Vikan - 24.02.1983, Síða 37
Víst er diskurinn betri
en vekur samt
enga hrifningu
Óhætt er að segja aö Kodak
disktæknin brjóti i blað i þróun
Ijósmyndavéla. Þessi litla og
handhæga vél hefur „nóg pláss
fyrir háþróaðan, tölvustýrðan
rafeíndabónað, rafknóna filmu-
færslu, sjálfvirka lýsingu og
innbyggt flass og allt er þetta
knóið með innbyggðri lithium
rafhlööu, eins og segir í auglýs-
ingu frá Hans Petersen.
Ragnar Th. Sigurðsson prófaði
vél af gerðinni 6000 (sem kostaði
fyrir jólin 1.360) og staðfestir að
vélin sé handhæg og lipur, og það
stenst að hón hleður upp flassiö
með sekóndu millibili. Ljóst er að
vélin er stór framför frá Insta-
matic vélunum hvað skerpu snert-
ir og ættu venjulegar fjölskyldu-
myndir að stórbatna með notkun
þessara véla, sem seldar eru í
fjórum gerðum.
Ragnar er ekki ánægöur með
upplausnargetu linsu og telur
myndirnar ekki nógu skarpar, en
þá miðar hann frekar við venju-
legar 35 mm vélar sem margir
unglingar telja of flóknar og dýrar
til að nota til töku venjulegra
partí- og ferðalagamynda. Þær
þrjár myndir hér á síðunni, sem
eru einmitt venjulegar fjölskyldu-
albómsmyndir, sýna svo ekki
verður um villst að þær sóma sér
mjög þokkalega sem slíkar en
gæðamyndir verða áfram teknar
á betri gerðir35 mm véla.
Við höfðum samband við kunn-
áttumann á sviði framköllunar og
sagöi hann að þaö hefði valdiö sér
vonbrigðum að áfram fær fólk
myndir með mjög yfirlýstum and-
litum þótt þaö taki á diskinn en
munurinn á Instamatic myndun-
um væri einkum sá að fólk fengi
oft hreyfðar myndir ór þeim vél-
um og þá eðlilega ót ór fókus, en
slíkt ætti sér ekki stað í disknum
og teldist það mikil framför. Hann
benti á að það kynni ekki góðri
lukku að stýra þegar fólk geymdi
vél sína með filmu í kannski í hálft
ár inni í skáp. Myndir, sem koma
ór slíkri geymslu, verða aldrei
eins góðar og myndir sem eru
teknar á vikutíma eða svo.
SJ
8. tbl. Víkan 37