Vikan


Vikan - 24.02.1983, Qupperneq 44

Vikan - 24.02.1983, Qupperneq 44
FRAMHAIDSSA GA þess aö þetta gerðist svo stuttu eftir að hinu lauk. Eg hafði áhyggjur af því fyrst í stað en varla lengur.” Hacker horfði fast á hana. „Hvenær var hringt til þín? ” „A miðnætti síðastliðna nótt. Þegar ég svaraði lagði hann á.” „Þú gerir ráð fyrir að það hafi verið karlmaður.” „Eg geri það víst, en auðvitaö hefði þaö getaö verið hver sem er, jafnvel skakkt númer. ’ ’ „Þá skulum við hætta að fjasa um það,” ráðlagði Maureen. „Lindy langar til að læra vegg- bolta, Adrian. Eru nokkur laus pláss?” „Hún er að gera að gamni sínu,” sagði Lindy snöggt. „Eg Kom bara til að horfa á. Eg ætla aö fara að koma mér heim. Þaö er óþarfi fyrir ykkur að fara strax, Maureen. Eg tek strætis- vagn.” „Jock er enn að leika. Hann veröur marga klukkutíma. ” „Kom Jock með ykkur hing- að? ” spurði Hacker. LEIKSOPPUR Þessi breiðleiti vinur Maureen, sem hún notaði sem varaskeifu, hafði sótt þær á skrifstofuna og síðan borðuðu þau heldur subbu- lega hamborgaramáltíö saman áður en þau héldu í veggbolta- klúbbinn. Lindy fannst hún hafa ónáðað þau nóg þó Jock heföi tekiö henni vel. Hún kláraði drykkinn og stóð upp. „Eg fer þá. Þakka þér fyrir að bjóöa mér með, Maureen. Þetta var skemmtilegt. Sjáumst í fyrramálið.” „A sama leiöindastaðnum,” sagði Maureen þurrlega. Hacker hafði líka staðið upp. „Eg verð að fara,” sagði hann við Lindy. „Get égkeyrt þigheim?” Um leið og bíllinn stoppaði opn- aði hún dyrnar og hélt þeim opn- um. „Þetta var ákaflega vingjarn- legt af þér,” sagði hún. „Ég þakka þér kærlega fyrir. Vona að þú haf- ir ekki þurft að taka á þig mjög stóran krók.” „Tæpa þrjá kílómetra.” Hún vissi ekki hvernig hún átti að skilja þetta. Hún brölti út úr bílnum, sneri sér við og sagöi: „Má kannski bjóða þér kaffi- sopa?” „Já,” sagði hann aö bragöi og drap á vélinni. Hún var felmtri slegin og horfði á hann sljóum augum þegar hann steig út úr bílnum hinum megin og sem hann var að læsa bílnum reyndi hún árangurslaust að muna hvort hún ætti kaffi í skápn- um eða mjólk í ísskápnum. Hún gat ekki hugsað. Hafði hún munaö eftir að þurrka af, þvo eldhúsgólf- ið, ganga frá fötum? Hann gekk kringum bílinn til hennar, horfði á húsið og síðan út á götuna. „Skemmtilega afskekkt,” sagði hann. „Hefurðu veriö hér lengi?” „Rúmt ár.” Röddin var skræk. „Jú, það er rólegt hér. Enginn gegnumakstur.” Hún hélt af stað eftir malbikaðri stéttinni að útidyrunum með hann á eftir sér. Hún hafði ákafan hjart- slátt. Þegar inn í anddyriö kom stansaði Hacker til að dást að plastkerum með blómum sem skreyttu vegginn á móti stiganum. Hún reyndi að láta sér detta í hug eitthvað sniðugt að segja en án árangurs. Hún gekk á undan upp stigann og tókst að finna