Vikan


Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 24

Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 24
Húsbúnaður Gamli sólstóllinn fær andlitslyftingu Þeir sem ekki eiga vefstól ættu nú að nota tækifærið og fram kvæma þessa hugmynd. Hér eru nýttir gamlir efnisafgangar og uppistaðan er sólstóllinn sjálfur. Auðvitað má nýta þessa hugmynd á annan tiátt, til dæmis smíða einfaldan ramma og vefa i hann eftir leiðbeiningunum. EFNI: 250 g fiskigarn 12/30. Um 1,5 cm breiðar ræmur úr bómullarefnum. Um 4 cm breiður flatur trélisti, að minnsta kosti 20 cm lengri en breidd stólsins. Heklunál nr. 4 og gróf rianál. Uppistaðan (fiskigarnið) er vafin utan um og á milli þverstang- anna tveggia. Stóllinn er látinn liggja flatur á gólfinu. Garnið er vafið um 40 45 sinnum utan um stangirnar þannig að 80-90 þræðir myndi uppistöðuna. Gætið þess að þræðirnir fari ekki hver yfir annan. — Það á að vefja nokkuð fast, en þó ekki það fast að stóllinn ,,Iyftist" frá gólfinu. Þegar uppistaðan er til klippið þið endann og hnýtið hann fastan við þverstafinn, eins og sýnt er á teikningunni. Passið að nokkurn veginn sé jafnt á milli þráðanna (um 24 þræðir á 10 cm). Þræðið síðan „skyttuna" (trélistann) undir og yfir þræðina á víxl. Fyrsta umferðin í vefnum er ein röð af loftlykkjum og hver lykkja er hekluð utan um einn uppistöðuþráð. Heklið sæmilega fast og hnýtið endana i þverstaf- inn, sinn hvorum megin. Á meðan er ofið er best að geyma skyttuna uppi á bitunum, eins og sést á myndinni. Nægilegt er að herða með skyttunni í ann- arri hverri umferð. Þið getið ýtt með fingrunum á vefinn í hinni umferðinni. Fyrst vefið þið nokkrar umferðir með uppistöðugarninu en siðan.takið þið til við efnis- afgangana. Mynstrinu ráðið þið sjálf. Best er að vera óragur því það getur verið þungt i vöfum að hafa mynd á bak við sólstólinn. Ekki vefa mynstur sem byggt er upp á lóðréttum línum, það er of erfitt fyrir óvana, og svo má skipta um liti í miðri umferð, þannig að útkoman ætti að geta orðið verulega skrautleg. Til að vefurinn verði fallegur í jöðrunum er best að hnýta band í jaðarinn og vefja því um hliðar- listana með um 7-8 cm millibili. Gleymið ekki að herða með skyttunni með jöfnu millibili. Þegar búið er að vefa svo til út á enda verður skyttan fyrir. Hún er dregin út og síðustu umferðirnar heklaðar með I ekiu nálinni. Að lokum eru ofnar nokkrar umferðir með uppistöðu- garninu. Klippið þræðina af, sem héldu vefnum að hliðarlistunum, gangið frá öllum endum, stígið nokkur skref aftur á bak og dáist að listaverkinu. A þessum myndum sést hvernig uppistaðan er vafin utan um trélist- ana og hvernig skyttunni er stungið milli þráðanna. 24 Vikan 25. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.