Vikan


Vikan - 28.08.1980, Qupperneq 40

Vikan - 28.08.1980, Qupperneq 40
Framhaldssaga „Villt honum sýn?" „Ég veit að þú ert lögfræðingur eins og ég. Flokkurinn hatar okkur. Foring inn vill helst láta skjóta hvern einn og einasta lögfræðing i Þýskalandi. I>eir minna hann á gyðinga. Það sem varð mér til bjargar er að ég leysti stórkallana alla úr fangelsi á þriðja áratugnum en þá varst þú bara fretur í golunni." „Ég kannast við fyrri lagastörf þin fyrir flokkinn." „Og ég veit að þú kyssir rassinn á Fleydrich. Ég get ekki sagt annað en það að hann er farinn að ráða sér fina skril' ara.” Ég stokkroðnaði og mig hitaði i andlil ið þegar heitt blóðið streymdi 'upp háls minn. kinnar. eyru. En mér til mikillar ánægju fanri ég að ég þurfti ekki að ótt- ast Flans Frank. Hann hefur mikið verk að vinna en hann er utangarðsmaður. Fg hef lært það af Heydrich að valdið er eini sannleikurinn. Ef hægt er að ógna cinhverjum. gefa i skyn að maður hal i stuðning frá æðra yfirvaldi, láta viðkom ’andi finna að það sé sama hversu hátt- settur hann er. maður óttist hann engan veginn og hafi það jafnvel í sinu valdi að eyðileggja hann. þá sigrar maður hvern scm vera skal á endanum. Ég hef auðvitað engan veginn i hyggju að verða spegilmynd af Heydrich. Hann er hershöfðingi, sannur leiðtogi. og Frank hafði nokkuð fyrir sér er hann kallaði mig „skrifara". En ég greindi sjálfsmeðaumkunina i augum Franks, veikleikadrættina við munninn. Satt að segja minnti hann mig á sjálfan mig eins og ég var fimm árum áður. áður en flokkurinn og SS stæltu mig og kenndu méraðbeita valdi. Ég lagði skjalatöskuna mina á borðið hjá honum og við störðum hvor á annan í risastórri skrifstofunni þar sem rauðir, hvitir og svartir flokksfánar héngu og risamyndir af Foringjanum. Ég hefði getað espað hann frekar en ég gerði það ekki. Sannleikurinn er sá að innstu hringar flokksins treysta Hans Frank ekki fyllilega. Hann er alltaf að ■ þvæla um þörfina á lögum og lagastússi. Ég minntist glögglega áminningar Heydrichs að gleyma hugtökunum seni ég lærði í lögfræðideildinni. En Frank átti sér jafnframt fáa sina líka i metorða- girnd og blóðþorsta. siðleysi og slægð. Hann er afleit. blanda. SS veit það og hyggst beygja hann að sinum vilja.. „Ég er hundléiður á þvi að gyðingun um er hent í mig," sagði hann í kvörtun artón þegar ég hóf að lesa athugasemd irnar frá' Heydrich. „Þið hendið lúsug um júðskum pestargemlingum inn í Pól- land og hvað á ég svo sem að gera við þá? Jesús Kristur. ástandið var betra meðan SS skaut þá unt leið og þeir sýndu sig eftir innrásina i fyrra." -m—H-- „Það má enn eyða óæskilegum aðilum. Kommúnistum. Glæpamönn um. Óeirðaseggjum. Enn sem komið er má nýta gyðingana við framleiðslu. einkum á hernaðarvarningi. og það á að láta þá eiga sig. Og í Guðs bænum. láttu þá sjálfa stjórna gettóunum sinum. SS- mennina á einungis að nýta til að halda uppi aga, halda skrár. sjá til þess að verk iðséunnið." . . Hvikul skapgerð Franks gerði að verkum að mér var illmögulegt að halda uppi samhangandi samræðum við hanii. Hann var kannski lögfræðingur en hug arstarfsemin er í einni bendu. Hann fór að rausa um „Sjálfsstjórnarsvæði gyð- inga" — Varsjá, Lublin, Lodz. Skólp- ræsi, nefndi hann þau. drulludý sem yrði að uppræta. Svo teymdi hann mig upp úr þurru út að glugganum og sýndi mér vegginn mikla sem gyðingarnir voru skikkaðir að byggja um Varsjárgettóið. Hann á eftir að leggja fjárhag Varsjár í rúst. kveinaði