lykilinn án þess aö missa töskuna. Það varö óþægileg þögn meöan hún baslaði viö aö koma lyklinum í skrána og sneri þessa tvo nauðsynlegu snúninga til vinstri, en einmitt það jók mjög á tauga- óstyrk hennar. Hún hélt dyrunum opnumfyrirhann. „Beintáfram.” Hún gekk á eftir honum inn í setustofuna og létti mjög þegar hún sá að þar var allt í röð og reglu. Svolítill vottur af sjálfs- trausti gægðist upp á yfirborðið. „Tylltu þér niður einhvers stað- ar,” sagði hún og lagði frá sér töskuna. Síðan dró hún glugga- tjöldin fyrir. Þegar hún sneri sér við hafði hann komið sér þægilega fyrir við bókahilluna og horföi á skemmdirnar í loftinu. Augu þeirra mættust og hann brosti um leið og hann benti á skemmdirnar. , .Hvenær f ærðu gert við þetta ? ’ ’ ,, A f immtudaginn. ’ ’ „Þá þarftuaðvera heima.” „Herra Barker hefur gefið mér frí þanndag.” „Agætur náungi, Doug. Ertu ánægð með vinnuna í auglýsinga- deildinni?” „Það er ágætt. Svolítið tilbreyt- ingarlaust á köflum.” „Eg væri dauður. Sykur og rjóma, takk. Mjólk, alveg sama. Hefuröu nokkurn tíma hugsað um fréttadeildina?” „Almáttugur, nei,” sagði hún úr HVÍLD - MEGRUN LÍKAMSRÆKT - ÚTIVERA Sérhœft starfsfólk svo sem lœknir, íþrótta kennarar, sjúkraþjálfi, leiðsögumenn og lipurt hótelstarfsfólk mun sjá til þess að þér líði ------ sem s' best./ Dagskrá: / ÁRDEGI: / KI. 08.00 Vakið gegnum hátalarakerfi hússins með\ / léttritónlistoglíkamsteygium. I Kl. 08.15 Borið á herbergi heitt sítrónuvatn, drukkið meðan klæðst er (íþróttagalli). Kl. 08.30 Morgunleikfimií sal, -málog vog. Kl. 09.30 Morgunverður Ki. 10.30 Sund-guía hoiturpottur. Kl. 11.00 Frjáls tími. Kl. 12.00 Hádegisverður SÍÐDEGI: Kl. 13.00 Hvíld. Kl. 14.00 Gönguferð með fararstjóra. Kl. 15.00 Létt miðdagskaffi. Kl. 15.30 Nudd Kl. 17.00 Frjálstími. Kl. 19.00 Kvöldverður KVÖLD Kl. 20.30 Kvöldvaka. Stutt ganga fyrir svefn Þarftu ad missa nokkur aukakíló ? Þarfnastu hvíldar? Viltu losna frá amstri hversdagsins? VIÐ HÖFUM LAUSNINA Vertu velkominn fJj- H6tef Verð pr. mann á viku Kr. 5.980, - í2 m. m/baði Kr. 6.480,- í 1 m. m/baði Innifalið í bessu verði er: Gisting. allar máltidir, lœknisskodun, sund, gufa, heitur pottur, leikfimi, nudd, gönguferdir med fararstjórn, frœðileg erindi, flug og transfer flug viillur — hótel — flugvöllur. ATH. Hámarksfjöldi í hópi er 20 manns. Askilinn er réttur til breytinga á ofannreindu verö 5 I » E o rc Husavik Simi 96-41220 1. vika 06/02 — 13/02 '83 2. vika 13/02 — 20/02 '83 3. vika 06/03 — 13/03 '83 4. vika 27/03 — 03/01 '83 5. vika 03/04 — 10/04 '83 6. vika 10/04 — 17/04 '83 SÖLUAÐILAR: Hótel Húsavik Ferðaskrifstofa ríkisins Ferðaskrifstofan Úrval Ferðaskrifstofan Útsýn og ferðaskrifstofur víða um land. 44 Vikan 8. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.