Vikan


Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 50

Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 50
Eldhús Vikunnar Umsjón: Potturinnog pannan Eldameistarar: Úlfar Eysteinsson og Sigurður Sumarliðason Lambahryggs- sneiðar á teini — Lagostina 240 g úrbeinaður lambahryggur (2 sneiðar) 1 sneið beikon 1 /4 laukur 1 /4 græn eða rauðpaprika 1 sveppur sítrónupiparblanda að vild grillolía Lagostina er ítalska og þýöir hiö girnilega. Kjötiö og grænmetið er þrætt upp á tein, kryddað og velt upp úr steikarolíunni. Síðan er pannan hituð og hryggsneiðarnar steiktar við 225° C þar til kjötsafinn perlar á sneiðunum. Snúið þá sneiðunum við. Miðlungssteikingu lýkur þegar kjöt- safinn þrýstist gegnum steikarhúð- ina og er ljósrauöur að sjá. Þeim sem þola ekki rauða litinn er bent á aö steikja þar til safinn er orðinn lit- laus. Borið fram með hrísgrjónum, grænmeti og kartöflum. Sveppa- sósa, bernaisesósa eða kryddsmjör er gott með. Moðsteiking (Low cooking) Moðsteiking er sú steiking sem slær ígegn í Bandaríkjunum í dag. Hver hefur ekki beyrt sögurnar um rifjasteikurnar sem næstum eru hægt að skera með gafflinum, þær eru svo meyrar. Þessi steiking fer fram við lágan hita ílangan tíma. Lítum aðeins á málið. I kjötinu eru örlitlir safapokar sem sjást ekk' með berum augum. Mikill hiti sprengir pokana og safinn lekur í ofnskúffuna. Ameríkaninn fann ráð viðþví. Hann lækk- aði hitann og lengdi steikingartímann. Hit- inn var lækkaður niður í 78° á Celsíus. En þá kom vandamál — ,,sýklarnir". Þeir leystu það með því að velta kjötinu upp úr ediki og drápu með því sýklana. Þeirgerðu líka annað — það var að krydda kjötið ekki með salti því saltið þrýstir sér inn í kjötið og sprengir safapokana. Sem sagt: Efvið moð- steikjum, til dæmis lambalærí í 2 1 /2 tíma við 78 ° C, þá fáum við Ijósrautt, safamikið lærí. Og þurfum tæþlega að hugsa um sósu því safinn flæðir úr hverrí sneið sem við skerum og borðum næstum því bara með gafflinum eins ogjón í næsta húsi sem varí Ameríku. Gratineraður saltfiskur (fyrirffóra) 1 kg útvatnaður saltfiskur 200 g hrísgrjón lpapríka 1 laukur 1 /4 dós maís karrísósa, hollandaisesðsa eða bernaisesósa rífinn ostur Saltfiskurinn skorinn í bita og soðinn í vatni. Suðan komi aðeins upp og fiskurinn látinn kólna þangað til hægt er að hreinsa roð og bein úr stykkjunum. Losið síðan fiskinn í sundur í flögur eftir vöðvum fisks- ins. Látið flögurnar yfir hrísgrjónin, sem búið er að sjóða ásamt papriku, lauk og maís. Hellið yfir karrísós- unni eða hollandaisesósunni og stráið ostinum yfir að lokum. Bakið í 5 mínútur eða þangað til ljósbrúnn lit- ur er kominn á réttinn. Soðnar kartöflur má gefa með þessum rétti aðauki. 50 Vlkan 25. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.