Vikan


Vikan - 28.08.1980, Side 46

Vikan - 28.08.1980, Side 46
Fjölskyldumál — Guðfinna Eydal ÞEGAR KONA GEFST UPP I langflestum tilvikum bera konur aðal- ábyrgð á börnum. Þetta á alveg eins við um giftar konur og ógiftar. Aðalorsökin fyrir þessu er ekki sú að menn álíti lengur að konur séu endilega færari um að annast börn og hafi meðfædda móðurást heldur einfaldlega sú að hlut- verkaskiptingunni er enn þannig varið i samfélaginu að feður eru aðalfyrirvinna heimilisins og eru uppteknir næstum allan tímann þegar börnin eru vakandi, af vinnu. Þessi hefðbundna hlutverka- skipting er aftur háð þvi að karlmenn hafa yfirleitt betri laun en konur, meiri menntun og hafa þannig oft betri vinnu. Barnsfæðingar hafa yfirleitt miklu meiri afleiðingar fyrir konur en karlmenn, einmitt vegna þessarar hlutverka- skiptingar, og er það oft algjörlega óháð því hvort konan æskir í rauninni eftir því eða ekki. Tvöfalt vinnuálag Barnsfæðingar hafa oft i för með sér tvöfalt vinnuálag fyrir konur. Margar konur hafa ekki efni á því að vera heima og gæta barna, enda þótt þær gjarna vildu, og margar vilja ekki „bara" vera heima enda þótt þær þurfi ekki nauðsyn- lega að fara út að vinna. Hvernig sem þessu er í raun varið eru þessar konur iðulega alveg eins settar þegar um barna- uppeldi er að ræða, þær búa við tvöfalt vinnuálag. Hið tvöfalda vinnuálag felst einkum í því að konur taka að sér öll hagnýt störf er snúa að heimili auk þess að vinna úti. Margar konur hafa reynt að breyta þessu og fá karlmanninn til að taka meiri þátt i vinnu inni á heimili en margar gefast einnig upp fyrir þvi að breyta hlutunum af því að yfirleitt er það óendanlega erfitt. Konum finnst einnig oft að þær séu sjálfar fljótari að gera hlutina en að standa í stöðugu striði og reyna að „kenna” karlmanni einfalda hluti. Konur gefast því oft upp og taka á sig sjálfar tvöfalt vinnuálag. Það hefur hins vegar oft ýmsa mjög óæskilega hluti i för með sér. Stöóugt samviskubit Konur sem búa lengi við tvöfalt vinnuálag slitna oft fljótt, verða ofkeyrðar, óánægðar og oft brotna þær niður. Þær fá oft á tilfinninguna að bókstaflega allt sem þær gera sé illa gert. Vinnuna vanrækja þær og börnin og heimilið sjá þær illa um. Árangurinn getur orðið sá að konan fær stöðuga sektarkennd eða samviskubit og endir- inn er ósjaldan sá að kona gefst upp og hættir að vinna. 1 þeim tilvikum fer karl- maðurinn oft að vinna enn meira til að hægt sé að komast af. Að vera ánægð Á Islandi eru ekki margar konur sem geta valið á milli þess að vera heima og vinna úti. Þær fáu konur sem geta gert slíkt gera það sennilega oft til þess að komast hjá því að fá sektarkennd. Ef kona kýs að vera heima til þess að hlifa sjálfri sér við óþægilegum tilfinningum og samviskubiti er það oft óheppileg lausn fyrir börnin. Það eru til ótal mörg dæmi um það frá vinnu með fjölskyldur að mæður hafa tekið út nokkurs konar hefnd á börnum með neikvæðum tilfinningum, fyrir það að börnin hafi eyðilagt möguleika þeirra og verið orsök þess að móðirin einangraðist á heimilinu. Reynslan hefur sýnt að þaðer langt í frá alltaf best fyrir börnin að mæðurnar séu heima til að gæta þeirra. Þær mæður sem geta valið á milli þess að vinna úti og vera heima verða að vera mjög vissar um það á hverju val þeirra byggist, ef vel á að fara, bæði fyrir þær sjálfar og aðra i fjölskyldunni. Það er til að konur geti tekið það sem uppörvun og nokkurs konar uppeldislegt verkefni að gæta barna. En það er fremur óalgengt og flestar konur eru ekki ánægðar með það að vera einungis heima enda þótt þær haldi þvi oft sjálfar fram, og það gjarnan við kynsystursinar. Sameiginleg reynsla kvenna Konur standa oft ótrúlega einar með vandamál sín og þær ræða oft ekki sín mál við maka eða vinkonur. Vmiss kon- ar kviði og áhyggjur eru algengar meðal kvenna og þær gera það að einstaklings- vandamáli. Ef kona gefst t.d. upp fyrir tvöföldu vinnuálagi er hún ekki gjörn að bera það á borð fyrir aðra. Hún lítur á það sem sitt einkamál og oft sem sinn persónulega ósigur. Ef konur litu meira á það sem sameiginlegt vandamál kvenna að berjast gegn tvöföldu vinnuálagi og berjast gegn því að vera óánægðar með stöðu sina myndi það gefa þeim styrk til þess að berjast gegn slikum hlutum. Ef konur hefðu almennt meiri innsýn i aðstæður hver annarrar og þyrðu að tala um þær, myndu þær smám saman taka það alvarlegar að barnauppeldi er á ábyrgð beggja foreldra ogekki þeirraeinna. Að gefast upp eða ekki Konur hafa fengið það verkefni frá samfélagsins hálfu að bera hitann og þungann af barnauppeldi. Karlmenn hafa nær undantekningarlaust lært i uppvexti að börn og heimili sé verkefni konunnar. Barnauppeldi er og getur ekki verið einkamál foreldra. Foreldrar hafa i rauninni tekið að sér verkefni fyrir samfélagið, þegar þeir eignast börn, þar sem þeir hafa lagt á sig margra ára vinnu án endurgjalds til þess að samfélagið geti haldið áfram að endurnýja sig og liði ekki undir lok. En þar sem flestir for eldrar líta á það sem sitt einkamál að eiga börn gera þeir heldur ekki þá kröfu til samfélagsins að það bjóði þeim líf- vænleg skilyrði til að ala börn upp við. 1 þessu sambandi eru konur sérstaklega mikilvægar þar sem þær eru i einstakri aðstöðu til að geta gert það almennt kunnugt hvað það er erfitt að ala börn upp í samfélagi dagsins i dag. Konur gefast gjarnan upp fyrir þeim samfélagslegu skyldum sem þeim eru lagðar á herðar. Það ætti því að vera skylda þeirra að sporna gegn þvi með þvi að opinbera þá erfiðleika sem þær búa við. □ 46 Vikan 35. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.