Vikan


Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 31

Vikan - 24.06.1982, Blaðsíða 31
The Fun Boy Three Plakatskýring Hljómsveitin The Fun Boy Three vakti eftirtekt manna meö laginu The Lunatics Have Taken Over The Aslylum. Lagiö er takt- þrungið og djúpar raddir kyrja viðlag viö fremur nöturlegan textann. Tríóið klofnaði út úr hinni virtu og vinsælu hljómsveit The Specials sem hætti störfum síðastliðið haust, þá á hátindi frægðar sinnar. Lagið þeirra, Ghost Town, naut óhemju hrifn- ingar í fyrra og varð eins konar einkennissöngur óróasamrar breskrar æsku á heitu simiri. The Specials sungu þar um vesöldina í breskum borgum þar sem allt er að koðna niður efna- hagslega og félagslega, en fjallar þó um heimaborg þeirra, Coventry. Fæstir vissu að þetta var svana- söngur hljómsveitarinnar. Því komu fréttirnar um endalokin eins og reiðar- slag. Þegar málin tóku að skýrast kom í ljós að brestur hafði verið kominn í samstarfið fyrir löngu. Þegar í janúar 1981 knúðu þeir Neville Staples, Terry Hall og Lynval Golding fram leyfi frá upptökum, æfingum og tónleika- ferðum The Specials til þess að þeir þrír gætu gert prufu-plötur. Þar á meðal var lag Lynvals, Why, sem seinna var á bakhliðinni á Ghost Town. The Specials var sjö manna sveit og tónlistin sem þeir fluttu var ska, svipað og Madness. Þeir höfðu mörg hljóðfæri, þar á meðal blásturshljóðfæri. The Fun Boy Three eru aðeins þrír og tónhst þeirra er mun hrárri. Hún byggist aðallega á þungum takti og röddum og svipar til tón- listar Afríku-þjóðflokka. En þeir slá einnig á aðra og léttari strengi og eru fjöl- hæfir mjög. Nýverið kom á markað fyrsta breiðskífa þeirra félaganna. Þar er stúlkna- söngtríóið Bananarama i stóru aukahlutverki. Meðal laga sem þær aðstoða strákana við og taka undir í er nýstárleg útsetning á lagi frá fjórða áratugnum, It Ain’t What You Do, It’s The Way That You Do It. Þetta lag komst hátt á lista í Bretlandi og fylgdi vinsældum The Luna- tics.. . . vel eftir þótt um gjörólíkt lag væri að ræða. Piltarnir launa stúlkunum greiöann með því að raula með þeim á nýju tveggja laga plötunni þeirra, He Was Really Saying Some- thing. Stelpurnar, Sarah, Keren og Siobhan, eru ekki ósvipaðar strákunum í útliti og klæðaburði. Sjálf- sagt skiptir ekki minna máli að þau hafa sama smekk fyrir tónlist. Þau leggja þó áherslu á að um samstarf en ekki samruna sé að ræða. Eins og The Specials hafa The Fun Boy Three boðað frið, von og umburðarlyndi með tónlist sinni. Sjálfir eru þeir lifandi dæmi um árangurs- ríkt samstarf hvítra og svartra og þeir hafa ávallt veriö mjög andvígir of- beldi, kynþáttamisrétti og kúgun. Lynval (annar svertingjanna) fór þó ekki varhluta af hatri og mann- vonsku þegar ráðist var á hann í vetur á skemmtistað og honum misþyrmt mjög illa af hatursfullum ofbeldissegg. Skoðun strákanna í The Fún Boy Three er sú að tón- listarmenn eigi að þreifa sig áfram og reyna sífellt eitthvað nýtt. Því sé eins víst að næsta plata félag- anna verði gjörólík þeirri fyrstu. Það væru ill örlög ef eins færi fyrir breskri tón- list og bandarískri þar sem stöðnunin virðist algjör vegna þess að enginn þorir að gera öðruvísi en hinir. Hins vegar vilja þeir meina að breskir tónlistarmenn séu með þeim frjóustu og hugmyndaríkustu í heimin- um og má það sennilega til sanns vegar færa. I það minnsta hvað áhrærir The Fun Boy Three og Bananarama. iW 25. tbl. Vikan 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.