Vikan


Vikan - 24.02.1983, Síða 3

Vikan - 24.02.1983, Síða 3
Anna María á von á fjórða barni sínu Fjölskylduregnhlífin Frægafólkið ívetrarfríi Ekki brosir hún Goldie Hawn litur ekkert sérlega sællega út á þessari mynd og hún vonast til þess að dag einn hitti hún mann sem hún geti eytt lífinu með. Fyrra hjónaband hennar var mis- heppnað. Hún giftist þegar hún var komin 7 mánuði á leið og á hún tvö börn úr því hjónabandi. Goldie var vel tekið i fyrstu myndinni sem hún lék í, Kaktusblómi. Hún fékk óskar fyrir þá mynd og síðan hefur hún verið vinsæl leikkona. Þegar kólna tekur og snjór fellur í f jallshlíðar svissnesku Alp- anna flykkist fræga fólkið þangað til að njóta útivistar og æfa sig á skíðum, en ekki síst til að sýna sig og sjá aðra. Samkvæmislífið í skíðabæjunum getur orðið hið fjörugasta yfir vetrarmánuðina. Þar hittast gamlir vinir, leikarar frá Hollywood, prinsar, prinsess- ur, kóngar og drottningar. Margir eiga glæsihýsi í bæjunum St. Mor- itz og Gstaad eða dvelja þar á lúxushótelum. Elizabeth Taylor á hús í Gstaad og er þar tíðum með börnum sínum. Furstafjölskyldan í Monaco á þar einnig hús, sömuleiðis glaumgosinn Gunter Sachs og frú. Gestir í bænum voru til aö mynda Julie Andrews og maður hennar Blake Edwards, Audrey Hepburn og vinurinn Robert Wolders, David Niven og kona hans Hjördís, Liza Minelli og eiginmaðurinn hennar, Mark Gero, Roger Moore og kona hans Lucia, Richard Burton og fósturdóttirin Liza Todd, Jóhann Karl Spánarkóngur og Soffía drottning. I St. Moritz voru meðal annarra Koo Stark (en enginn Andrew), Christina Onassis og Karim Aga Khan. A meðan renndu Karl og Díana sér í Liecht- enstein í boði furstaf jölskyldunnar þar og Stéphanie brunaði með vininum Paul Belmondo í franska Alpabænum Val d’Isere. Skíðaparadísin Gstaad er um 100 km frá Bern og Genf. Þar eru brautir við allra hæfi, skíða- kennarar á hverju strái og um 70 lyftur og togbrautir. Þar má einnig fá leigða þyrlu til að flytja sig efst upp á hæstu fjallstinda. I bænum er einnig allt annað sem hugsast getur til afþreyingar, danssalir, spilaklúbbar, sund- laugar, innanhússtennis, ísknatt- leiksvellir, skíðahallir og hægt að leigja loftbelg til útsýnisferða. Anna María og maður hennar Konstantin, fyrrverandi Grikkja- kóngur, eiga 3 börn, Alexiu 17 ára, Paul 15 ára, Nicholas 13 ára. I júni er von á f jórða barninu en þar sem Anna María hefur misst fóstur fjórum sinnum hafa læknar ein- dregið ráðið henni frá því að eign- ast fleiri börn. En Barna-Anna, eins hún er kölluö í Danmörku, lætur sér ekki segjast og ætlar aö reyna einu sinni enn. Þá er bara aðbíöa og vona. 8. tbl. Vikan 3

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.