Vikan


Vikan - 24.06.1982, Page 24

Vikan - 24.06.1982, Page 24
Húsbúnaður Gamli sólstóllinn fær andlitslyftingu Þeir sem ekki eiga vefstól ættu nú að nota tækifærið og fram kvæma þessa hugmynd. Hér eru nýttir gamlir efnisafgangar og uppistaðan er sólstóllinn sjálfur. Auðvitað má nýta þessa hugmynd á annan tiátt, til dæmis smíða einfaldan ramma og vefa i hann eftir leiðbeiningunum. EFNI: 250 g fiskigarn 12/30. Um 1,5 cm breiðar ræmur úr bómullarefnum. Um 4 cm breiður flatur trélisti, að minnsta kosti 20 cm lengri en breidd stólsins. Heklunál nr. 4 og gróf rianál. Uppistaðan (fiskigarnið) er vafin utan um og á milli þverstang- anna tveggia. Stóllinn er látinn liggja flatur á gólfinu. Garnið er vafið um 40 45 sinnum utan um stangirnar þannig að 80-90 þræðir myndi uppistöðuna. Gætið þess að þræðirnir fari ekki hver yfir annan. — Það á að vefja nokkuð fast, en þó ekki það fast að stóllinn ,,Iyftist" frá gólfinu. Þegar uppistaðan er til klippið þið endann og hnýtið hann fastan við þverstafinn, eins og sýnt er á teikningunni. Passið að nokkurn veginn sé jafnt á milli þráðanna (um 24 þræðir á 10 cm). Þræðið síðan „skyttuna" (trélistann) undir og yfir þræðina á víxl. Fyrsta umferðin í vefnum er ein röð af loftlykkjum og hver lykkja er hekluð utan um einn uppistöðuþráð. Heklið sæmilega fast og hnýtið endana i þverstaf- inn, sinn hvorum megin. Á meðan er ofið er best að geyma skyttuna uppi á bitunum, eins og sést á myndinni. Nægilegt er að herða með skyttunni í ann- arri hverri umferð. Þið getið ýtt með fingrunum á vefinn í hinni umferðinni. Fyrst vefið þið nokkrar umferðir með uppistöðugarninu en siðan.takið þið til við efnis- afgangana. Mynstrinu ráðið þið sjálf. Best er að vera óragur því það getur verið þungt i vöfum að hafa mynd á bak við sólstólinn. Ekki vefa mynstur sem byggt er upp á lóðréttum línum, það er of erfitt fyrir óvana, og svo má skipta um liti í miðri umferð, þannig að útkoman ætti að geta orðið verulega skrautleg. Til að vefurinn verði fallegur í jöðrunum er best að hnýta band í jaðarinn og vefja því um hliðar- listana með um 7-8 cm millibili. Gleymið ekki að herða með skyttunni með jöfnu millibili. Þegar búið er að vefa svo til út á enda verður skyttan fyrir. Hún er dregin út og síðustu umferðirnar heklaðar með I ekiu nálinni. Að lokum eru ofnar nokkrar umferðir með uppistöðu- garninu. Klippið þræðina af, sem héldu vefnum að hliðarlistunum, gangið frá öllum endum, stígið nokkur skref aftur á bak og dáist að listaverkinu. A þessum myndum sést hvernig uppistaðan er vafin utan um trélist- ana og hvernig skyttunni er stungið milli þráðanna. 24 Vikan 25. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.