Vikan


Vikan - 28.08.1980, Qupperneq 39

Vikan - 28.08.1980, Qupperneq 39
Dr. Haefer kinkaði kolli. Hann var mjög kurteis. „Ef til vill get ég eitthvað aðstoðað. Það er stofnun við Hadamar sem ég hef stundum sent svipuð tilfelli." „Við værum mjög þakklátar. læknir.” Á þeirri stundu hafði Inga enga hug- mynd um hvort hún var að gera rétt. En þegar hún kom auga á Önnu húkandi i horninu, tóm og blinduð augun, hand- leggina spennta yfir brjóstin, þá sann- færðist hún um það að hér væri ekki um neitt að velja. Þetta kvaldi Ingu. Þessi grimmdarlegi og tilgangslausi atburður. Meðferðin sem Anna hafði þurft að sæta af hendi þriggja landa hennar — það hefðu getað verið menn sem hún þekkti — fyllti hana af máttvana við bjóði. Hún gat ekki gert sér í hugarlund svona grimman og blindan heim, heim sem allur vildi valda þjáningum og auð- mýkingu. Að eyðileggja einhvern jafnkátan og góðan og mágkonu hennar ungu? Hver var tilgangurinn? Hver hagnaðist á því? Inga var ekki vel menntuð kona en hún var hreinlynd að eðlisfari. Og nú sá hún Ijúfa unglingsstúlku eyðilagða, orðna að eins konar plöntu, ófæra um að gæta sín sjálf. Inga tilkynnti lögreglunni glæp- inn. Þegar varðstjórinn komst að því að hér var um gyðingastúlku að ræða hafði hann sent Ingu burt og glott ógeðslega. „Hún var áreiðanlega hóra, frú Weiss, þó hún hafi kannski haldið því leyndu fyrir fjölskyldunni." Inga hlífði móður minni við þessari sögu. Hún laug því að henni að lögregl- an myndi leita að nauðgurunum. „Og hvaða gagn gerir það?" spurði móðir min. Henni fannst hún sigruð. baráttuþrek hennar var á þrotum. „Það færir barninu minu ekki vitið aftur eða gerir hana heilbrigða. 0. við erum glat- aðar, Inga.” Meðan lnga hugsaði til móður minnar, einnar og loksins við það að láta bugast því stálvilji hennar var að brotna undan öllum þessum áföllum sem fjöl- skylda hennar varð fyrir, heyrði hún dr. Haefer segja hjúkrunarkonunni að hringja á hælið í Hadamar og vita hvort þeir gætu bætt við sjúklingi. Það virtist vera ágætt fólksflutningakerfi þangað á vegum stjórnarinnar. „Verður farið vel með hana?" spurði Inga. „Þér skiljið við hvað ég á.” Hún átti auðvitað við það að Anna vargyðingur. Haefer skeytti ekki um broddinn í spurningunni. „Að svo miklu leyti sem fjárhagurinn leyfir á stríðstimum.” „Þér segið að hún fari i dag?” „Eftir fáeina klukkutíma. Hún getur verið hér á stofunni þangað til vagninn kemur.” Mágkona min fann skyndilega til of- boðshræðslu. Hún hal'ði aldrei heyrt minnst á Hadamar. Nú reri Anna fram og aftur, hægt og með hendur spenntar um brjóstið. Það var eins og hún væri að reyna að halda inni djöflum. bæla niður óviðráðanlegan sársauka. fannst Ingu. Öll sú ást sem hún og nióðir mín höfðu ausið yfir Önnu eftir eldraunina hafði ekki getað losað hana úr einka-hclviti hennar. Læknirinn fullvissaði lngu um aðsér- þjálfaðir sjúkraliðar myndu lita eftir Önnu á hælinu. Hún fengi meðferð. Viss ný lyf gætu hugsanlega hjálpað. Hjúkrunarkonan kom inn til að fylgja Önnu á biðstofuna. lnga faðmaði hana að sér og kyssti hana á kinnina. En systir mín sýndi engin viðbrögð. „Anna, Anna, barnið mitt, ég er lnga, konan hans Karls. Þú hlýtur að þekkja mig. Manstu ekki eftir Rúdí? Eftir brúðkaupi i garðinum? Hús- inu í Groningstrasse?” Augu Önnu voru hulin og fjarri heim- inum. Þegar þú ert orðin betri