Vikan


Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 10

Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 10
Texti Hrafnhildur ROMY SCHNEIDER: Ástsæl leikkona kvödd í hinsta sinn l_iátin er ein virtasta og vinsælasta leikkona um árabil, Romy Schneider. Hún lék undir stjórn þekktustu leik- stjóra hvers tíma og var í stormasöm- um ástarsamböndum sem lýst var í smáatriðum á forsíðum heimsblað- anna. Hún dró sig í hlé frá kvikmynda- leik um tíma er hún þurfti að gangast undir mikla nýrnaaðgerð. Þá helgaöi hún sig börnum sínum tveimur, David og Söru. Þegar sonur hennar dó í hræðilegu slysi á síðasta ári var hún harmi slegin og segja kunningjar hennar aö hún hafi aldrei náð sér aö fullu eftir það áfall. — Hún þurfti þó að rífa sig upp úr sorginni, einbeitti sér að vinnu og uppeldi dóttur sinnar, Söru, sem er fimm ára. En einmitt þegar hún var farin að brosa á ný fékk hún hjartaslag og fannst látin í íbúð sinni í París. Romy Schneider var fædd árið 1938 í Vínarborg. Foreldrar hennar voru leikararnir Wolf Albach-Retty og Magda Schneider. Skírnarnafn hennar var Rosemarie Albach-Retty en þar sem það þótti langt og óþjált tók hún upp eftirnafn móöur sinnar. Romy var aöeins 15 ára þegar henni bauðst fyrsta hlutverkiö í kvikmynd. Hún varð síöan hebnsfræg í hlutverki austurrísku keisaraynjunnar Eliza- beth, í myndaflokki um austurrísku- ungversku konungsfjölskylduna, sem sýndur var í þýskumælandi löndum viö miklar vinsældir á sjötta áratugnum. Þættirnir voru sýndir í Bandaríkjun- um árið 1962 og hétu þar Forever My Love. Leikstjórinn, Visconti, hreifst mjög af Romy í þessu hlutverki og bauð henni að leika í kvikmynd sinni Boccaccio ’70 og seinna lék hún undir hans stjórn á leiksviöi. Romy þakkar honum og Orson Wells alþjóðlega frægð sína, en hún lék undir stjórn Orson Wellsí The Trial (1962). Ferill hennar var nær óslitinn frægö- arferill eftir 1960. Hún lék aðallega í þýskum, frönskum og ítölskum kvik- myndum fram til ársins 1962 og var ein ástsætasta leikkona Þjóðverja til dauðadags. Eftir leiksigurinn í Boccaccio sneri hún sér að enskum og amerískum markaði og lék í mörgum vinsælum kvikmyndum. Eftir 1972 sneri hún þó viö blaðinu og eyddi kröft- um sínum eftir það í þágu franskrar, þýskrar og ítalskrar kvikmyndagerð- ar. Fremur en annað heimsfrægt fólk hefur Romy Schneider ekki haft stund- legan frið fyrir blaöamönnum. Einka- líf hennar hefur þótt það merkilegt að hún hefur verið stööugt á forsíöum tímarita í 20 ár. Hún sagði sjálf aö fæst af því sem í þeim stæði væri rétt og ekki einu sinni þess virði aö leiðrétta það. Þaö væri að mestu uppspuni og ýktar athugasemdir, hafðar eftir fólki sem þekki hana ekki einu sinni. Hún var sérstakt eftirlæti ljósmyndara þau fimm ár sem hún bjó með Alain Delon sem á þeim árum var vinsæll, ungur og myndarlegur leikari. Þeim var báðum spáð miklum frama á þeim árum, spá- dómur sem rættist. Romy Schneider giftist áriö 1966 Harry Meyen og átti með honum son- inn David. Eftir stormasama sambúð skildu þau árið 1975 og framdi hann sjálfsmorð fjórum árum seinna. Hún giftist síöan einkaritara sínum, Daniel Biasini, og átti með honum eina dóttur, Söru. Þau skildu árið 1981. Romy bjó síðasta æviárið með Laur- ent Pétin, frönskum kvikmyndagerð- armanni sem reyndist henni ómetan- leg stoð og stytta eftir að hið hörmu- lega slys átti sér stað. Hún hélt alltaf kunningsskapinn við Alain Delon og það voru þeir Pétin og Delon sem skipulögöu jaröarför Davids og sáu um að hin syrgjandi móðir fengi að vera í friði meöan á henni stóö. Og nú eftir dauða hennar koma upp í hugann þau orð sem hún sagði er hún var spurð eft- ir jarðarför sonarins hvaö nú tæki viö: „Ég hef þurft að horfa á eftir föður hans, nú missti ég son hans. En ég hef ekki yfirgefiö þá og þeir hafa ekki yfir- gefiðmig.” Romy Schneider í hlutverki austur- risku keisaraynjunnar Elizabet, að neðan til vinstri. Romy Schneider giftist tvisvar sinnum. Efst er hún með fyrri manni sín- um, Harry Meyen, og nýfæddum syni þeirra, David. Að ofan til vinstri er hún með fyrstu ástinni, leikaranum Alain Delon, en heimspressan gerði mikið úr sambandi þeirra. Til hægri er hún með seinni manni sínum, Daniel Biasini, en á myndinni að neðan með Laurent Pétin sem hún bjó með siðasta æviár sitt. xo Vlkan XS. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.