Vikan


Vikan - 24.02.1983, Síða 24

Vikan - 24.02.1983, Síða 24
Undan Hamrinum — Hvernig vita Hafnfirðingar hvenær tími er til kominn aö þvo sokkana sína? — Þeir kasta sokkunum í vegginn og ef þeir tolla þar eru þeir orðnir skítugir. Gussi og Bjössi voru búnir á billjardinum og fóru í góða pásu með uppbyggilegum samræðum: Gussi: Hvers vegna ætli rjóminn sé svona miklu dýrari en mjólkin? Bjössi: Það er alveg augljóst, maður. Það hlýtur að vera miklu meira verk fyrir kýrnar að hitta í litlu fernumar en þær stóm. Hafnfirðingur kom inn á Gafl-inn til aö fá kaffi keypt. — Ætli ég geti fengiö fimm bolla á þennan brúsa? spurði hann. — Alveg ábyggilega, sagði af- greiðslumaðurinn. — Fínt, sagöi Hafnfirðingurinn, ég ætla að fá tvo með sykri og mjólk, einn með mjólk, einn með sykri og einn svartan. Táknmálsvettlingar Karlmannsvettlingar. Hægri handar v. EFNI: Þrinnað loðband. LITIR: Hvitt og mórautt eða hvítt og mosagrænt (Gefjunarullin). Prjónarnr. 2 1/2. Fitjið upp 48 I. með hvita litnum. Prjónið stroff, 21. sl., 21. br., 4 umf., þá 1 umf. mór. og 1 umf. hv. til skiptis þar til mór. umf. eru 7 (viku- dagar). Prjónið næst 3 umf. hv., þá I sl. umf. hv. og aukið út á henni 2 I. á prj. 561. á umf. Þá hefst prjón á mórauðum bekk sem táknar ár með mánuðum, há- tíðum, helgidögum og sumardegin- um fyrsta. Prjónið 1 umf. mór. IMæsta umf.: fyrsti prj. 2 I. mór. — 2 I. hv. — 2 I. mór. — 2 I. hv. — 2 I. mór. — 2 I. hv. — 2 I. mór. 2., 3. og 4. prj. eins og fyrsti prj. Endurtakið umf. Þá er bú- ið að prj. mánuðina 12. Prjónið næst 1 umf. mór. — Prjónið nú 4 I. hv. og 4 I. mór. á vixl út umf. Endur- takið umf. Þá er búið að prjóna árið og kaflana sem tákna jól, nýár, bænadaga, páska, uppstigningar- dag, hvítasunnu og sumardaginn fyrsta. Prjónið 1 umf. mór. Prjónið næst 1 umf. hv., þá 1 I. hv. og 1 I. mór. á víxl út umf. Prjónið 2 mór. umf. Þessar siðustu 4 umf. tákna 1 öld. Endurtakið þetta tvisvar sinnum (3 aldir komnar). Prjónið 2 prj. hv. Á næsta prj. er prjónað í þumalopið. Takið 2 mór. I. óprj. upp á hægrihandarprj., prjón- ið 9 I. með öðruvisi litu bandi. Takið 3 I. sem eftir eru óprj. upp á prj. Prjónið síðan þennan sama prj. aft- ur með hvita bandinu og Ijúkið við umf. Prjónið nú áfram sama mynst- ur (aldirnar) (þar til þær eru orðnar II að tölu, jafnmargar aldir og liðn- ar eru frá íslandsbyggð, 874 til 1974). Takið úr í siðustu mór. umf. þannig: 1. prj.:Prj. 1 I., takið 2 næstu I. sam- an, Ijúkið við prj. 2. prj.:Prj. 11 I., prj. 2 I. saman, prj. 1 3. prj. eins og 1 prj., 4 prj. eins og annar prj. Prjónið nú 1 umf. hv. og 1 umf. mór. án úrtöku. Takið úr i næstu umf. sem er hv. Siðan eru prj. hv. og mór. umf. á víxl og tekið úr i þeirri hvítu þar til 8 hv. I. eru á prj. Prjónið 1 mór. umf. i viðbót og tak- ið síðan úr i hverri umf. Þegar 5 I. eru á prjónunum eru dökku rend- urnar 7. Ljúkið við að prjóna töluna með hv. Dragið bandið í gegnum totuna um 8 síðustu I. á umf. Þumallinn Takið upp 9 I. á þúmalopinu og 2 I. sitt hvorum megin i vikunum, 221. alls á umf. Prjónið siðan mynstrið 5 sinnum. Takið úr i siðustu mór. 24 ViKan s. tai.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.