Vikan


Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 46

Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 46
Höfundur:Hildegard Kraus Smásaga Sjáffsmorð fyrir gam/an elskhuga Hann hafði veríð sjö ár í fange/si. Nú var hann frjáis og hringdi strax í Lindu. „ /\uðvitað hringi ég fyrst i þig. Þú veist hvers virði þú ert mér.” Linda kreisti símtólið. Hún þekkti strax þessa mjúku, hálfsönglandi rödd. Óhugnanlegur kuldahrollur fór um hana alla. „Ertu hissa?” hélt röddin áfram með nístandi sjálfbirgingi.„Einnig hve fljótur ég var að finna þig? Segðu já. Sjö viður- styggileg ár hefur mig dreymt um þig." „Heyrðu Ronald." sagði Linda um leið og hún sneri sér við til þess að full- vissa sig um að hún væri alein i stofunni. „Þú hlýtur að hafa uppgötvað að ég er gift kona. Mér líður ágætlega. Það sem skeði hér áður fyrr er algjörlega gleymt og grafið. Mér þykir leitt hafir þú gert þér einhverjar vonir í sambandi við mig. Að sjálfsögðu mun ég reyna að hjálpa þér yfir byrjunarörðugleikana." „Linda,” greip hann fram í, „þú sem ert svo greind stúlka ættir að vita það best allra að Ronald lætur sér ekki nægja að hent sé i hann einhverju skitti af peningum. Ætlist þú til að halda þinni gullnu hjónasæng áfram þarftu að gera mun meira fyrir mig.” Hann rak upp andstyggilegan hlátur. „Ég hef komist að því að maðurinn þinn ferðast mikið atvinnu sinnar vegna. Þetta gerir allt auðveldara. Þ?ð ætti að vera auðvelt að hittast. Best væri að ég kæmi til þín. Þá sér okkur enginn utanaðkomandi og það er hentugast fyrir okkur bæði. Ég er strax farinn að hlakka til að sjá þig. Hlakkarðu ekki til að sjá þinn gamla góða vin Ronald?” „Ég er ekki sú sama og áður, Ronald. Við skulum ræða saman og gera út um okkar mál og þar meö er öllu lokiö okk- ar á milli. Næstkomandi þriðjudag fer maöurinn minn í nokkurra daga feröa- lag. . .” „Allt í lagi, ástin mín. Ég kem á þriðjudagskvöld." Þegar Linda lagði tólið á nötraði hún og skalf eins og hrisla. Hann var sloppinn úr fangelsinu. Svo að dagur óttans og hryllingsins var staðreynd. Hann var aftur kominn í nálægð hennar. Áður en hann var settur i fangelsið var hann hreinn glæpamaður, þrunginn óþverrainnræti,og í fangelsinu hafði hann örugglega ekki breyst til batnaðar. Með manni sínum hafði hún lifað hamingjusömu og heiðarlegu lifi. Var allt til einskis? Allt eyöilagt? Þaö sem Ronald vissi um hana myndi hann nota miskunnarlaust sér til hagsbóta. Þegar hún fór að jafna sig áttaði hún sig á því að eitthvað varð hún að gera til þess að losna við hann. En hvað gat hún gert? Það var staðreynd að hún hafði verið ástmey hans og hún hafði marg- sinnis logið að lögreglunni og bjargað honum með lognum fjarvistar- sönnunum. Hún var algjörlega varnar- lausgagnvart honum. Nóttin var erfið og Linda svaf lítið. Undir morguninn datt henni i hug að það eina sem duga myndi væri að koma honum úr landi. Hún gæti greitt far- miðann og best væri að koma honum til Ástralíu. Hún var farin að róast og nú kom kjarkurinn smám saman aftur. Peninga átti hún sjálf því maðurinn hennar hafði ávallt verið rausnarlegur við hana hvað fé áhrærði. Nauðsynlegt var að sannfæra Ronald um hvar í veröldinni hans bestu möguleikar væru. Tækist það ekki varð að nota eitt- hvert bellibragð. Þriðjudagskvöldið hafði hún undirbúið með alls konar drykkjum og Ijúffengum kræsingum. „Ertu