Vikan


Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 34

Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 34
 Kvikmyndir VANGELIS Hið undurfallega lag úr kvik- myndinni Chariols <>f Fire Eldvagninn) hefur hrifið marg- an. Lagið sem fékk óskarsverð- laun í ár sem besta frumsamda lag í kvikmynd er eftir Grikkjann Vangelis Papathanassiou. Vange- lis hefði haft fulla ástæðu til þess að gera sér dagamun þann 29. mars síðastliðinn. Hann heföi til dæmis getað haldið upp á afmælið sitt eöa hann hefði getað veriö við- staddur óskarsverölaunaafhend- inguna, í það minnsta horft á hana í sjónvarpi. En hann fór að sofa á sitt græna eyra í Lundúnum og var vakinn upp um miðja nótt með tíðindunum um að hann heföi unnið til verðlauna. Vangelis lét það ekki raska ró sinni enda er hann ekki maður sem oft skiptir skapi. Vangelis var snemma hneigður að tónlist og lærði ungur að leika á flygil. Fjögurra ára gamall samdi hann lög og sex ára kom hann fyrst fram opinberlega. Á unglingsárunum var hann popp- stjarna í heimalandi sínu. Þegar herforingjastjómin komst til valda í Grikklandi 1967 flúði Vangelis og ætlaöi til Englands. Hann komst þó ekki lengra en til Frakklands í fyrstu atrennu. í París hitti hann landa sinn Demis Roussous og þeir stofnuðu hljómsveit sem þeir kölluðu Aphrodiie’s Child. Nokkur lög hljómsveitarinnar uröu vinsæl en árið 1970 fór Vange- lis til Englands og hófst handa við að gera gamlan draum sinn að veruleika, það er að útbúa „til- raunastofu” fyrir rafeindatónlist. Hann hafði lengi verið hrifinn af hljóðgervlum og tónlistinni sem með þeim má framleiða. I hljóð- stofunni hans í námunda við Marble Arch í Lundúnum samdi hann tónlist fyrir kvikmyndir og sínar eigin sólóplötur. Aðalstefið í sjónvarpsþáttum Carl Sagan, Cosmos (Alheimurinn), er eftir Vangelis og tekiö af plötu hans, Heaven and HelL SÍÖUStU tvær plötur Vangelis eru gerðar í samvinnu við fyrrverandi söngvara hljómsveitar- innar Yes, Jon Anderson. Lag af þeirri síðari, I’ll Find My Way Home, komst á vinsældalista í Bret- landi í vetur sem leið. Jon og Vangel- is hittust í París og tókst með þeim kunningsskapur. Honum var boðið aö koma í stað Rick Wakeman í Yes, en hafnaði því. Vangelis segist snemma hafa fengið mikinn áhuga á rafeindatónlist og eiga fjölda hljóð- gervla. Hann segir að nú fyrirfinnist hljóðgervlar sem krefjist jafnmikill- ar kunnáttu og tækni og fiölur og flautur, raunveruleg hljóðfæri sem geti gert hvað sem er. Ekki segist hann vera hrifinn af evrópskri raf- eindatónlist að hætti Kraftverk og Human League Og þykir hún hálf- dauðyflisleg. Vangelis samdi Chariots of Fire einnig tónlistina í Missing, nýrri kvikmynd um mannshvörf og mannréttindabrot í Chile. Hann segist ekki óttast að vinsældirnar hafi áhrif á sköpunargáfuna. Vinsældirnar þýða fyrir hann fyrst og fremst peningar til þess aö betrumbæta hljóðgervlakost- inn og annan útbúnað og vinna aö listsköpun. Leið á að leika klækja- kvendi Morgan Fairchild er fræg sjónvarpsleikkona, fögur og kyn- þokkafull. I tíu ár hefur hún leikið í sjónvarpsþáttum og kvikmynd- um, þar á meðal í Dallas. Nú er hún hins vegar að leika í sinni fyrstu kvikmynd, The Seduction. Þar leikur hún sjónvarpsfrétta- konu sem er ofsótt af aðgangs- hörðum aödáanda. Þetta er í fyrsta sinn sem Morgan Fairchild leikur fórnarlamb því hún hefur ævinlega fengið hlutverk ill- gjarnra kvenna sem ógna öðrum. Þannig manngerð leikur hún í Flamingo Road sjónvarpsþáttun- um og var útnefnd til Golden Globe verðlaunanna fyrir vikið. Þaö er einkennilegt hvernig sumir leikarar festast algjörlega í ákveönum rullum. Morgan Fair- child er sögð ákaflega elskuleg og róleg kona í einkalífinu en um leið og hún birtist á skjánum er hún hvasst og ósveigjanlegt klækja- kvendi sem gjarnan er að auki morðingi, hjónadjöfull og fleira í þeim dúr. I kvikmyndinni snýst þetta við og því segist hún harla fegin. Hún segist vera feimin að eðlisfari en í kvikmyndinni veröur hún aö leika nakin í nokkrum atriðum. Hún segist hafa farið verulega hjá sér við aö leika nakin en ekki geta á móti mælt því eins og málum sé nú komið verði allir leikarar að sætta sig við að þurfa að koma fram naktir. Það verði aðeins að reyna að gera það smekklega og þá skipti leikstjórnin miklu máli. m 0- .. 34 Vlkan 25. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.