Vikan


Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 22

Vikan - 24.02.1983, Blaðsíða 22
f / blíðu og stríðu GAR Beth gekk eftir gang- inum heyröi hún raddir dóttur sinnar, Kate, og vinkonu hennar innan af baðherberginu. Þær voru að greiöa hvor annarri og Beth vissi að þegar þær heföu lokið sér af yrðu blaut handklæöi, tómar flöskur og fleira dót út um allt herbergið. Kate var orðin sautján ára og Beth var ljóst að auðvitað bar henni aö þrífa eftir sig draslið. En þaö var nú einu sinni svo aö Beth hafði aldrei haft lag á að aga börnin sín og þar af leiddi aö þau voru óhirðusöm, óstundvís og kærulaus, og allt þetta fór óskap- lega í taugarnar á fööur þeirra. Meðan Beth hélt áfram inn eftir ganginum fann hún hjarta sitt fyll- ast hlýju og ástúð þegar hún minntist þess hversu elskuleg þau voru, hversu skemmtileg og örlát og ákaflega sjálfsörugg. Arurn saman hafði Hugh nöldrað og gagnrýnt hana fyrir vítavert kæruleysi í uppeldi barna þeirra. Hún hafði alltaf gert því skóna að hann hefði rétt fyrir sér í þeim efnum, vegna þess að hann hafði miklu ákveðnari og sterkari persónuleika en hún sjálf, en henni var lífsins ómögulegt að breyta háttum sínum. ZZ Víkan 18. tbl. Þegar börnin voru lítil átti hún bágt með að skilja að þaö skipti nokkru máli þótt þau háttuöu ekki alltaf á nákvæmlega sama tíma á kvöldin né þótt þau neituðu að borða ýmislegt sem þeim féll ekki. Hún hafði virt óhagganleg viðhorf Hughs en henni var ómögulegt að gera þau aö sínum. Og hvaða ályktun var svo hægt aö draga af þessu öllu saman núna með tilliti til þess hvernig málum var komið? Var hægt aö fullyrða að annað heföi haft réttara fyrir sér þegar allt kom til alls? Meöan hún var að raða hreinum, samanbrotnum þvott- inum í línskápinn fyrir enda gangsins heyrði hún vinkonu dóttur sinnarsegja: — Finnst þér ekki fráleitt af þeim að fara að skilja núna úr því þau hafa hangið svona lengi saman? Eg meina til hvers? Ekki ætti kynlífið aö þvælast fyrir fólki á þessum aldri. Aha, hugsaði Beth. Svo þær gerðu því skóna að kynlíf gaml- ingja á fimmtugsaldri væri ekki meira virði en matarleifarnar sem hún var sífellt aö tína út úr ísskápnum og henda í ruslið. — Þau rifust oft ferlega þegar þau héldu að við værum sofnuð, sagði Kate. Eg ætla aldrei að giftast, sagði vinkonan með sannfæringar- krafti. — Ekki ég heldur, samsinnti Kate. 0, hamingjan sanna, hugsaði Beth, hvað höfum við gert þeim? Hún gekk inn í setustofuna og hellti í glas handa sér. Samvisku- bitið nagaði hana, henni fannst hún vera aö kikna undan eigin til- finningum og afleiðingum þeirra. Hún fékk sér vænan teyg af vodka og tónik. Ef til vill, hugsaði hún, ætti ekki að leyfa fólki að giftast og eignast börn fyrr en það hefur gengist undir og staöist einhvers konar hæfnispróf. Ekki leyfðist fólki aö aka bíl né hafa hættuleg vopn undir höndum án þess að kunna með að fara. Hjónaband og barneignir var þó stórum ábyrgðarmeira athæfi. Eða hvað? Síminn hringdi og hún virti hann fyrir sér meö tortryggni. Hún hafði hálft í hvoru óttast bæði símann og dyrabjölluna núna um nokkurt skeið. Hún neyddi sjálfa sig til að lyfta upp símtólinu. — Beth? sagöi Hugh á hinum enda línunnar. — Halló! Hvernig hefurðu það? Er allt í lagi hjá þér? Krakkarnir frískir? — Já, þakka þér fyrir, sagði Beth kurteislega eins og hann hefði spurt hvernig henni hugnaðist bókin sem hún væri að lesa. — Er viðgerðarmaöurinn búinn að gera við miöstöövarketilinn? — Nei, ekki ennþá. Hann hefur ekki ennþá komið. Henni gramdist aö heyra kunnuglegan varnartóninn í rödd sinni. Auðvitað haföi hún gleymt að hringja í viögerðarmanninn út af miðstöðvarkatlinum. — Er allt í lagi hjá þér? spurði Beth hikandi. Henni fannst hún verða aö segja eitthvað til að fylla upp í óþægilega þögnina. Hún var of tillitssöm til aö spyrja hvernig honum geðjaöist að íbúðinni sem hann hafði leigt handa sér og nítján ára gamalli hjákonu sinni. Var hjákona annars rétta orðiö? I huga Beth framkallaði það mynd af lostafullri kvenpersónu í svörtum, flegnum kjól, sem svifi um í frönsku ilmskýi og sæti við að pússa langar neglur sínar umlukt satínpúðum og munúöarfullum blómum. Hún hefði jafnvel getað skilið hann ef hann hefði yfirgefið hana vegna einhverrar hrífandi heimskonu til þess að bæta sér upp hversu leiöur hann væri oröinn á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.