örugglega ein?” spurði Ronald tortryggnislega þegar Linda opnaði dyrnar. Hún brosti og fullvissaði hann um að enginn væri í húsiriu. Þá gekk hann inn, geysilega stoltur, í splunku- nýju fötunum sinum. „Þú ert alltaf jafnfalleg, elskan mín,” sagði hann um leið og hann tók utan um hana og virti um leið fyrir sér fallegu, verðmætu húsgögnin i ibúðinni. „Mér finnst þú líta Ijómandi vel út, aðeins dálítið fölur,” svaraði Linda og var ákveðin að standa sig og guggna hvergi. Hún hellti i glasið hans. Við hliðina á þvi var flugfarmiði til Ástraliu ásamt vænum bunka af peningaseðlum. Ronald dreypti varlega á viskiinu og naut þess að finna bragðið aftur. „Elsku Linda mín, ég verð að venja mig við svona munað.” Hann fékk sér snittu af silfurbakkanum. „Mikið er ég ánægð að það versta er liðin tíð,” sagði Linda. „En hvað er framundan? Til hvers ætlastu af mér?” „Ó, góða, láttu ekki svona. Það veist þú örugglega sjálf," sagði hann skæl- brosandi um leið og hann fyllti glösin aftur. „Ertu svo grannvitur að halda að það gæti gengið til lengdar. Um leið og maðurinn minn fréttir eitthvað verð ég á samri stundu rekin út úr þessu húsi. Þvi er langbest að þú byrjir nýtt lif og þá helst þar sem enginn þekkir þig. Ég hef keypt fyrir þig flugmiða til Ástralíu og svo gef ég þér alla þá peninga sem ég á til þess að hjálpa þér yfir byrjunarörðug- leikana.” „Ástralía," sagði Ronald i hæðnistón og leit á farmiðann og peningana með fyrirlitningu. „Þar myndi ég fljótlega sálast af þrá til þín. Nei, mín elskanleg. Við tilheyrum hvort öðru, er það ekki rétt? Og þinn fina eiginmann notum við til þess að fjármagna fyrirætlanir okkar.” Linda fölnaði. „Úr því að þetta er vilji þinn,” sagði hún rólega, stóð upp og gekk út úr herberginu. Hún kom aftur og hélt á lyfjaglasi. Hún opnaði það og hellti hvítu dufti i glasið hans. „Hvaða kúnstir eru þetta?” spurði hann um leið og hann horfði á mynd af hauskúpu á glasinu og las viðvaranirnar um hve hættulegt eitur innihaldið væri. „Þú ætlast þó ekki til að ég fari af frjálsum vilja aðgleypa þennan fjanda?” „Eitrið er fyrir mig, elskan min,” sagði hún. Áður en hann áttaði sig var hún búin að tæma úr glasinu. „Ertu hringavitlaus, helvitis fíflið þitt?” æpti hann alveg ringlaður. Linda settist aftur í stólinn. „Kallaðu i lækni,” hvíslaði hún. „Hann sér um að lögreglan komi.” „Það myndi henta þér, kvikindið þitt,” öskraði Ronald froðufellandi af illsku. „Láta grun um morð falla á mig. Nei, takk. Þú getur drepist hvenær sem þú vilt, en án min.” Hann leit rannsakandi yfir stofuna. „Flýttu þér,” umlaði Linda, „vinnukonan min hlýtur að koma á hverri stundu." Hann flýtti sér að hirða flugmiðann og peningana og þaut út úr húsinu. Allir tryðu því að hann hefði myrt hana. Hefnd og afbrýði að sjálfsögðu orsökin. Þess utan voru fingraför hans út um allt. Linda horfði á klukkuna. Flugvélin til Ástralíu átti að fara eftir hálfa aðra klukkustund. Ronald gat örugglega náð að komast til flugvallarins í tæka tíð. Hræðslan við að verða bendlaður við morð yrði til þess að hann kæmi aldrei aftur. Hún stóð upp, tók eiturglasið og hellti sódaduftinu sem eftir var i sitt rétta glas. T'veim tímum seinna hringdi hún til flugvallarins og fékk þar staðfest að Ronald Wex væri á leiðinni til Sidney. iS 46 Vlkan 25- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.