Vikan


Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 44

Vikan - 28.08.1980, Blaðsíða 44
Já, KPS hefur nú framlcitt uppþvottavél sem er láp- værasta uppþvottavélin á markaönum í Norepi, op sennilef’a víðar. Op leirtauiö er skínanji hreint. — hinn tryggi heimilisvinur Hagstætt verð — Greiðsluskilmálar Biðjið um myndalista. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTADASTRÆTI 10 A •Sími 16995. Combinette buxur og bleia í einulagi \ Sónttakar . u % nætur- m i\ I ogdag-J Moltex Heildsölubirgðir Halldór Jónsson hf Framhaldssaga „Ég er ansi hræddur um að hún sé eitt herbergi — fyrir ofan gömlu lyfja- búðina.” „Og ekkert píanó? Enginn Bechstein? Ég fer kannski frá þér ef þaðer ekki til." „Ekkert píanó.” sagði faðir minn. „En minningar um slíkt.” Skömmu fyrir jól fékk Inga bréf frá Heinz Muller liðþjálfa sem sagði henni að koma til Buchenwald. Hann var óskýr i orðavali en gaf í skyn að hann gæti kannski komið þvi svo fyrir að hún fengi að hitta Karl. Hann gat engu lofað en hann myndi að minnsta kosti reyna það. Og hann sagði henni að brenna bréfið. Mágkona min var kjörkuðog úrræða- góð kona. Hún þóttist vera göngugarpur i klossum og með bakpoka og staf og þannig komst hún að ytri girðingu fangabúðanna án þess aðgugna. Þaðer mikill akkur i þvi að vera af verka mannastétt fyrir konur sem eru sjálf- stæðar og úrræðagóðar. Inga var á und an sinni samtið. Vopnuðu verðirnir stöðvuðu hana að sjálfsögðu. Hún greindi tvöfalda röð gaddavírs, háa girðingu, varðturna og diki, sem umluktu svæðið. I fjarska sá hún nienn i röndóttum fötum hreyfa sig hægt á frosinni jörðinni innan búðanna og höggva i svörðinn með hökum og skóflum. SS-vörður kom hlaupandi og ætlaði að reka hana burt en hún krafðist þess að fá að hitta Heinz Muller liðþjálfa. sem væri gamall vinur sinn. Hermaðurinn gugnaði frammi fyrir ákveðnu fasi hennar, hringdi á Muller og skipaði Ingu að halda sig fyrir utan ytri girðinguna um búðirnar. Muller kom út úr varðmannahúsinu. spennti á sig beltið af einkennis- búningnum og strauk hárið aftur. Hann brosti og var hjartanlegur i framkomu. næstum slepjulegur. Muller sendi forvitinn vörðinn burt og breiddi út faðminn til að bjóða hana velkomna. Hún hörfaði. „Jæja. Svo þú hefur fengið bréfið frá mér." „Já,”sagði Inga. „Hvernig hefur þér liðið, elsku stúlkan min? Hin virta og mikils metna frú Weiss.” „Mér liður prýðilega. Ég er komin til að hitta Karl. Þú sagðir i bréfinu að þú 'myndirsjá til þess." Muller leit undan. á mennina sem strituðu undir beru lofti i isköldum vetramæðingnum. Inga minnist þess að það hafi verið lykt af blautum snjó i loftinu. „Reglurnar eru orðnar strangari." sagði hann. „Ég hef ekki beina umsjón meðföngunum." „Hvers vegna varstu þá að blekkja mig?” Hann átti bágt með að horfast i augu vð hana. „Mér fannst það greiði við fjöl- skyldu þina. Gamlir vinir og svo frani- vegis.” „Ég vil fá aðsjá Karl." Muller greip i handlegg hennar. „Ertu hrædd viðmig?" „Nei. Ég veit of margt um þig. Og aðra þina líka. Maður má ekki sýna ykkur óttavott. Það skildi Rúdi mágur minn.” „Hah! Heimski fótboltaspilarinn. Þeir ná honum og sjá fyrir honum lika.” „Earðu meðmig til Karls.” „Komdu. Við skulum tala um þetta i varðhúsinu. Við erum með gestaher- bergi þar." Hann leiddi hana að skála og inn um hliðardyr. Hún sá þegar i stað að þetta var ekki „gestaherbergi" heldur einka herbergi hans — rúm, skrifborð, stólar. Ijósmyndir á veggnum. „Þetta erþitt herbergi.” sagði hún. „Svona, svona. Gestir eru alltaf velkomnir hingað. Eáðu þérsæti." lnga gerði það. „Sígarettu?” spurði Muller. „Kannski svolitið koníak? Ekkert er of gott fyrir hina hugrökku hermenn okkar sem gæta óvina ríkisins. Við stöndum ekki síður i ströngu hér en þeir gera í viglínunni." „Ég kom hingað af einni ástæðu. Til aðhitta manninn minn." „Kaffi kannski. Ekki gervigunts þó. Ekta kaffi." Hún hristi höfuðið. „Æi, einstefnuhugsun Helmsanna." Hann lagði höndina á öxl hennar og tók að strjúka á henni hnakkann." Hún umbar það andartak en ýtti svo hendi hans burt. „Hvernig liður honum?” „Ekkert of vel. er ég hræddur um. Hann lenti í klandri i svefnskálanum. Slagsmálum og svo stal hann mat. Ég er ekki alveg viss um hvort þaðvar. Hann var látinn hætta letilífinu á sauma stofunni og nú er hann kominn í grjót námuna. Satt að segja voru hann og vinur hans. júði sem heitir Weinberg. hengdir upp smátima." „Guð ntinn góður. Ó. vesalings Karl minn." „Já. þetta eru engin veisluhöld þama úti með haka og skóflu. Verðimir leyfa ekkert hangs. Þeir vinna þangað til þeir detta niður, sumir. Og það er nú að koma vetur..." Inga stóð á fætur. öskureið en hafði samt hemil á sér. ,.Þú laugst að mér. Hvílíkur vinur föður mins! Þú kallaðir mig hingað á fölskum forsendum. Ég fæ ekki að hitta hann. Og svo frétti ég að það sé verið að þræla honum út. Ég hef heyrt sögur um það sem gengur á hér." „Þvæla. Þeir sem vinna skrimta. Þeir sem vinna ekki lenda i klandri." læknafund. Hann sagði að sér væri saman en ég vissi betur." „Við bætum þeim það þegar þessu er lokið.” „Já, já. auðvitað gerum við það. Og við megum ekki einblína á ógæfu okkar. Það eru hundruð þúsunda sem verr eru stödd. Við höfum þó að minnsta kosti vinnu og nóg að borða og stað að búa á." Þau fóru úr kaffihúsinu og héldust i hendur eins og ungir elskendur. „Jósef," sagði móðir min. „Ég hef aldrei elskað þig meira en nú." „Eða ég þig. Góður Guð, ég lit á þig en sé Önnu." „En þú mátt ekki gráta meira." Hún tók þéttingsfast í handlegg hans. „Nú verðurðu að fara með mig i glæsilegu íbúðina." 44 Vikan 35. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.