Vikan


Vikan - 24.06.1982, Side 50

Vikan - 24.06.1982, Side 50
Eldhús Vikunnar Umsjón: Potturinnog pannan Eldameistarar: Úlfar Eysteinsson og Sigurður Sumarliðason Lambahryggs- sneiðar á teini — Lagostina 240 g úrbeinaður lambahryggur (2 sneiðar) 1 sneið beikon 1 /4 laukur 1 /4 græn eða rauðpaprika 1 sveppur sítrónupiparblanda að vild grillolía Lagostina er ítalska og þýöir hiö girnilega. Kjötiö og grænmetið er þrætt upp á tein, kryddað og velt upp úr steikarolíunni. Síðan er pannan hituð og hryggsneiðarnar steiktar við 225° C þar til kjötsafinn perlar á sneiðunum. Snúið þá sneiðunum við. Miðlungssteikingu lýkur þegar kjöt- safinn þrýstist gegnum steikarhúð- ina og er ljósrauöur að sjá. Þeim sem þola ekki rauða litinn er bent á aö steikja þar til safinn er orðinn lit- laus. Borið fram með hrísgrjónum, grænmeti og kartöflum. Sveppa- sósa, bernaisesósa eða kryddsmjör er gott með. Moðsteiking (Low cooking) Moðsteiking er sú steiking sem slær ígegn í Bandaríkjunum í dag. Hver hefur ekki beyrt sögurnar um rifjasteikurnar sem næstum eru hægt að skera með gafflinum, þær eru svo meyrar. Þessi steiking fer fram við lágan hita ílangan tíma. Lítum aðeins á málið. I kjötinu eru örlitlir safapokar sem sjást ekk' með berum augum. Mikill hiti sprengir pokana og safinn lekur í ofnskúffuna. Ameríkaninn fann ráð viðþví. Hann lækk- aði hitann og lengdi steikingartímann. Hit- inn var lækkaður niður í 78° á Celsíus. En þá kom vandamál — ,,sýklarnir". Þeir leystu það með því að velta kjötinu upp úr ediki og drápu með því sýklana. Þeirgerðu líka annað — það var að krydda kjötið ekki með salti því saltið þrýstir sér inn í kjötið og sprengir safapokana. Sem sagt: Efvið moð- steikjum, til dæmis lambalærí í 2 1 /2 tíma við 78 ° C, þá fáum við Ijósrautt, safamikið lærí. Og þurfum tæþlega að hugsa um sósu því safinn flæðir úr hverrí sneið sem við skerum og borðum næstum því bara með gafflinum eins ogjón í næsta húsi sem varí Ameríku. Gratineraður saltfiskur (fyrirffóra) 1 kg útvatnaður saltfiskur 200 g hrísgrjón lpapríka 1 laukur 1 /4 dós maís karrísósa, hollandaisesðsa eða bernaisesósa rífinn ostur Saltfiskurinn skorinn í bita og soðinn í vatni. Suðan komi aðeins upp og fiskurinn látinn kólna þangað til hægt er að hreinsa roð og bein úr stykkjunum. Losið síðan fiskinn í sundur í flögur eftir vöðvum fisks- ins. Látið flögurnar yfir hrísgrjónin, sem búið er að sjóða ásamt papriku, lauk og maís. Hellið yfir karrísós- unni eða hollandaisesósunni og stráið ostinum yfir að lokum. Bakið í 5 mínútur eða þangað til ljósbrúnn lit- ur er kominn á réttinn. Soðnar kartöflur má gefa með þessum rétti aðauki. 50 Vlkan 25. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.