Vikan


Vikan - 24.02.1983, Side 41

Vikan - 24.02.1983, Side 41
FRAMHALDSSA GA Þriðji hluti LEIKSOPPUR Hún stóö fyrir framan stóra spegilinn í svefnherberginu og grannskoöaði sjálfa sig frá öllum hliðum. Spegilmynd. Gat nokkuö verið jafnhreinskilið og ótvírætt? Og þó. I rauninni var hún álíka gagnleg og ummæli góðra vina. „Alveg satt, elskan. Eg er ekki að skjalla þig. Þú hefur yndislega húð og vangasvipurinn er nánast klassískur. Þú berð þig vel og þeg- ar þú ert vel klædd ertu reglulega sæt. Þaö eina sem þig vantar er sjálfstraust. Nú, þú spurðir! Gall- ar? Hvers vegna tíunda þá? Þú hefur hvorki fleiri né færri en annaö fólk. Meö tilliti til aldurs finnst mér þú vera algerlega... ” Innantóm orð. Utlitið var endur- speglun tilfinninganna en ekki ummæli annarra. Hversu sem Lindy rýndi í spegilinn hafði henni aldrei tekist að sjá sjálfa sig meö augum annarra né heldur aö fella hlutlausa dóma um hvern ein- stakan líkamspart. Einu sinni eða tvisvar fannst henni aðeins örla á þessari tvískiptingu sjálfsins en það var allt og sumt. Hárið á henni. Hún varð að gera eitthvað fyrir hárið á sér. Sólin haföi þurrkað úr því alla lyftingu. Það hékk dautt og litlaust niður með vöngunum. Um leið og hún skoöaði það gagnrýnum augum var bankað. Hún flýtti sér fram í forstofuna og hugsaði um leiö hver það gæti verið. Maureen? — Hefði kannski ekkert sérstakt aö gera í kvöld? — Gætu þær boröað saman? Ef til vill eigandi Maxie á neðri hæöinni að færa henni köku? — Jafnvel hússtjórnarmaöurinn að fylgja eftir málinu? Hún dró læsingarjámið frá og reyndi um leiö að draga úr eftir- væntingunni. Vonbrigðin yrðu þá minni. Enginn var á stigapallinum. Furðu lostin gekk hún yfir aö stigagatinu og horfði niður. Síðan gekk hún að stigaglugganum sem sneri út að bílastæðunum. Enginn bíll var sjáanlegur né nokkur manneskja. Hún yppti öxlum, fór inn í for- stofuna og lokaði dyrunum. Kannski hafði hún rekiö oln- bogann í eitthvað á snyrtiborðinu. Hún hafði ekki fundiö fyrir því en eitthvað hefði getað dottið niður og gert þennan hávaða. Vissulega hafði heyrst líkt og barið væri að dyrum þó venjulega væri bjallan notuð. Hún fór inn í svefnherbergið til að athuga snyrtiborðið. Þar var allt í röö og reglu. Það var eftir ööru, hugsaði hún meö sér hin rólegasta. Heimsókn á besta tíma, sem er svo engin heimsókn. Alveg í samræmi við það sem á undan er gengiö en engu aö síður dapurlegt. Gæti einhverju hafa veriö stungið inn um bréfalúguna. Hún vissi að ekk- ert hafði verið þar að sjá en fór samtaögá. Ekkert var á gólfinu frekar en við var að búast. Auglýsinga- pésinn kom venjulega á laugar- dögum, engar aukakosningar yfir- vofandi og boðiö á útsöluna hjá Daphne Modes var þegar komið. Hún átti ekki von á öðrum pósti. Meðan hún útbjó matinn bægði hún frá sér hugsunum um drauga- bankiö og í fyrsta skipti síðan gauragangurinn að ofan hætti kunni hún vitandi vits að meta sína endurheimtu geðró. Væri hún svipt henni yrði hin dýra og vist- lega íbúð hennar eins konar opiö búr. Guði sé lof fyrir strangar hús- reglur. Nú gæti hún aftur breitt úr sér í sófanum eftir kvöldmatinn með uppáhaldsskáldsagnahöf- undinn sinn, Angelu Somerby, og sælgæti, dregið gluggatjöldin fyrir þangað til tíu-fréttirnar byrjuðu. Ef til vill gefið hugmyndafluginu lausan tauminn og látið þaö dansa kringum hárprúða fréttaskýr- andann sem sat vinstra megin við borðið, hann sem stundum gæfi henni hýrt auga þegar hann leit upp úr fréttalestrinum. Auðvitað vissi hún að tveir þriðju hlutar kvenáhorfenda voru haldnir þessari firru ef trúa skyldi blööunum. Þetta vissi hún mæta vel en hún hafði ánægju af því rétt eins og að lesa stjörnuspána sína. Aðeins eitt atvik brá skugga á kvöldiö. Tiltölulega smávægileg truflun. Enn einn dynkurinn aö ofan, greinilegur en óskýranlegur. Ekki eins þungur og oft áður en samt ákveðinn eins og fyrirferöar- mikill skrokkur félli á gólfið. Þetta var um níuleytiö. Hún hélt niðri í sér andanum í nokkrar sek- úndur en dynkirnir urðu ekki fleiri. Eftir tíu-fréttirnar, sem 8. tbl. Víkan 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.