Vikan


Vikan - 28.08.1980, Page 62

Vikan - 28.08.1980, Page 62
Pósturinn Að deyja úr ást Kæri Póstur! Þarmig er mál með vexti að ég er hrijin af strák, sem við skulum kalla X. Ég fór á hestamannamót um daginn og þá var hann þar. Ég og vinkona mín fórum að tjalda. Síðan fórum við að hitta strákana. Þá var X með bolta og ég var alltaf að stríða honum, en hann hló bara að mér. Jæja, um kvöldið kom X og svaf í tjaldinu hjá okkur. Daginn eftir fórum ég og vinkona mín út að labba og þegar við komum aftur var X inni í tjaldinu. Við fórum að kjafta saman, en hann sofnaði svo. Þá fórum við bara á kvöldvökuna. Þegar kvöld- vakan var hálfnuð sáum við X og vin hans. Síðan á leiðinni inn í tjald ákváðum við að sofa öll saman. Síðan fóru þau vinkona mín og vinur X. Þá fórum við tvö að tala um hitt og annað. Jœja, ég og vinkona míh áttum að fara daginn eftir og þegar ég var í burtu var X alltaf að spyrja um mig. Heldur þú að hann meini eitthvað með þessu? Alltaf þegar ég er J yinntmni segja stelpurnar svoha við mjg og hann: Hei, þarna ef hann . eða hún og er hún-ekÉi sæt og hvaðeina. Ég er að deyjá úr ást', reyndu að hjálpa mér. Við roðnum alltaf þegar við horfum hvort á annað. Elsku Póstur, heldur þú acx hann sé hrifinn af mér? Svaraðu mér, Póstur minn, þv( ég er að deyja úr ást, * • Þakka allt gamalt og gott, Ein að deyja úr ást • Svona ákall stenst Pósturinn aldrei og telur ,það mifcinn ábyrgðarhluta að verða* valdur að dauða bréfritara. Ef svar’frá Póstinum megnar að*bjarga lífi pennavina hans gleður þag mjög hans gamla hjarta og fyllir hann þeirri tilfinningu að hann sé bara talsvert þýðingarmikill°persónu- leiki. H vernig þú átt svo að ná góðu taki á drengnum er svo annað mál og oft getur það reynst nokkuð flókið í framkvæmd. Hér gildir líklega, sem svo oft áður, að verða sem oftast á vegi hans, bæði viljandi og óviljandi. Ekki sakar svo að vera framúr- skarandi elskuleg þegar þið hittist og Póstinum finnst líklegt að hann sé sjálfur ekki alveg áhugalaus eftir bréfi þínu að dæma. Farðu þér hægt og láttu tímann vinna rneð þér. Á meðan geturðu huggað þig við að yfir- leitt er ástin ekki banvæn, til þess að svo geti orðið þarf eitthvað meira að koma til. Leiðrétting 1 þættinum Mest unt fólk i 31. tbl. þar sent greint var frá stórmannlegum gjöfum til Háskóla lslands og sýndar myndir úr hófi sem var haldið af því tilefni urðu leiðinleg mistök við texta þessarar myndar. Réttur á hann að hljóða á þessa leið: Svala Lárusdóttir Pitt, eiginkona David Pitt, sent'cr dóttursonur Ludvig Storr, stendur hér á milli hjónanna Vilhjálms Lúðvikssonar, framkvæmdastjóra Rannsóknaráðs ríkisins og Áslaugar Sverrisdóttur, dóttur Sverris og lngi- bjargar, en hún og Björg systir hennar hvöttu foreldra sína ntjög til aö gefa málvcrkin. Einnig er rétt að taka skýrt fram að gefendur húseignarinnar Laugavegur 15 eru frú Anna Dúfa. dóttir Ludvig Storr og fyrri konu hans sem er látin. og Svava Storr, ekkja l.udvig Storr. en að nokkru varfariðrangt meðnöfn þessu varðandi. VIKAN harntar að þessi mistök skuli hafa orðið. tilgangur þessarar greinar var að gleðjast nteð glöðum og bagalegt að misskilningur skyldi bitna á þeim sent sist skyldi og ekkert eiga annað en þakkir skildar. aób. Peonaiinir Klín Sigríður Harðardóttir, Hafnarbraut 39, Höfn í Hornafirði, óskar eftir að skrifast á við krakka á aldrinum 9-11 ára (er sjálf 10 áral. Áhugamál: bækur. dýr og íþróttir. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Klma Dóra Halldórsdóttir, Miðholti 8, 600 Akureyri, óskar eftir pennavinum á aldrinum 13-15 ára (er sjálf 13 áral. Áhugantál margvísleg. t.d. dans. bækur. bió, kettir og strákar. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Karbans Kour Dhillon, 22 Ventris Road 3/f, llappy Valley, Hong Kong, er 18 ára og óskar eftir íslenskum pennavinum. Mörgáhugamál. Katrín G. Hilmarsdóttir, AM. Sportfeld 8, 2359 Stuvenborn, B.R. Deutschland, óskar eftir pennavinum á aldrinum 18- 28 ára ler sjálf 20 áral. Ég er au-pair. Áhugamál mín eru: blómarækt. dýr. búa til góðan mat, ferðalög, náttúrufegurð góð músík og fleira. * * * Ég sem er bara 13 ára Kæri Póstur! Ég er alveg fjúkandi vond og veit ekkert hvað ég á að gera. Hvað getur maður sagt við svona mömmur, ég meina það? Það er svoleiðis að ég fer stundum út á kvöldin með vinum mínum. Við erum að kjafta saman, förum einstaka sinnum eitthvað niður í bæ en erum oftast bara í róleg- heitum að hlusta á plötur og svoleiðis. Mamma hefur ekkert á móti því að ég sé með þessum krökkum ef ég kem á réttum tíma heim og það geri ég næstum alltaf. En svo í gær, þá bað hún mig að tala við sig og var ferlega skrýtin. Hún sagði að ég ætti bara að láta sig vita ef mig vantaði pilluna. Ég sem er bara 13 ára og við erum alls ekki að gera neitt svoleiðis. Eg rauk bara út, inn í herbergi og/æstiað mér, og nú vil ég helst ekkert sjá hana. Mér jinnst þetta svo óréttlátt. Hvað á ég að gera, elsku Póstur, mérfmnst þetta ekki hægt. 13 ára Mömmu þinni gengur gott eitt til með þessu, því máttu trúa. Það eru áreiðanlega margir sem vildu eiga mömmu eins og þína. Segðu mér, finnst þér ekki yfirleitt gott að tala við hana? Það þarf alls ekki að vera að hún haldi að þú sért farin að sofa hjá strákum þó hún tali um þetta við þig. Henni finnst áreiðanlega bara betra að þú vitir að þú getur talað um þessi mál við hana. Reyndu að vera sanngjörn við hana og meta þetta við hana, þó þér finnist það ósanngjarnt, því annars er hætta á þvi að hún hætti að þora að tala við þig, ef þú rýkur inn í herbergið þitt og læsir að þér. Auðvitað eru þessi mál alltaf erfið að tala um við foreldra sína og þér finnst þetta afskiptasemi, en það er vel meint. 62 Vikan 35. tbl. 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.