kem ég og sæki þig. Við mamma sækjum þig. heim.” Og enn sýndi systir min engin við- brögð. Inga kyssti hana aftur. „Læknir, ég skil ekki hvað hefur gerst,” sagði hún. Hún var farin að gráta. „Hún var hugrökkust og kátust af öllum. Og núna . . ." „Svona tilfelli eru furðuleg. frú Weiss.” „Er ég að breyta rétt? Segið mér það. læknir. Kannski ætti hún að vera kyrr hjá móður sinni og mér. En hún virðist bara versna. getur minna gcrt.” „Stúlkan er mikið trufluð. næstum sjálfhverf. Þessi sérkennilega rugg-hreyf- ing er dæmigerð og örugg vísbending um djúpar geðflækjur. Þér gerið best í þvi að eftirláta hana læknismeðferð.” Orðið efiirláta olli því að hroll setti snöggvast að Ingu. „Yður verður sagt frá liðan hennar,” sagði læknirinn. „Og skilið kveðju til tengdamóður yðar. Hún er mjög fær píanóleikari, eftir þvi sem mig minnir best.” Hann gat ekki verið vondur maður, hugsaði lng’a, eða maður sem gerði Önnu mein. Kurteis og fullur samúðar og hann mundi eftir móður minni. Þegar öllu var á botninn hvolft þá hafði hann þekkt föður minn fyrr á árum. „Vertu sæl, Anna,” sagði Inga. Andartak leit Anna upp — eins og einhver hugsanatengsl hefðu orðið í flæktum huga hennar og hún skynjaði að einhver sem elskaði hana væri á förum út úr lifi hennar. En augun voru sljó og munnurinn slappur. Hjúkrunarkonan sagði fáein huggun- arorð meðan hún leiddi hana út úr her- berginu. Dagbók Eiríks Dorfs Varsjá í ágúst 1940. Hans Frank er landstjóri í þeim hluta Póllands sem við erum ekki formlega búnir að tengja Ríkinu. Dökkur, ákaf lyndur maður með nautnalegar varir. Hann reynir að vera sterkur, harður, en ég sé visst varnarleysi í fari hans, veik- leikamerki. Eins og hann væri greindi strákurinn i bekknum sem reyndi að vera meiri en hrekkjusvínin með þvi að grobba. Heydrich sendi mig til Póllands til að sjá hvernig flutningaáætlunin okkar gengi. Við flytjum hundruð þúsunda gyðinga austur á bóginn og söfnum þeim saman á stöðum eins og Lublin og Var- sjá. Frank komst siður en svo i mjúkinn hjá mér með þvi að hæðast að mér fyrir að vera „nýi strákurinn hans Heydrich”. Mér likaði ekki orðið slrákur og það sagði ég honum. „Ekki móðgast, majór Dorf. Augu hans og eyru ef svo má að orði komast. Sjálfsagt sendi hann þig til Varsjár til að njósna um mig. Til að sjá hvernig mér fersi stjórn nýju svæðanna úr hend’ ” „Já, það er nokkuð rétl ul getið. I fyrsta lagi vegna þess að þú kvartaðir um að þig vantaði l'jörulíu þúsund rikis starfsmenn í viðbót til að annast inn- streymi gyðinga og pólsku verkamenn- ina og í öðru lagi vegna fullyrðingar þinnar um að i Póllandi sért þú fyrir valdameiri samtökum en SS.” Frank pírði augun. „Svo því er þá þannig varið. Ég veit hvað þeir kalla mig. „Lénskónginn í Póllandi”. Ræn- ingja, bragðaref.” „Snúum okkur beint að efninu,” sagði ég. Ég sá strax að hann þurfti ég ekki að óttast. „Fjörutiu þúsund rikis- starfsmenn koma ekki til greina. Láttu gyðingana og Pólverjana stjórna sér sjálfa. Við viljum láta útrýma pólska aólinum, menntastéttinni og áhrifamikl- um trúarleiðlogum. Pólski múgurinn verður notaður i nauðungarvinnu, sömuleiðis gettó-gyðingarnir.” „Þú ert nokkuð sjálfsánægður af ttitt- ugu og átta ára krakka að vcra.” ^igði Frank. „Þú hlýtur að hafa villt Heydrich rækilega sýn.” 3S-tbl. Vikan 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.