Vikan


Vikan - 28.08.1980, Page 29

Vikan - 28.08.1980, Page 29
Við 2000 ára gamalt Panþeon: Carmelo alla Rosetta spýttu á gesti sem öðru hverju spýttu vatni út á gólf og gesti. Aftast voru svo þrjár tegundir Miðjarðarhafsfiska. Til hægri við innganginn var eldhúsið á bak við gler. Þar mátti sjá mikinn atgang. eldglæringar og pönnuhristing. Framan við það var borð. þakið græn meti og ávöxtum. Allt þetta var gaman að skoða. meðan við biðum eftir borði. Klukkan var orðin hálfellefu að kvöldi. Stöðugur straumur var af fólki inn um dyrnar. en aðeins þeir fengu að biða. sem höfðu pantað borð. Flisar voru á gólfi og grófar flísar upp eftir veggjum. Þar fyrir ofan voru groddalegar sjávarlifsskreytingar innan um matreiðsluviðurkenningar. Mjög þröngt var setið og hávaðasamt i 60 sæta aðalsalnum. en heldur rólegra i 15 sæta hliðarsal til vinstri. þar sem okkur var visað til sætis eftir stundarfjórðungs bið. Það er Sikileyingur. sem á Carmelo alla Rosetta. Flann fær fiskinn og sjávar- dýrin daglega beint frá Marzara del Vallo á Sikiley. Franskir matreiðslu- gagnrýnendur segja. að Belon ostrurnar hans séu betri en i Paris og að grillaði humarinn sé bestur i heirni. ásamt þeini. sem Madame Brun býður upp á i Marseilles. Hlaupið um með látum Við fengum auðvitað sjálf að velja okkur matinn af borðinu frammi. Við 5 létum oslrurnar eiga sig. enda nokkuð dýrar. Við fengum okkur dálítið af skeljum á 5.000 lirur. nokkra scampi . humra á 3.500 lírur og svo einn Miðjarðarhafsfisk. sem ég þekki ekki. en hét Trancia á matseðlinum. á 16.000 lírur fyrir tvo. Þjónarnir voru klæddir eins og sjó- arar. í dökkbláum buxum ogdökkbláum peysum. Sá. sem annaðist okkur. var hjálpsamur og þægilegur. Athyglisvert var. að þeir gengu ekki. heldur hlupu um með látum. Allt andrúmsloftið á staðnum var eins og á uppákomu. meðan italskir gestir deildu við þjóna um. hvort þessi eða hinn maturinn væri ætur. Þrenns konar skeljarnar. sem við fengum. voru mjög góðar. smjörsoðnar og hvitlaukskryddaðar. Grillaður fiskurinn var Ijómandi Þetta er Trevi brunnurinn. Likneskiö fyrir miöju er af Neptúnusi. góður. minnti dálitið á smálúðu og var borinn fram nteð sitrónu einni sanian. Scampi-humarinn var einnig mjög góður. ferskur og finn, svipaður að gæðum og besti humar. sem fáanlegur er heima. Scampi er italskur humar. sem heitir á visindamáli Nephrops Norvegicus, skyldur islenskum leturhumri og hinum frönsku „langoustines". Hann þykir þó áberandi bestur þessara frænda. enda er hann kjötmeiri. Reynsla okkar I Carmelo alla Rosetta varð ekki til að afsanna það. ítalskur scampi er venjulega núinn aö utan með olífuolíu og salti. áður en hann er settur á grillið. Hitinn er hafður fremur vægur og humrinum. sem er i skelinni. er stöðugt snúið við. Öðru hvoru er hann tekinn af grillinu og burstaður með meiri olifuolíu. Þetta tekur um það bil 15 mínútur. Í veitingahúsum fyrir ferðamenn eru alls konar rækjur kallaðar scampi. I>ess vegna er ráðlegt að biðja um að fá að sjá humarinn. áður en hann er matreiddur. Þess þarf auðvitað ekki á Carmelo alla Rosetta. þar sem hann er i anddyrinu fyrirallraaugum. Með þessum dásemdum fengum við ekki Sikileyjarvin. heldur Apúliuvin. hvitt Ricardo. þurrt og gott vín. sem dró þóekki athyglina frá sjávarréttunum. Á eftir var boðið upp á fersk jarðarber og kirsuber. ..fragole" og „ciliege". 2.000 lirur hvor réttur. Þetta varð næstdýrasta máltiðokkará ítaliu á eftir þeirri á Papa Giovanni. sem lýst var i siðasta tölublaði Vikunnar. Það stafar þó ekki af okri heldur af þvi að á Italíu eru sjávarréttir. þar á meðal fiskar. mun dýrari en kjötréttir. Veislu- matur i Carmelo alla Rosetta kostar um 12.000 krónur á mann. Al Moro við Trevi brunninn fræga Klukkan var farin að nálgast eitt. þegar þessari veislu var lokið. Það var upplagt að lengja daginn með þvi að rölta yfir Via del Corso um það bil 800 Hér er Al Moro i nágrenni Trevi brunns (Ljósm.: KH). Carmelo alla Rosetta lætur ekki mikið yfir sér. Panþeon er í baksýn. (Ljósm.: KH). metra upp að Trevi brunninum fræga. sem margir þekkja úr bíómyndum. Þar snýr maður baki i brunninn, kastar tveimur skildingum i hann yfir öxlina. Fyrri skildingurinn á að tryggja endur komu okkar til Rómar og hinn siðari á að uppfylla einhverja ósk. Rétt áður en komið er að Trevi hrunni. er lílið sund, sem heitir Vicolo delle Bollette. Þar á númer þrettán er enn einn frægðarstaður rómverskrar matargerðar. A1 Moro. þar sem signora Romagnoli ræður rikjum I eldhúsinu. Þessi staður er heldur dýrari en Carmelo alla Rosetta. Búast má við, að veislan kosti 15.000 krónur á mann og hádegis- snarlið 7.500 krónur. Þarna lyktar allt af lauk og hvitlauk innan um græna veggi og nútíma málverk. Sérgreinar hússins eru svina- siður „agrodolce", Bologna-kjúklingar gufusoðnir, svo og „Abbacchio arrosto". sem er grillað mjólkurlamb. Þessu góðgæti er skolað niður með góðum vinum frá Aricciu. Í næstu grein vendum við svo yfir Tíberfljót til hinnar miklu Péturskirkju og veitingahúsa þar I nágrenninu. Jónas Kristjánsson (Carmelo alla Rosetta. Via della Rosetta 9, simi 656 10 07. lokað sunnudaga). IAI Moro. Vicolo delle Bollette 13. simi 678 34 95. lokaö sunnudaga og i ágústl. / næstu Viku: Taverna Giulia 35. tbl. Vikan 29

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.