Vikan


Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 8

Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 8
Héðan eru fíestar minningarnar — segir /ngeborg Einarsson Ingeborg Einarsson ólst upp á Norður-Jótlandi en ung gift- ist hún Friðriki Einarssyni lækni og fluttist með honum til Íslands. Siðan eru nær 40 ár. Þá var margt öðruvisi i Reykja- vik en það er i dag, fisksalinn stóð í klofstígvélum i miðri fiskkösinni og mjólkin var borin heim i mjólkurbrúsum úr búðinni. Texti: Fríða Björnsdóttir Myndir: Ragnar Th. og fleiri. Dökkgræn, gróskumikil grenitré, sem standast fyllilega samanburð við jólatrén sem við flytjum hingað á hverjum jólum frá jósku heiðunum í Danmörku, rauðmálað hús, dökkbrúnir viðar- veggir og garður sem er á- reiðanlega engu líkur á sumrin þegar allt er í blóma; þetta var það sem við okkur blasti þegar við lögðum leið okkar um Hvassa- leitiö í leit aö Ingeborg Einarsson. Hún er einmitt komin frá Jótlandi eins og jólatrén okkar og ef til vill er það þess vegna scm hún hefur alla tíð lagt sig svo mjög fram um að rækta, gróðursetja og hlúa að viðkvæmum gróðri og tekist að fá hann til að vaxa hér norður á Islandi í þau hartnær fjörutíu ár' sem hún hefur nú búið hér. „Eg óx upp a stóru heimili er mamma og pabbi ráku fyrir sein- þroska stúlkur. Heimiliö var nánast eins og húsmæöraskóli. Stúlkunum var skipt niður í hópa. Sumar voru 1 eldhúsinu, aðrar á saumastofu, sumar önnuðust hreingerningar og einn hópurinn vann í garðinum. Það var gríðar- lega mikill garður við húsiö og þar var mikið af sjaldgæfum runnum og trjám. Kannski er það dálítið þess vegna sem ég hef svona mikinn áhuga á garðræktinni, ég býst við því,” sagöi Ingeborg þeg- ar við dáöumst að gróðrinum sem var bæði innan dyra og utan a heimili hennar. Mig langaði til að stofna mitt eig- ið barnaheimili „Eg ólst upp í Holstebro sem er a vesturströnd Jótlands, fyrir noröan Esbjerg. A heimilinu sem pabbi og mamma ráku voru unglingsstúlkur, 14 ára til tvítugs. Þær komu frá barnaheimilum eöa þá barnaverndarnefnd hafði ráöstafað þeim á heimilið. Allt voru þetta seinþroska stúlkur og tilgangurinn með dvöl þeirra þarna var að kenna þeim þaö sem hægt var svo aö þær gætu hjálpað sér sjálfar þegar þær kæmu út í lífiö. Mamma dó þegar ég var sjö ára. I nokkur ár vorum við börnin ein meö pabba, og þá fannst mér alltaf ég bæri ábyrgð á bræðrun- um. Annar þeirra var eldri en ég en hinn tveimur árum yngri. Pabbi giftist aftur, mikilhæfri konu, sem ég leit alltaf á sem mömmu mína, og þá eignaðíst ég þriöja bróðurinn. Þessi ábyrgðartilfinning min gagnvart bræðrunum og uppvöxt- urinn á stúlknaheimilinu varð til þess að mig langaði til aö stofna mitt eigiö barnaheimili. Eg var enn of ung til þess að fara í fóstru- skóla en ég fór á námskeiö á spítalanum í Vejle. Námskeiöin voru þar á barnadeildinni og þar hitti ég Friörik. Það voru okkar fyrstu kynni, bara hálfur mánuður.” I bókinni Læknir í þrem löndum segir Friðrik Einarsson frá lífi sinu og starfi og segir meöal annars: „Eg var hálfs- mánaöartúna á sjúkrahúsi í Vejle. Fyrsta daginn átti ég afar annríkt; fékk sextán sjúklinga til meðferðar á skurölæknadeildinni; þurfti aö taka af þeim skýrslur, hjálpa til við skuröaögeröir og gera að smásárum þess á milli. Eg varð að hafa þrjár til fjórar sjúkraskýrslur í kollinum í einu, þar til tími vannst til að skrifa þær niður. Mér til aðstoðar var undur- falleg stúlka, sem var aö læra barnahjúkrun þarna á spítalanum. Hún hét Ingeborg Korsbæk og var átján ára gömul, dóttir forstjóra unglingaheimilis í Holstebro á Norður-Jótlandi. Henni þótti víst nóg um hama- ganginn í mér, því aö eitt sinn ætlaði hún að læðast út frá mér í miðju annríkinu. Þá kallaöi ég til hennar — alltof hranalega: „Nei, fröken. Þér eigiö að hjálpa mér! Og það hefur hún gert síðan, því að þessi stúlka varö konan mín. ’ ’ „Ætiaði ekki að iáta karimann ráða yfirmér" Ingeborg heldur áfram: „Friörik fór nú aftur til Odense, þar sem hann var í fastri vinnu, og þar hittumst við aftur þegar ég kom þangað hálfu ári seinna og vann þar á barnaheimili. Pabbi hafði útvegaö mér starf á þessu heimili, sem var mjög nýtískulegt. Mikiö var gert til að reyna að finna hvað átti best við börnin og þau látin ganga í venjulega skóla og reynt að koma þeim til mennta eftir því sem hæfileikar þeirra stóðu til. Þarna vann ég 3—4 mánuði á hverri deild til að kynnast sem best starfinu. Einn daginn hafði ég verið á gangi i bænum þegar Friðrik sá mig. Hann vissi ekki hvar ég vann eða bjó svo aö hann skrifaði mér heim til mín á Jótlandi og baö mig aö hafa samband viö sig. Þaö gerði ég og við áttum þarna saman mjög skemmtilegt sumar. Eg var nú ekki nema 19 ára og haföi þær hugmyndir að ég ætlaði 8 Vikan 8. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.