Vikan


Vikan - 28.08.1980, Page 45

Vikan - 28.08.1980, Page 45
*«il ^ Inga unni bróður minum heitt og þegar hún hugsaði til þess að hann kvaldist, þessi veikbyggði maður. úti á snævi þöktum ökrunum að brjóta grjót, barinn og jafnvel dauðvona. þá brast jámvilji hennar. Hún greip höndum um höfuð sér og grét lágt. Muller settist á móti henni á rúmið sitt og lagði höndina mjúklega á hné hennar. „Ekki gráta. Ég skal hjálpa þér.” Hún leit upp og blygðaðist sin fyrir tárin. „Hvernig? Geturðu sótt um að hann verði látinn laus?” „Ég er bara liðþjálfi. En . . . Ég skal færa honum bréf frá þér." „Ætlarðu að gera það?" „Og fara með bréfin hans út og senda þér þau til Berlínar.” „Ég myndi verða þér þakklát." „Það er heiður að gera það fyrir þig, Inga Helms." Hann lyfti höku hennar með annarri hendi. Enn þann dag i dag minnist Inga þess að af stórum manni að vera og fyrrum verksmiðjuverka- manni þá var hönd hans undarlega mjúk — rétt eins og hóglífið siðustu árin hefði breytt honum. Það var líka einhver ilmvatnslykt af honum, rakspiralykt. Svo kraup hann fyrir framan hana. Hún hrökk frá. „Ekki, gerðu það ekki," sagði hann. Ég er ekkert skrimsli. Ég er bara að vinna mitt starf, það er allt og suntt." „Þetta er meira er. starf, það sem þið gerið." „Það sem þið gerið. Ertu að dæma heila þjóð sem berst fyrir rétti sínum. fyrir lífi sínu? Einhver verður að sjá um innri óvini." „Almáttugur Guð, Muller, hlifðu mér við þessum flokkslínuræðum." „Allt í lagi. Við skulum halda þessu á persónulegum grundvelli. Þú hefur þekkt mig lengi. Ég er gamall vinur föður þins og bróður. Ég- var í brúðkaupinu þinu. Ég horfði á meðan þú giftist þessum fint ættaða gyðingi. Og hvað með mig? Ég hef verið vélvirki alla mína ævi og ómenntaður. Átti að hæðast að mér og ganga framhjá mér þess vegna? Inga, ég elskaði þig meira en þessi... þessi... „Segðu þaðekki, Muller." „Það er satt. Ég leið helvitis kvalir þegar þú skiptist á hringum við hann. Þú áttir að verða konan mín." „Vertu svo vænn að tala ekki um þetta. Ég kom með bréf með mér. Eærðu honum það frá mér.” Hún opnaði bakpokann, tók upp bréfið og lét SS-manninn fá það. Muller horfði á það líkt og væri það eitrað eða myndi springa i hendi hans. „Skal gert. Það er hættuspil, Inga. En fyrir þig. . . fyrir fjölskyldu þína. . þá tekur Heinz Muller áhættuna.” Þegar hér var komið sögu hneppti hann frá sér jakkanum og lagði hann á stól. Inga stóð upp og ætlaði að fara. Hann stóð í gættinni og varnaði henni útgöngu. Siðan neyddi hann hana að færa sig að rúmstokknum. „Karl, maðurinn þinn," sagði hann. „Ég sá hann í gær. Hann lítur hræðilega út. Eáeinir daga enn í grjótinu gætu orðið hans bani." „Þú sagðir að hann þraukaði.” „Ég vildi ekki koma þér i uppnám. En nú segi ég þér sannleikann. Þeir deyja daglega þarna úti." „Hjálpaðu honum, ég grátbæni þig." Muller tók að hneppa frá sér skyrtunni. „Ég hef heldur meiri áhrif en ég vil vera láta. Ef við getum komist að einhverju samkomulagi þá skal ég koma honum úr grjótnámunni og í vinnu sem er jafnvel léttari en vinnan á sauma stofunni. Þeir eru með teiknistofu hérna. Hann væri alveg á réttri hillu þar." „Hvernig samkomulag?" „Ég held að þú vitir það.” Hann tók af sér beltið. „Svínið þitt." „Vika enn þarna að berja steina í kuldanum og hann verður einn dauður júðinn í viðbót." Hann kom til hennar, nýrakaður og þefjandi af ódýrum rakspira og tók að þekja andlit hennar blautum smellkossum. Hún datt vegna þungans af likama hans og leyfði honum að lyfta upp kjólnum. Hann reyndi að vera bliður en heitar titrandi hendur hans sýndu hráan lostann. Eull viðbjóðs fann hún leið að berjast gegn hatri sínu á honum og andstyggð sinni á því sem hann neyddi hana til. Hún starði i loftið í skálanum, hlustaði á stunur hans, andvörpin, tók á móti klunnalegum hreyfingum hans. hafði á honum ógeð. Þetta var vélræn athöfn, sagði hún við sjálfa sig — eins og minni- háttar skurðaðgerð eða þegar tekið var mál fyrir eitthvert hjálpartæki, Þó einkennilegt megi virðast lauk hann sér af eftir fáeinar sekúndur. Hann saup hveljur, kjökraði, féll frá henni. Já, .sagði hún við sjálfa sig, algjörlega vélrænt, eitthvað sneytt mannlegum eiginleikum, langt frá jafnvel lægstu likamsþörfum. „Ég elska þig, andskotinn hafi það.” hvíslaði Muller. Hann skjökti inn i litið baðherbergi. „Ég elska þig. Þú kemur aftur. Og þú skalt elska mig.” Hún svaraði honum ekki en hugsaði: Kannski drep ég þig áður. Ég hef enga hugmynd um það hversu lengi við Helena reyndum að komast til einhvers lands sem ekki laut nasistum. Við vorum aftur komin á flakk. Mála- kunnátta hennar var ómetanleg — tékkneska, þýska og loks ágæt rússneskan hennar. Ég lék heimskan bóndastrák og talaði eins lítið og ég gat. Framhald í nœsta blaði. Einkaróttur á Íslandi — IGerald Green — Bookman AgencyJ ÞAÐ SKIPTIR HÖFUÐMÁLI að vanda valið. «lÉKiF? "4 \alanj> i JANESj SpHv 1 „RlNSÉS JAN’ ’mkaniA SHAMPOO og HÁRNÆRING frá JANE HELLEN Svíkur engan ihiíhr. 35. tbl. VIKan 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.