snerta þá en þá féll Borgar- stúlkan hún aftur fyrir sig á þóftunni og í botn bátsins. Mairi var of upptekin við að halda bátnum kyrrum til þess að geta rétt hjálparhönd en Sandy rétti óþolinmóður út handlegginn og dró hana aftur að hlið sér. I látunum féllu tveir fiskar aftur i sjóinn og á næsta andartaki gaf Cassy frá sér annað vein þvi einn önglanna hafði krækst í neðri vör hennar. „Æ, æ, æ,” vældi hún og leit tárvotum augum á Sandy, sent varð ráðþrota á svip. Mairi til undrunar festi Sandy linuna með þvi að stíga á hana og tók siðan höfuð frænku hennar undir handlegg sinn og tók að mjaka önglinum varlega út. Síðan tók hann vasaklút Cassyar, dýfði honum i sjóinn og þerraði blóðið varlega af andliti hennar. Mairi gerði heiðarlega tilraun til þess að dylja undrun sína. Hún hafði aldrei fyrr séð nokkurn eyjarskeggja sýna slika umhyggjusemi, nema kannski þegar veik kýr átti i hlut. En nú fann hún að hún var aftur farin að afsaka fyrir sér einkennilega hegðun Sandys. Þegar allt kom til alls gat hann ekki haldið veið- unum áfram fyrr en öngullinn var laus og i stað þess að eiga á hættu að missa af torfunni, eins og hefði auðveldlega getað orðið ef hann hefði farið að sýna C'assy hvernig losa átti öngulinn, þá hafði hann örugglega gert þetta bara til þess aðflýta fyrir. Það var vel skiljanlegt, sagði hún við sjálfa sig. Það sem hún gat ekki skilið var hvers vegna hann leyfði Cassy að halda stöðugt utan um handlegg hans þegar hann ætti að einbeita sér alveg að veiðunum. Skýrt brimhljóðið gaf henni til kynna að hún gætti ekki starfa sins sem skyldi. Hún sneri stefninu aftur til hafs og vonaði að þegar Sandy væri búinn að leysa flækjuna á línunni tæki hann við róðrinum og leyfði henni að veiða. ! stað þess kallaði hann yfir öxl sér: „Snúðu heim núna, Mairi!" „Heim?" endurtók hún undrandi. „En við erum bara komin með sex fiska!" Undir venjulegum kringum- stæðum hefðu þau ekki farið að hugsa til heimferðar fyrr en að minnsta kosti hundrað makrílar væru komnir i bátinn. „Ég vil lika renna fyrir, Sandy,” sagði hún. „Ah, nei. Við skulum fara. Frænku þinni er orðið kalt." Vonsvikin sneri Mairi bátnum. Hún ætlaði ekki að afsaka Sandy núna. Hún sagði sjálfri sér að hún skammaðist sin fyrir hann. Hún var líka reið út i hann. En þegar hún sá hvað Cassy sat þétt upp að honum og hvernig hún horfði á hann fann hún hvernig maginn í henni herptist saman. í fjörunni sagði Sandy: „Þú verður hér og hreinsar fiskinn, Mairi. Cassy hefur ekki gott af því að hanga hér og hún verður fljótari upp hliðina ef ég fylgi henni. Herpingurinn, sem Mairi hafði fundið innra með sér, hvarf nú og sér til undrunar fannst henni eins og hún væri að brenna að innan, en eldinn lægði fljótt og hún tautaði eitthvað sem átti að vera samþykki. Hlíðin virtist brattari en vanalega og hún kenndi þreytunni um, vegna þess að hún hafði róið meirihluta ferðarinnar. Aftur fann hún til reiði i garð Sandys og frænku sinnar. Þegar hún kom inn í dauflýst eldhúsið sat Sandy með tebolla á bekknum og varðist stríðni föður hennar vegna lítils afla. Cassy sat við eldinn. Bólgin vörin gerði svip hennar fýlulegan og hún kvartaði yfir þvi að hún gæti hvorki drukkið né etið vegna sársaukans. Mairi fann að móðir hennar beið eftir viðbrögðum hennar svo hún tók léttan þátt í hnútukastinu milli föður sins og Sandys. Loks stóðSandy upp. „Ég held að það sé best að ég komi mér heim." sagði hann. „Mairi," sagði