Vikan


Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 16

Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 16
Vísindamenn áttu von á því aö mjög færi kólnandi umhverfis geimfarið Voyager II þegar þaö nálgaðist Satúrnus sem er millj- arð mílur frá sólu. En á milli brauta tunglanna tveggja, Dín- one og Rhea, fannst kleinuhring- laga ský sem álitið er um 50 þús- und sinnum heitara en yfirborð sólarinnar. Efnið er heitara en nokkuð annað sem vísindamenn hafa áöur uppgötvað eða nálægt 200 milljón gráöum á Celsíus. Skýið er plasma — blanda af hlöönum öreindum sem eru of orkuríkar til þess aö tengjast öðr- iim og mynda atóm og mólikúl. Plasmað gæti verið upprunnið úr ýmsum áttum. Sumt er í algjörri óreiðu og lögunin mótast ein- göngu fyrir áhrif segulsviðsins sem umlykur Satúrnus. Þegar reikistjarna snýst umhverfis sjálfa sig í segulsviði verkar hún eins og rafall og rafsvið mynd- ast. Eðlisfræöingurinn Ed Keath frá John Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum hefur fengist viö rannsóknir á Satúrnusi og álítur að rafsviðið dragi að sér hlaðnar agnir úr efra hvolfi Satúrnusar og þjappi þeim saman í ský. Einnig gæti átt sér stað nokkuð sem kallað er spýtingur, þaö er að segjá agnir rekast á nálæg tungl reikistjörnunnar og hafa á brott með sér efni þaðan. Vísindamenn hafa ekki sett fram nargar tilgátur um orsakir hins gífurlega hita og vita alls ekki hvað veldur. Þrátt fyrir þennan dæmalausa hita fór Voyager II í gegnum skýið án þess svo mikið sem skemma eitt loftnet. Satt aö segja heföi því ekki veriö veitt eftirtekt nema vegna hinna ná- kvæmu mælitækja um borð í geimfarinu. Hvernig komst Voyager af? Það mun vera vegna þess að þrátt fyrir hinn gífurlega hita er skýið mjög þunnt og mjög langt á milli agn- anna. ,,Á jöröinni eru hundrað þúsund milljarðar af atómum í hverjum rúmsentímetra,” segir eölisfræðingurinn Doug Hamiltor, frá Marylandháskóla. „Hitatil- finningin er þegar fjölmörg þess- ara atóma koma viö húðina og yfirfæra orku þangað. Því færri sem þessi atóm eru þvi minna finnur maður fyrir þeim. I segul- sviði Satúrnusar er eitthvaö á bil- inu ein til tíu agnir á rúmsentí- metra. Voyager fór í gegnum skýið án þess að bíða nokkurt tjón vegna þess hve agnirnar eru dreiföar. Heitt þýðir í sjálfu sér ekki neitt.” i h Umsjón: Þórey Vísindi 16 Vlkan 25. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.