Vikan


Vikan - 28.08.1980, Qupperneq 30

Vikan - 28.08.1980, Qupperneq 30
Viðtal Vikunnar PÁLMI alhygli. En vonandi er þetta að breytast. Nú loksins hafa verið felldir niður ýmsir skattaraf konserthaldi. Hrada adstödu hafið þid lil konserthalds? — Við höfum staði eins og Háskóla- bió og Austurbæjarbíó, Menntaskólann við Hamrahlíð, það er til þó nokkuð af góðum húsum, Félagsstofnunin og fyrir smærri uppákomur eru ýmsir staðir. Ég held að nýstofnað félag okkar, SATT, eigi eftir að gera stórátak i þessum efnum. Eitthvað í líkingu við það sem Jass vakning hefur gertfyrir jassinn? — Já, því býst ég fastlega við. Það ætti að vera þeirra áhugamál, þetta eru einu sinni hagsmunasamtök alþýðu- tónlistarmanna. Við höfum ekki haft aðra aðstöðu en þá sem við höfum skapaðokkursjálf. Þú hefur verið i alls konar músík? Er það tilviljun. ill nauðsvn eða finnst þér gaman að hreyta til? — Ég hef gaman af að breyta til. kannski er það leit að fjölbreytni, sem fær mig til að taka þátt í alls konar uppákomum. Nú ert þó orðinn hálfgerð almenningseign. hvernig kanntu við það? — Mér finnst það allt i lagi. Mér finnst gott að vera meðal fólks, blanda geði við það. Og hvernig gengur svo að lifa af starfmu? — Þaðgengurauðvitaðekki nógu vel. Það hefur sýnt sig að þeir sem mest eru í þessu gera ekki betur en rétt að skrimta. Hvað er tilráða? — Fyrir fjórum árum ákvað ég að taka músík sem aðalatvinnu mina. og það er alveg á mörkunum að ég hefði nokkuð út i það að gera. Það er stór hópur tónlistarmanna út um allt. sem ekki getur haft þetta að aðalatvinnu. vinna fullan vinnudag og verða að nota kvöldin til að sinna þessu hugðarefni sinu. Það hefur verið litið á okkur sem nokkurs konar gaggara og gólara. Það er ekkert grin að hella sér út I þennan bransa, ég verð að viðurkenna það. Hvað veldur því þá. að menn fara úl i hann? — Það er músíkin númer eitt og það. að maður hefur gaman af þvi að „Þið eruð ekkert hrædd við ketti, er það?" sagði Pálmi Gunnarsson, þegar blaðamaður var að mæla sér mót við hann á dögunum. Blaðamaður fullviss- aði Pálma um að hann elskaði ketti, og þaðgerði Ijósmyndarinn lika. „Hann er svolítið sérstakur," sagði Pálmi, hann sat með kisa sinn í fanginu í ruggustólnum úti á flöt heima hjá sér í Sundunum. Ekki gafst þó tækifæri til frekari kynna VIKU-fólks og kattarins að þessu sinni, hann kaus frekar að eyða deginum með gráu kærustunni sinni, en „Hann er svolítið sérstakur þessi . . Pálmi bauð upp á kakó og kökur inni við. Við dyrnar stóð veiðistöngin tilbúin i slaginn, en inni fyrir var ilmandi kakó- lykt. Pálmi hefur verið mikið I sviðsljósinu að undanförnu, bæði vegna útgáfu plötunnar hans og einnig með nýstofn- aðri hljómsveit sinni. Hljómsveitin hans. Friðryk, barst að vonum fljótlega í tal, og ég byrjaði á þvi að spyrja Pálma hvort hljómsveitin væri stofnuð af bjart- sýnum hug ... — Ég er mikill bjartsýnismaður. Heldurðu að þið munið hafa nóg að gera? — Já, það er alveg greinilegt, við vorum strax í júlí bókaðir fram í októberlok. Er lifandi músík i sókn? — Já, það er margt að gerast og kemur víða við. Lifandi uppákomur út um allan bæ, mér finnst bæjarlífið vera að breytast mikið. Það er t.d. jass- músikin. hún hefur verið framin bæði í Stúdentakjallaranum og Djúpinu, ja — á annað ár. Svo varð maður var við það. t.d. á Listahátíð í sumar, hvað allar lif- andi uppákomur voru vel þegnar almennt, af fólkinu i bænum. Þurfa tónlistarmenn að vera i beinu sambandi við fólkið sem þeir spila J'yrir. nægir þeim ekki stúdióvinnan? — Það sem er að gerast núna er að við erum að ná þessum tengslum aftur. þau eru nauðsynleg. Það vantar auðvitað mikið upp á að sambandið sé virkilega gott, það vantar meira af tónleikahaldi, t.d., þvi dansleikir sem slikir eru náttúrlega ekki beint besta aðferð til að koma lifandi músik á framfæri. Ég hugsa samt að þetta eigi eftir að breytast. Ef við fáum hið opin bera i lið með okkur, betur en nú er, þá er hægt að gera góða hluti. Þessari list- grein, alþýðutónlist, hefur reyndar verið skammarlega lítið sinnt. Við hefðum t.d. möguleika á að fá hingað erlenda tónlistarmenn og halda fleiri tónleika en núer gert. Eilthvað i líkingu við það sem var um 1970? — Já, þá var ágætt ástand í þessum efnum, en undir sömu kvöðum og nú, skattpiningu, sem alltaf hefur verið fyrir hendi. Það var bara heppni að alltaf var góð mæting á þessa konserta, en ég held ekki að neinn hafi farið neitt loðinn um lófana út úr þessu þá. Það var frekar verið að berjast fyrir því að fara sléttur út úr hverjum hljómleikum. Nú er talið sjálfsagt að styðja við bakið á menningarstarfsemi. ftnnst vkkur þið sem kenndir eru við alþýðu tónlist vera hlunnfarnir? — Ja, við höfum orðið fyrir alls konar skitkasti frá opinberum aðilum, verið kallaðir hrossabrestir og annað slíkt. Þegar við höfum leitað eftir aðstoð þessara aðila hafa þeir sýnt okkur frekar litla athygli. Frekar neikvæða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.