hann. Gyðingarnir eru i mikilvægum stöðum utan gettósins. Nú verða þeir innilokaðir. Hvernig áttu verksmiðjurn ar að geta starfað fyrir utan? Ég svaraði að veggurinn. þessi viðamikla samsetn- ing múrsteina, smásteina. steypu og grjóts, væri byggður að beinni skipan Himmlers. Þegar Frank var aftur að þvi kominn að springa I loft upp sagði ég ákveðinn að einangrun gyðinganna væri mikils- verðari en fjármálin. Hann verður að finna einhverja leið til að halda verk- smiðjum og fyrirtækjum gangandi, gyd ingalausum. ef svo ber undir. Hann óð fram og til baka I stórri skrifstofu sinni og hælarnir glumdu á gljáfægðu gólfinu. Hann býr glæsilega. ímyndar sér að hann sé germanskur riddari, miðalda- barón sem pólskir þrælar þjóna. Ég leyfði honurn að rausa um stund og endurtók svo fyrirmælin: Vegg um gettóið. Þegar þar var komið sögu benti hann á mig fingri og kallaði ntig sendil og svo hrópaði hann að hann vissi fullvel hvaða merkingu veggurinn hefði. „Upplýstu mig, herra Frank." „Þú veist andskotans alveg við hvað ég á, við hvað þú átt og við hvað allir. allt frá Hitler og niðrúr. eiga. Gyðing- arnir þurfa að hverfa." Ég stakk upp á þvi að hann segði mér nákvæmlega við hvað hann ætti. Andlit hans var þétt við mitt. Hann var andfúll. Augu hans skutu gneistum. „Hverfa. Hvern andskotann merkirgyð- ingalaus Evrópa, Dorf? Hvert ætlum við að senda þá? Til tunglsins?" 1 þetta sinn espaði ég hann ekki upp. Hann var nær sannleikanum en ég vil jafnvel viður- kenna fyrir sjálfum mér — eða að minnsta kosti setja I orð — jafnvel við lénskónginn af Póllandi. „Ég hef kannski sterkari maga en þú." orgaði Frank. „Ég læðist kannski ekki um eins og Heydrich. En það er ekki ýkja langt siðan ég sagði ntönnum minum að það gæti verið vandkvæðum bundið að skjóta eða eitra fyrir þrjár og hálfa milljón gyðinga i Póllandi en að við yrðum fyrr eða siðar að gera ráðstaf- anir til að útrýma þeim." „Ég veit að þú gerðir það. Það var þveröfugt við fyrirmæli." „Fyrirmæli, drulla." En hann hafði gert mér bilt við. Við beitum svo oft leyniorðum. hringsólum unt afgerandi lausn niála. gefum hver öðrum hluti i skyn án þess að segja þá hreint út. og þvi brá mér i brún við óþvegin orð Hans Franks. Til að finna mér fast land undir fótum greip ég til nokkurs sem Eichmann kenndi mér — ef þú ert I vafa, þá htýddu. Fjöldamorð eru ekki skemmtileg framtiðarsýn. En hvað ef það eru nú ekki morð heldur varnaraðgerðir, mengunarvarnir? Ég þagði yfir þessuni skynsamlegu hugleið- ingurn mínum. Hans Frank myndi ekki skilja neitt svona fágað. Nú var hann að kvarta — samanfall- inn I stóra útskorna hásætisstólnum sinunt — um það að hann ætti að vinna skitverkin okkar og að honum geðjaðist ekki að því. Þegar sá timi kæmi. sagði hann, niyndi hann „núa okkur þvi um nasir". Ég gat ekki staðist að striða honum á blóðþyrstu grobbi hans — og furðu- legum kröfum hans um „réttvisi og laga- legar aðgerðir”. Ég vitnaði I Heydrich við hann. rétt eins og þolinmóður kenn- ari. Gamlar kenningar um réttvisi eru úreltar i Þriðja ríkinu. Við. lögreglu- deildin, ákveðum hvað sé réttlátt og hvaðóréttlátt. „Andlitið er Dorfs en röddin er frá Heydrich.”sagði hann. Ég leyfði honum að halda að mér fyndist þetta hrós. Við drukkum koniak og hann reyndi að sættast. Ég var búinn að gera hann banginn. Hann átti að halda sér saman um „útrýmingu", gera vegg um gettóið, láta gyðingana vinna 40 Vikan 35- tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.