móðir hennar, „ef þú ert ekki orðin of þreytt viltu þá fara með Sandy og ná i ullina hjá móður hans? Ég þarf að senda nokkur reifi næst þegar Angusferí land." „Ég er ekkert þreytt," sagði Mairi og fór á eftir Sandy út í rökkrið. Hann virtist önugur og annars hugar svo þau töluðust aðeins við með einsatkvæðis orðum þar til þau komu heim til Sandys. „Far þú inn," sagði hann. „Ég ætla að fá mér að reykja hérna úti." Hún náði í ullina og ræddi aðeins við móður Sandys. Þegar hún kont út aftur hafði hann ekki enn kveikt í vindlingn- urn sem hann var með uppi i sér en sparkaði í smásteina í stígnum. „Oich e Veag, Sandy!" sagði hún þegar hún gekk fram hjá honum. „Góða nótt. Mairi!” svaraði hann, en þegar hún hafði gengið nokkur skref frá honum kallaði hann á hana. Hún reyndi að vera eins svipbrigðalaus og hún gat. „Mairi," sagði hann hikandi, rödd hans var rám. „Mig langaði bara til að segja þér svolítið um . . ." hann hikaði. „Það er frænka þín. hún Cassy . . . Mér líkar mjög vel við hana . . . Hún er mjög snotur stúlka ..." „Það er hún sannarlega,” viðurkenndi Mairi því hún vissi að það var satt. En hún gat ekki horfst i augu við hann og orð hans áttu svo vel við herpinginn í maga hennar að hún fann hvernig henni kólnaði allri. „Hún er öðruvísi . . . öðruvísi en þú,” hélt Sandy áfram. Hann leitaði að orðunum. „Ég á við, ég gæti ekki hugsað mér þig i þessum skrýtnu fötum, ha, Mairi? Ekki þessum skóm alla vega." Mairi pindi upp úr sér hlátur. Sandy leit undan og svo aftur á hana. Síðan leit hann niður á jörðina, á milli þeirra, og tók að krafsa með tánni. Mairi beið. Hún þekkti hann svo vel; hún vissi að hann var að herða sig upp í að segja henni eitthvað; hún vissi líka að hann skammaðist sin fyrir það sem hann ætlaði að segja. Hún fann hvernig kuldinn innra með henni nisti hana en hún þvingaði sig til þess að lita á hann. Með erfiðismunum virtist Sandy kalla fram nógu mikið hugrekki og orð hans komu í einni stamandi gusu. „Þú skilur hvað ég er að reyna að segja, Mairi . . . Þú veist hvað ég á við? Cassy er alveg indæl stúlka . . ." Aftur tók hann að sparka i mölina. „Ég vil ekki segja neitt á móti henni. Mairi, en . . Rödd hans varð biðjandi. „En, Mairi, komdu ekki aftur með hana að veiða þvi þá veiðum viðekki neitt..." Hún varð svo hljóð þegar hann hafði lokið máli sinu að hann varð áhyggju- fullur og hélt að hann hefði móðgað hana. „Ég veit að hún er frænka þin, Mairi, og við verðum að vera góð við hana . . .” Það var afsökunartónn í rödd hans. „En ..." „Það er allt i lagi, Sandy.” Stirðnað bros Mairi varð eðlilegt og kuldinn hvarf fyrir innilegri gleði svo hún vildi helst sparka af sér stígvélunum og dansa. „Ég skil.” Þau horfðu hvort á annað og blikið i augum hennar speglaðist i augum hans þar til hann, eins og hann færi hjá sér vegna léttis sins, kveikti í vindlingnum og saug ánægjulega að sér reykinn. „Við hittumst þá á morgun, Mairi," sagði hann. „Bara við tvö?" „Á morgun," lofaði hún. „Ef það verðurlogn." Hann leit upp i himininn. „Það verður logn," fullvissaði hann hana ánægður. „Oich e Veag þá, Sandy,” sagði hún aftur. „Oich e Veag," sagði hann glaðlega. Sandy stansaði fyrir utan dyrnar og hlustaði á fótatak hennar hverfa út í nóttina. Hann heyrði það verða hraðara eins og hún væri farin að hlaupa. En hann var ekki nógu lengi úti til þess að heyra hana syngja. Endir 18 Vikan 35* tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.